Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 47
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
47
Jón Kjærnested.
fslenska bókasafnið við Manitobaháskóla léði myndina.
séð ljóðapésa Sigurðar Júlíusar og Gests Jóhannessonar, þá
minnstu á þau við mig. Hvernig leggst í þig með útgáfu Gests
heitins Pálssonar?
Ekki gengur mér vel að koma út ritgerðum Frímanns. Fékk ég
card frá honum í haust.
Þegar umhægist hjá mér, lofa ég betra bréfi. Hlífstu ekki við að
spyrja mig hvers sem þú vilt.
Með bestu óskum. Þinn
Jón Kérnested.
Athugasemdir og skýringar: Bréf Jóns er dagsett 4. mars 1900, en hann þakkar Stephani
fyrir bréf dagsett 10. febrúar [19011 og hlýtur ársetning Jóns að vera röng. Þá er ég nú
kominn frá Winnipeg\ „Herra Jón Kjærnested frá Tindastóll í Alberta kom til Winnipeg á
íslendingadaginn, eftir rúma eins árs dvöl í nýlendu íslendinga í Red Deer. Mr. Kjærnested
hefir fjölskyldu sína enn þá þar vestra. Ekki kveðst hann enn þá ráðinn í því hve lengi hann
dvelji hér í bænum, og mjög ber hann Albertingum vel söguna, segir þeim líði vel og eigi
góða framtíð fyrir höndum þar vestra," Heimskringla 9. ágúst 1900, bls. 4. kvæðin | hér á Jón
við fjögur kvæði sem birtust í Heimskringlu 24. desember 1900, bls. 6: „Jólakveðja til
Stephans G. Stephanssonar," „Sveitasæla," „Smástirni," og „Undir snjónum." ritdóminn \ hér
er átt við ritdóm Friðriks J. Bergmanns um Á ferð og flugi í Aldamótum 10 (1990), bls.
151-157.Jóhann minn Björnsson \ (1856-1942), um hríð póstafgreiðslumaður við Tindastól.
Tengdafaðir minn \ Jón Jónsson (Jón Strong) frá Strönd við Mývatn í Þingeyjarsýslu. Og nú
hefiégfengið bréffráþérslðan \ hér er átt við bréf Stephans dagsett 26. febrúar 1901. Munda\