Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 65
Skrá um handskrifuð blöð
í Landsbókasafni íslands
Eiríkur Þormóðsson tóksaman
Skrá sú er hér fer á eftir tekur til þeirra handskrifuðu blaða sem
varðveitt eru í handritadeild Landsbókasafns og skráð hafa verið
— annarra en þeirra sem gefin voru út í Menntaskólanum í
Reykjavík (áður Lærða skólanum). Heimir Þorleifsson hefur
þegar gert skil Skinfaxa (árin 1898-1924), blaði Framtíðarinnar,
málfundafélags skólans, og þeim bekkjarblöðum úr skólanum,
sem send voru félaginu 1883-1902.1 Þessi blöð eru þorri þeirra
blaða skólans sem varðveitt eru í handritadeild. Blöð í handrita-
deildinni sem bafa ekki enn hlotið númer bíða skrár enn um sinn.
Á síðustu mánuðum ársins 1973 og í upphafi árs 1974 spjallaði
Grímur M. Helgason, þáverandi forstöðumaður handritadeildar-
innar, við hlustendur Ríkisútvarpsins um handskrifuð sveitarblöð
í nokkrum þáttum sem hann nefndi „Haldið til haga“ og voru liður
á kvöldvöku útvarpsins. Þá kallaði Grímur eftir handskrifuðum
blöðum, ef einhverjir ættu eða vissu til, og mun það einhvern
árangur hafa borið.
Á prenti segir á stangli frá handskrifuðum sveitarblöðum en
helst er að nefna: Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga
og Jón á Gautlöndum, Rvík 1977, bls. 362-365 (að miklu leyti um
blöð í Mývatnssveit); Arnór Sigurjónsson, Jón Stefánsson. Rithöf-
undurinn Þorgils gjallandi, Rvík 1945, bls. 40-48 (um blöð í Mý-
vatnssveit); Bergsveinn Skúlason, Bréf og bögglar, Rvík 1977, bls.
90-94. Þá má nefna að sr. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi í
Dýrafirði segir m.a. frá blaðaútgáfu í Kaupangssveit í Eyjafirði á
níunda áratug síðustu aldar í jólablaði Dags 1946, bls. 14-15 og
1 Heimir Þorleifsson, Aldarsaga Framtíðarinnar, forsetatal og heimildir í Landsbóka-
safni, Skinfaxi, blað málfundafélagsins Framtíðarinnar, afmælisútgáfa 1983, bls. 66-67.
5