Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 62

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 62
62 JÓN KJÆRNESTED Þetta held ég verði nú allt og sumt, sem ég rispa þér núna. Ætla ekkert að minnast á það, sem liðið er. Þar er sumt svo viðkvæmt. Og þar hefir mér fundist þögnin best eiga við. Tek því líðandi stund, eins og hún gefst. Allt hér er fremur dauft og dýrt. Hver hefir nóg með sig. Allmargir af enskum mönnum farið úr þessu byggðarlagi í stríðið og svo nokkrir landar, þó þeir hafi verið færri. Systursonur rninn nýfallinn, Friðfinnur Jóhannsson, barnungur og mannvænlegur. Kristján bróðir minn þegar gróinn sára sinna á Englandi eftir að hafa verið yfir tvö ár á vígvelli. Stjórnarbyltinguna í Rússlandi hefir þú séð um í blöðunum — og svo hjá Kringlunni! Brýt svo í blað og bið fyrirgefningar. Með alúðarfyllstu kveðju til þín og þinna og þökk fyrir allt gott og gamalt. Virðingarfyllst, Jón Kernested. Athugasemdii' og skýringar: Dómarastörfin | Jón var friðdómari í 21 ár. Jóhann okkar á Tindastól\ Jóhann Björnsson. Einar Hjörleifsson, nú Kvaran\ (1850-1938), höfundur og ritstjóri ýmissa blaða, fyrst í Winnipeg (Heimskringlu, Lögbergs), síðan í Reykjavík og á Akureyri, lengst ísafoldar, 1895-1901 og 1909. Dr. Guðm. Finnbogason\ (1873-1944), prófessor við Háskóla fslands 1918-1924 og landsbókavörður 1924-1943. Kamban \ Gtiðmundur Kamban (1888-1945). oo Winnipeg Beach, Man., 4. jan. 1922. Stephán minn góður. Þar sem árið er nú að byrja, fínnst mér ég þurfi að taka rögg á mig og pára þér nokkur orð svona til að óska þér gleðilegs árs og þakka þér fyrir gamlar stundir. En svo kannské finnist þér þessar línur komi eins og skollinn úr sauðarleggnum, því svo langt er nú orðið síðan, að þú hefir fengið miða frá mér. Hvað sem því líður, ætla ég þó að láta þessar línur fjúka og vona, að þær hitti þig heilan á húfí og nokkuð líkan því, sem þú áttir að þér að vera, þegar við vorum nær hver öðrum, nema hvað árin hafa færst yfir — og það okkur báða. Þess svo að geta, að okkur hér líður vel; erum við góða heilsu og höfum notið góðviðris í vetur og njótum þess enn; er það munur en á kuldanum, sem oft er um þetta leyti. Snjór ekki meiri en svo, að sleðafæri er að eins. Yfirleitt kyrrlátt og hver að sínu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.