Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Qupperneq 55
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
55
Bið ég og við öll hér ösköp vel að heilsa öllum þínum, konu,
börnum, og móður, og óskum þér og þínurn hvívetna hins besta.
Þinn með vinsemd
Jón Kjærnested.
Athugasemdir og skýringar: það eru liðin um tvö ár síðan þú skrifaðir mér\ hér er átt við bréf
Stephans dagsetld. febrúar 1902. tengdamóðirmín \ Helga Davíðsdóttir. M6ðirmín \ Rannveig
Magnúsdóttir. „tamrak“ \ tamarack (mýralerki). Elái hefi ég enn komist eptir, hver þessi „11“ var,
sem „berja varásittlœr" íDagskrá\ hér er átt við grein, „Úr fjarlægð," eftir „H." í Dagskrá II nr.
17, 28. janúar 1902, bls. 3. íKringlu\ Heimskringlu. í Skrána\ í Dagshrá, alþýðlegu vikublaði,
1-2, Winnipeg 1901-1903. Jón Einarsson\ (1862-1935). Húnfords\ Jónasar Jónssonar
Húnfords (1856-1942), nágranna Stephans. dofringinnl dofninginn? afkastalítill maður.
oo
Winnipeg Beach, Man., 5. júní 1904.
Stephan minn góður.
Það fór eins og mig grunaði, að þú settir mig í gapastokkinn;
með öðrum orðum, refsaðir mér með bréfleysi eptir allan dráttinn
hjá mér að rispa þér línu. En svo er ég eins og góðu börnin sem
kyssa á vöndinn. Hitt er ég ekki viss um, vinur, hvort þú hefir
nokkurntíma fengið þetta góða bréf, sem ég er nú að segja, að þú
sért að refsa mér fyrir. Rispa ég því þessar línur, sem þú getur séð
af öllum frágangi á, að eru í flaustri gjörðar. Síðan ég flutti mig á
land mitt, er eins og allur skrambinn kalli að mér, svo ég hefi aldrei
tíma til neinna útúrdúra fyrir sjálfan mig, þig og aðra góðvini mína
í öðrum heimi en þessum veraldlega. Og hvort ég held það lengi út
veit ég ekki.
Með þessum línum fer af stað ofurlítil sending til ykkar Regínu,
bréfkassi, sem inniheldur þessa hluti: Smjördisk, pipar- og saltker,
og ilmvatnsglas (frá Helgu litlu til frænku sinnar). Hinir hlutirnir
eru frá okkur Svöfu, og eru þeir keyptir fyrir að vera úr ekta silfri.
En því miður gátum við ekki í þetta sinn látið smjörhníf fylgja,
gátum ekki fengið hann í hasti. Væri okkur kært að fá að vita sem
fyrst, hvort þessir litlu hlutir komast með góðum skilum.
Með bestu óskum,
Jón Kjærnested.
Athugasemdir og skýringar: Þetta bréf er ekki í Landsbókasafni; aðeins drög til þess hafa
varðveist og eru þau í bókasafninu við Manitobaháskóla. Regínu\Jónsdóttur Strong, systur
Svöfu Strong og tengdadóttur Stephans.
oo