Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 30

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 30
30 L'M CHICAGOFÖR Ritstjóri Þjóðófs tók grein þessa upp í blað sitt 29. apríl 1893 og fylgir henni eftir, segir þá m.a.: ..Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, að landshöfðingi hafi fengið áskoranir frá 4 sýslunefndum (Árnesinga, Borgfirðinga, Húnvetninga og Skagfirðinga) um að veita séra Matth. styrk til fararinnar vestur, og nú er þess getið í „Stefni" 1. þ.m., að sýslunefnd Eyfirðinga hafi beint þeirri fyrirspurn til landshöíðingja, hvort hann sæi sér ekki fært að veita fé til fararinnar í tæka tíð upp á væntanlegt samþykki alþingis. Ennfremur skal þess getið, að hinn fyrrv. ritstjóri „Norðurljóssins", hr. Friðbj. Steinsson, hefur sent oss íslenzka þýðingu af tilboðinu til séra Matthíasar, ritað af S. Bassett forseta þjóðfræðanefndarinnar í Chicago, og er þar skýrt tekið fram, að hann sé valinn í aðstoðarnefndina (Auxiliary Committee) samkvæmt vísbendingu R. B. Anderson, og óskar forsetinn, að séra Matth. sæki þingþetta, ef mögulegt sé, enda verði kostað kapps um, að þetta allsherjarmót megi verða sem merkilegast o.s.frv. Skyldi það rýra nokkuð gildi tilboðs þessa, þótt R. B. Anderson, sem er kunningi séra Matth., hafi bent nefndarforsetanum á hann? Tilboðið er ekki frá Anderson, heldur frá forsetanum, sem eflaust er ekki neitt persónulega kunnugur séra Matth. Og landstjórnin hefur enga ástæðu til að lýsa það öldungis ómerkt, þótt það liafi ekki gengið gegnurn greipar hennar. Það er bara fyrirsláttur sér til afsökunar, eins og vér höfum oft tekið fram. Það væri hægðarleikur fyrir þingmenn þegar í byrjun þings að sam- þykkja fjárveitingu til séra Matth. með sérstöku ákvæði til að losa land- stjórnina úr öllum vanda, enda kernur það að líkindum til umtals. Sýningin stendur fram á haust, svo að það er nógur tími fyrir séra Matth. að fara vestur í júlí. Það er ekki bráðnauðsynlegt, hvort sem er, að hann sé þar allan sýningartímann. Þá verður og kostnaðurinn minni við förina." R. B. Anderson, sem nefndur er í greininni, var Rasrnus B. Anderson prófessor í Madison, Wisconsin, mikill vinur Islend- inga, er safnað hafði bókum í vesturríkjunum á sínum tíma til að senda hingað heim að gjöf á þúsund ára afmæli íslandsbyggðar 1874. Hann var í bréfasambandi við sr. Matthías og það eflaust átt sinn þátt í, að hann benti á skáldið sem heppilegan íslenzkan fulltrúa í þjóðfræðanefnd þá, er gekkst fyrir ráðstefnu á heimssýn- ingunni. Meðan Islendingar hér heima þráttuðu um þetta mál, tóku sjö landar vorir vestan hafs til sinna ráða og rituðu Jóni Ólafssyni ritstjóra svohljóðandi bréf 14. febrúar 1893, er birt var í blaðinu Heimskringlu 15. febrúar 1893. „Eins og kunnugt er af blöðunum, hefir þjóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni verið sýndur sá sómi, að honum hefir verið boðið að mæta á Chicago-sýningunni sem fulltrúa af íslands hendi. Með þessu er þjóðerni vort heiðrað í persónu skáldsins, ogþar sem séra M. J. vitanlega hefir engin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.