Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 57
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
57
hefir hér verið snjólaust alll fram að þessu og umferð á sleðurn því
engin þar til fyrir fáum dögum.
Freyju-móður, Margréti, rispaði églínur fyrir nokkrum dögum.
Lagði ég þar með rúnir til þín, hvað sent hún gerir við þær. Nefni
ég þar, að ég „risti þér rúnir“, með því ég veit ekki, hvað verður
gert úr þeim, og eiga þær þó að endurtaka skoðun mína á þér, að
þú sért mesta og besta skáldið vestanhafs og þó lengra sé leitað. Og
þó þú sért fyrir löngu búinn að ávinna þér verðugt lof, fannst mér
ekkert á móti að lofa þessurn erindum að flakka og undirtaka með
öðrum.
Að fann ég létta feril rninn
fjörið vængja þinna.
Og má svo liver sprikla með það eins og hann vill. En af þinni hálfu
óttast ég engin vandræði. Þeirn sem þykir nóg komið um þig geta
breytt til og sungið öðrum.
Með kveðskapinn hjá mér hefir þú séð að ekki blæs framar en
vant er. Hvergi er mín getið. Samt bað Heimskringla ntig um
mynd og kvæði. Svo ég má lofa guð fyrir að „komast upp á hornið“
í Kringlu, eins og Gröndal forðum í Þjóðólfi. Sé ég hálfvegis eftir
að láta hana hafa mynd af mér, að tylla mér svo hátt. Og kvæðið
kvíð ég fyrir að sjá á prenti. Hefði ég átt að hafa það um annað efni
og betra! En til þess hafði ég ekki tíma að leita né gáfur! Svo standa
nú sakir hjá mér!
Hvað þú segir um allt þetta, kæri vin, hefir þú til að rita mér línu
um svona við tækifæri, og bendingar frá þér væri mér kært að
heyra. Hefir mér stundum dottið í hug að hætta við rírnið —
steinþagna — en óðara en mig varir, er baga farin að myndast, og
verður mér þá fyrir að setja hana á pappír, og svo flækist hún í
blöðin og þar sér hana enginn!
Með kærri kveðju frá okkur hér og óskum alls góðs í þinn garð
og þinna.
Vinsamlegast,
Jón Kjærnested.
Athugasemdir og skýringar: Pökkfyrir bréf meðtekið ígœrkveldi\ hér á Jón við bréf Stephans
dagsett 28. nóvember 1904. „fence-“\grindverk, girðing. „pósta'‘| posts (stólpar). Lagðiégþar
með rúnir til þín \ hér er átt við kvæðið „Málrúnir. Til Stephans G. Stephanssonar" í Freyju
VII:5 (1904), bls. 123-124. Samt bað Heimskringla mig um mynd ogkvœði\ mvndin og kvæðið
(„Jólanótf') birtust í grein, „fslenzk skáld í Vesturheimi — mvndir æfisögur og skáldskapar
sýnishorn," í Heimskringlu 22. desember 1904, bls. 1 og 6. Gröndcd\ Benedikt Gröndal
(1826-1907).
oo