Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 55
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR 55 Bið ég og við öll hér ösköp vel að heilsa öllum þínum, konu, börnum, og móður, og óskum þér og þínurn hvívetna hins besta. Þinn með vinsemd Jón Kjærnested. Athugasemdir og skýringar: það eru liðin um tvö ár síðan þú skrifaðir mér\ hér er átt við bréf Stephans dagsetld. febrúar 1902. tengdamóðirmín \ Helga Davíðsdóttir. M6ðirmín \ Rannveig Magnúsdóttir. „tamrak“ \ tamarack (mýralerki). Elái hefi ég enn komist eptir, hver þessi „11“ var, sem „berja varásittlœr" íDagskrá\ hér er átt við grein, „Úr fjarlægð," eftir „H." í Dagskrá II nr. 17, 28. janúar 1902, bls. 3. íKringlu\ Heimskringlu. í Skrána\ í Dagshrá, alþýðlegu vikublaði, 1-2, Winnipeg 1901-1903. Jón Einarsson\ (1862-1935). Húnfords\ Jónasar Jónssonar Húnfords (1856-1942), nágranna Stephans. dofringinnl dofninginn? afkastalítill maður. oo Winnipeg Beach, Man., 5. júní 1904. Stephan minn góður. Það fór eins og mig grunaði, að þú settir mig í gapastokkinn; með öðrum orðum, refsaðir mér með bréfleysi eptir allan dráttinn hjá mér að rispa þér línu. En svo er ég eins og góðu börnin sem kyssa á vöndinn. Hitt er ég ekki viss um, vinur, hvort þú hefir nokkurntíma fengið þetta góða bréf, sem ég er nú að segja, að þú sért að refsa mér fyrir. Rispa ég því þessar línur, sem þú getur séð af öllum frágangi á, að eru í flaustri gjörðar. Síðan ég flutti mig á land mitt, er eins og allur skrambinn kalli að mér, svo ég hefi aldrei tíma til neinna útúrdúra fyrir sjálfan mig, þig og aðra góðvini mína í öðrum heimi en þessum veraldlega. Og hvort ég held það lengi út veit ég ekki. Með þessum línum fer af stað ofurlítil sending til ykkar Regínu, bréfkassi, sem inniheldur þessa hluti: Smjördisk, pipar- og saltker, og ilmvatnsglas (frá Helgu litlu til frænku sinnar). Hinir hlutirnir eru frá okkur Svöfu, og eru þeir keyptir fyrir að vera úr ekta silfri. En því miður gátum við ekki í þetta sinn látið smjörhníf fylgja, gátum ekki fengið hann í hasti. Væri okkur kært að fá að vita sem fyrst, hvort þessir litlu hlutir komast með góðum skilum. Með bestu óskum, Jón Kjærnested. Athugasemdir og skýringar: Þetta bréf er ekki í Landsbókasafni; aðeins drög til þess hafa varðveist og eru þau í bókasafninu við Manitobaháskóla. Regínu\Jónsdóttur Strong, systur Svöfu Strong og tengdadóttur Stephans. oo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.