Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 7
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 7 síður þótt eftirsóknarverður sýningargripur í sögudeild hinnar voldugu heimssýningar, er kennd var við Columbus (Worlds Columbian Exposition) og halda skyldi í Chicago í minningu þess, að fimm aldir voru liðnar frá því er Columbus fann meginland álfunnar. Ymsar villur eru í Dannebrogsgreininni, en í henni er þó farið rétt með nokkur höfuðatriði og tilhögun í sambandi við hið fyrirhugaða útlán. Fréttin var þó að réttu lagi ekki ný af nálinni; þegar frá máli þessu var skýrt í Dannebrog, höfðu embættismenn og fræðimenn fengizt við það sér til ama í marga mánuði, og þá ekki sízt yfirbókavörður Konungsbókhlöðu, Chr. Bruun. Og af frægðarferðinni varð ekki í þetta sinn, eins og við munum sjá. Formlegt upphaf þessa máls var sameiginleg ályktun 23. júlí 1892 um að leita eftir láni á munum vegna Heimssýningarinnar, en með þeirri ályktun fólu báðar deildir Bandaríkjaþings forseta Bandaríkjanna að biðja nánar eða ekki nánar tilteknar ríkisstjórn- ir, stofnanir og einstaklinga um lán á sýningargripum, jafnframt því sem utanríkisráðherranum var falið að gera „þær ráðstafanir, er nauðsynlegar þættu til að veita gripunum viðtöku, sýna þá, sjá um örugga vörzlu þeirra og skil“, og loks fela flotamálaráðherran- um að vísa á eitt eða fleiri herskip, er önnuðust flutning þeirra gripa, er óskað væri eftir.3 Það var með tilvitnunum til þessarar ályktunar, að John W. Foster utanríkisráðherra sneri sér fyrir meðalgöngu ameríska sendiherrans í Danmörku, Clarks E. Carr, til dönsku ríkisstjórnar- innar. Foster segir m.a. í bréfi sínu til hans: „Oss skilst, að í safninu (Museum) í Kaupmannahöfn séu frumrit þeirra íslenzku sagna, sem á er reist sú staðhæfing, að norrænir menn hafi fundið Ameríku. Sögur þessar nefnast „Codex Flalogenis". Oss skilst jafnframt, að útvega megi sögur þessar með umsókn til forstöðumanns safnsins. Yður er því falið að sernja slíka umsókn og heimilt að segja, að Bandaríkjastjórn rneti samvinnu um þetta mál mjög mikils." Carr varð við þessu í bréfi til Reedtz-Thotts utanríkisráðherra 12. september, þar sem hann vitnar í fyrrgreindar línur í bréfi 3 Frásögnin hér á eftir er að mestu reist á gögnum úr Ríkisskjalasafninu og Kontmgsbók- hlöðu í Kaupmannahöfn. Skammstafanir um þessi gögn eru: KB/JS = Det kongelige Biblioteksarhiv,Journalsager, nyere rk., nr. 1582. RA/KM = Rigsarkivet, Ministerietfor Kirke- og Undervisningsvœsenet, 3. Kontor,]. nr. 739/92. RA/UM = Rigsarkivet, Udenrigsministeriet 1857-1909: J. nr. B 4983. — Hinn prentaði texti ályktunarinnar liggur með málinu í RA/KM.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.