Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 42
42 JÓN KJÆRNESTED verið af því að hugurinn liafi ekki opt sveimað til þín. Og opt hefir mig langað til, síðan ég kom austur í sumar, að við hefðum \ erið nær hver öðrum. Mér leið ekki sem hest, þegar ég skildi við nýlenduna ykkar þarna vestra; og hefir mér ekki í annan tíma liðið ver; með því ég var hvergi nærri hress um þær mundir, ekki búinn að ná mér eptir undanfarandi lasleik, fíngurmarið og handarmeinið, sent ég hafði við að stríða. En reyndi þó að bera harm minn í hljóði og láta hera sem minnst á tilfínningum mínum. Batnaði lítið þegar austur kom, því útlit var þá hér mjög slæmt, og menn gengu tugum saman vinnulausir. Sarnt leið ekki á löngu þar til ég fékk smíðavinnu, sem ég hélt stöðugt fram í nóvembermánaðarlok og með slitrum eptir það fram yfir jól. Svo að betur raktist frarn úr öllu en í fyrstu áhorfðist. Og má mér og mínum heita líða vel. Og ég hinn hressasti og í glöðu skapi. Konunni var ég búinn að skrifa, að mig langaði til að vinna hér fram eptir haustinu og koma svo vestur. En vildi þó ekki aftaka það að hún kæmi, ef henni svo sýndist, undir þeim kringumstæðum sem hún og við vorum. Þakka ég innilega þér og þínum fyrir framkomu ykkar við hana og börnin eptir að ég fór. Hvernig ég hugsa að koma mér framvegis fyrir, get ég enn varla skrifað þér. Vestrið er of langt í burtu, Winnipeg of útdráttarsöm, og í Nýja íslandi veit ég ekkert hvernig ég mundi una mér. En getur þó verið að ég skreppi þangað til að sjá mig þar um. Verð ég að fela framtíðinni í hendur það sem á dagana á að drífa! Ýmislegt gætum við nú haft til að masa um, ef við værum nær hver öðrum. En þegar ég nú fer að rita þér, veit ég varla á hverju ég á helst að grípa. Andlega lífið hér í bænum líkt og það var, og flokkarígurinn engu minni. Hver þumbast sér. Kristin okkar hefí ég ekki enn séð og ekki taflkappann Magnús Smith. En sagt er, að hann sé ekki mikill fyrir mann að sjá. Og nefndur Magnús mállausi annar, því hann kve vera rnjög fámálugur. Hann kve stunda skósmíði. Sigurður Júlíus vann hér við kjallaragröft í sumar, en nú á að fara að dubba hann upp fyrir prest, og hafði síra Clemens komið honum á framfæri. Kristján okkar Asgeir vinnur að eins við Hkr., þegar Baldwin er kominn í ótíma með að hafa í blaðið, en er svo sagt upp vinnu rétt þegar verkast vill. Á hann held ég fremur erfitt uppdráttar, og ekki held ég hann hugsi fyrst um sinn til að koma nýrri skáldsögu á prent. Séra Bjarni messar í Tjaldbúðinni, og svo messaði hér í haust séra Jón Jónsson nýkominn að heiman,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.