Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 8
8 ERIK PETERSEN Fosters og gerir grein fyrir þeini öryggisráðstöfunum, er fylgt verði samkvæmt þeim.1 Utanríkisráðuneytið sendi erindið ásamt bréfi 19. september áfram til kirkju- og menntamálaráðuneytisins, er að lokum lagði það 5. október fyrir yfirbókavörð Konungsbók- lilöðu með tilmælum um „þóknanlega umsögn um það, hve ráðlegt sé að lána úr hinni stóru Konungsbókhlöðu umrætt verk“. Embættismaður menntamálaráðuneytisins var ekki betur með á nótunum né fróðari en svo, að hann endurtók villur þær, er voru í amerísku umsókninni varðandi handritið, þar á rneðal hið afbak- aða nafn „Codex Flalogenis“, og kvaðst ennfremur „eftir mála- vöxtum ... vera neyddur til að biðja um svar yðar svo fljótt sem kostur er“.4 5 6 Chr. Bruuri var ekki í vafa um, hvernig taka bæri á þessu máli, og sendi ráðuneytinu þegar daginn eftir svar sitt. Eftir stutta greinargerð um sögu handritsins, efni þess og gildi segir svo m.a.: „Af því sem sagt hefur verið, má ljóst vera, að Flateyjarbók er hið merkasta handrit og verður talið meðal frægustu íslenzku handrit- anna og það því skylda að varðveita það bæði gagnvart Danmörku, sem á það, og Islandi, þar sem það var samið og skrifað, og Noregi, en efni þess fjallar í svo ríkum mæli um sögu þess lands. Eg sá því til þess, að Flateyjarbók yrði meðal þeirra handrita, er flutt skyldu á tryggan stað, þegar lá við eldsvoða fyrir 8 árum í Kristjánsborgar- höll, ef Konungsbókhlöðu stafaði hætta af honum. Eg get einungis dregið þá ályktun af þessurn ástæðum, að óverjandi sé að sleppa Codex Flateyensis úr landi, og ræð þess vegna eindregið gegn því, að orðið verði við tilmælum Bandaríkja- stjórnar um lán á handritinu til Chicago-sýningarinnar.“B Bruun bendir einnig á, að handritið sé til í útgáfu Guðbrands Vigfússonar og Ungers, og vekur athygli ráðuneytisins á því, að þeir kaflar handritsins, er lúti að fundi Ameríku, séu birtir í ágætri Ijósprentun, er Ameríkumaðurinn Arthur Middleton Reeves ann- aðist.7 Líklegt er, að Bruun hafi verið viðbúinn þessari fyrirspurn frá ráðuneytinu og því getað svarað henni svo snarlega; hann komizt á 4 Frumrit í RA/L’M; aí'rit í RA/KM. Allur textinn hefur greinilega ekki veriö sendur Bruun; í KB/JS er ein blaðsíða með útdrætti „Af den amerikanske Legations Skrivelse", sem Bruun hefur gert og dagsettur er 11.1.1893. 5 KB/JS 5.10.1892. 6 RA/KM 6.10.1892. 7 The Finding of Wineland the Good. Thc Histort of the Icelandic Discovery of Amenca. London 1890.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.