Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 49
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR 49 við mig hér á láglendinu, og lítið útsýni er hér í skóginum. Mikil prýði er þó að vatninu. Með því ég hefi verið að koma mér fyrir og haft í mörgu að snúast, hefir dregist hjá mér að skrifa þér og öðrum og ég þannig látið andlegu störfin sitja á hakanum. Þykir mönnum, að ég hafi konrið niiklu í verk á stuttum tíma. Ekki er járnbrautin enn kornin á hér niður að vatninu, en verið er stöðugt að vinna að henni, og búist er við að hún verði fullgerð í haust. Sett voru upp hér í vor nokkur hús af járnbrautarfélaginu, og vann ég að þeim rúman mánaðartíma. Þar á rneðal var skemmtihöll um 150 á lengd og unr 80 fet á breidd og all-langt „sædvok“ nreðfram vatnsströndinni. En hitt eru íveruhús, senr leigð eru ríku fólki, er kemur sér til hressingar niður að vatninu um hitatímann og er nú farið að lifa í þeinr. Vætusanrt hefir verið hér nokkuð upp á síðkastið og vatnið staðið óvanalega hátt í allt sunrar, svo að þeir senr flæðilönd hafa geta lítið sem ekkert heyjað á þeim. Kunningjana í kring veit ég lítið um. Eg hef vanrækt að rita þeinr eins og þér. En svo þarf ég nú að fara að sjá hvernig þeim líður og forvitnast eitthvað um þá og svara bréfum. Verðlaunakvæði Winnipegmanna sé ég að Hannes Blöndal hefir unnið. Hverjir þreytt hafa fleiri veit ég ekki unr. Ekki reyndi ég mig. Var ég hálfvegis að búast við þér á Islendingadaginn. Annars sá ég að allt aðrir voru í nefndinni nú en í fyrrasunrar voru. Ekki bjóst ég við að þú færir að þreyta þig yið kvæði fyrir verðlaunum þeim sem þeir buðu. Kristján okkar Ásgeir farinn að hanrast við ljóðin. Sýnist mér á prógramminu að ekkert sérlegt hafi verið við daginn. Blað Sigurðar Júlíusar, Dagskrá önnur, sá ég á „Freyju“ að er skriðið úr hreiðrinu, en hefi eigi enn séð blaðið sjálft. Hann kve, eins og postulinn Páll, vinna að tjaldasaum í Winnipeg. Thompson liggur í því dúnalogni norðan við Ginrli, að ég heyri ekkert á honunr bæra. Unr kirkjuþingsleytið settu Únítarar hér lás fyrir kirkjuna á Gimli og enskan bergrisa við, svo til ryskinga horfði og áfloga, en sem „fyrir náð heilags anda“ útkljáðist á friðsamlegan hátt. Þú verður nú svo að fyrirgefa rispið, kæri vin, og hefi ég verið að flýta mér, því ég hefi enn orðið seinn fyrir að skrifa. Þetta risp er nóg til þess, að þú getir séð, að ég er tórandi og heill á hófi. Biðjum við Svafa ástúðlega að heilsa. Munda rispaði ég seinnipartinn í vetur og vona það hafi komið til skila. Þætti mér gaman að fá línu 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.