Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 18
18 ERIK PETERSEN gremju í skrifum Bruuns, var hér um að ræða málefnalega og vandaða umræðu, þar sem fram komu sjónarmið, er höfðu gildi út yfir hið tímabundna tilefni. Höfuðborgir gömlu bræðraþjóðanna í konungdæminu skiptust óhindrað á skoðunum, meira á móti en með, og það með hraða, er stingur í stúf við stjórnmálalegu skiptin milli Bandaríkjanna og Danmerkur og málarekstur milli utanrík- isráðuneytisins og kirkju- og menntamálaráðuneytisins. Spurningin um lán á Flateyjarbók hafði eðli málsins samkvæmt verið frá upphafi stjórnmálaleg, en hvorki menntamálaráðherra né aðrir ráðherrar höfðu tekið þátt í hinni opinberu umræðu. I fjórðu viku þessa máls, þegar mest gekk á, neyddist stjórnin þó til að verja þá ákvörðun sína að lána handritið, þar sem málinu var hreyft á þjóðþinginu. Það \ ar enginn minni en fyrirrennari Goos sem menntamálaráðherra, Jacob Scavenius, sem í 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir 1893-94 kvaddi sér hljóðs um málið í umræðunni 23. janúar 1893. Þótt hann vissi vel, að málið væri óviðkomandi dagskrárefninu, bað hann forseta um leyfí til að lýsa viðhorfi sínu: „Við sjáum jú í blöðunum, að til stendur að senda með viðhöfn og sæmd á Chicagosýninguna eitt af merkilegustu verkunum í fórum Konungsbókhlöðu, gamalt íslenzkt handrit, sem kallað er Flateyjarbók. Eg get ekki varizt að lýsa vanþóknun minni á, að ríkisstjórnin skuli hafa hlutazt til urn þetta. Það getur ekki verið af neinni vísindalegri ástæðu. Urn vísindalega rannsókn þar vestra getur ekki verið að ræða. Það er einungis af einskærri hégóma- dýrð, að menn í Ameríku óska eftir því að fá þessa bók til sín og setja hana þar í glerskáp, svo að unnt sé að virða hana fyrir sér utan frá. Vilji amerískir fræðimenn rannsaka hana, geta þeir komið hingað, en að senda hana yfrum til þeirra er einungis til þess að fullnægja þeirra hégómadýrð og e.t.v. vorri einnig." Scavenius getur um, hve óbætanlegt verkið sé og hinar víðtæku varúðarráðstafanir ófullnægjandi. Engin trygging sé og fyrir því, að amerísku herskipin geti ekki sokkið, og hann heldur áfram: „Ef einnig verður nú danskur maður með í förum,2J sem ætlað sé sérstaklega að gæta bókarinnar, getur hann ei alltaf vakað yfir henni, varla fengið rúm sitt sett upp við hliðina á sýningarskápn- um, svo að verkinu er þar fyrir handan hætta búin jafnt af eldi sem þjófshendi.“ 24 Scavenius gat að svo stöddu ekki vitað, að ráðuneytið hafði að lokum þennan sama dag staðfest, að það var íslendingur, er fvlgja skyldi handritinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.