Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 10
10 ERIK PETERSEN bréfi til ráðuneytisins 6. desember reynir hann að takmarka útlánið og nefnir m.a. þá lausn að losa urn þær arkir handritsins, sem frásagnir af Vínlandsferðunum standa á, og senda þær einungis. I öðru lagi nefnir hann þann kost að senda aðeins fyrra bindi handritsins yfir Atlantshafið, „atriði, sem verður ekki svarað af bókasafnsins hálfu, og leyfi ég mér að vænta úrskurðar ráðu- neytisins í því efni“. Hann ætlar ríkisstjórninni einnig að taka afstöðu til tilboðsins um flutning handritsins með amerísku her- skipi. Um það atriði kveðst hann aðeins vilja segja, að „ég er vant við korninn að svara til um það í nafni safnsins, og ég tel formlega réttara, að ríkisstjórnin kveði upp úr um það, hvernig því skuli svarað." Bruun virðist að nokkru lýsa vonbrigðum sínum með þessari tilvísan til formsatriða í máli, er enn alllanga hríð átti eftir að valda honum einskærri mæðu. Um tilhögun lánsins gerir Bruun svofellda tillögu: Smíðuð verði fögur og fægð eikartrékista undir handritið með gylltri áletran, eða eins og Bruun leggur til: Propriety of the Kingdom of Denmark [Eign danska konungdæm- isins], ogá henni verði „konungsröð og kóróna“ Kristjáns konungs níunda. Kistan verði flutt úr bókasafninu í kirkju- og menntamála- ráðuneytið, er sendi það áfram utanríkisráðuneytinu, er afliendi það loks ameríska sendiherranum gegn viðeigandi kvittun og skriflegri yfirlýsingu hans um, að vakað verði yfir handritinu og því skilað ósködduðu til baka, jafnframt því sem hann afhendi tryggingarskírteini upp á 20 þúsund dali, eða samsvarandi trygg- ingu frá amerísku stjórninni. Þegar sendiherrann hefur gengið úr skugga um, að Flateyjarbók sé í kistunni, skal léreftspokinn utan um kistuna innsiglaður með embættisinnsigli sendiherrans, kistu- lykillinn síðan settur í umslag, er einnig verði innsiglað, og hann sendur til sama staðar og handritið í hinum innsigluðu umbúðum. Bruun kveður að lokum á um það, hversu með handritið skuli farið, rneðan á sýningunni standi: Það skal haft undir gleri og stoðir settar við það, svo að bandið laskist ekki. „Ekki má leyfa skoðendum að handleika handritið", og ekki má hafa of sterka birtu á því. Að lokurn nefnir hann atriði, er kemur ögn á óvart, þegar litið er á það slit og þá aukaáhættu, er því gat fylgt: „Á hverju kvöldi, þegar sýningunni er lokað, skal handritið tekið af sýningar- staðnum og geymt um nóttina í eldtraustum járnskáp, sem hafður skal á öruggum stað, er engir óviðkomandi hafi aðgang að.“10 10 RA/KM 6.12.1892.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.