Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Qupperneq 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Qupperneq 67
í LANDSBÓKASAFNI ÍSLANDS 67 þrautir, kveðskapur og sögur, þýddar og frumsamdar. Almennar fréttir, innlendar eða erlendar, er vart eða ekki að finna í blöðun- um, en hins vegar má þar iðulega sjá auglýsingar, oft um funda- höld eða einhvern varning sem boðinn er til sölu eða óskað er eftir til kaups. I sveitarblöðunum skiptust menn einatt á skoðunum urn ýrnis málefni sveitarinnar, líkt og í dagblöðum nú á dögum, enda hefur verið sagt að þau hafi verið „eins konar opin sendibréf milli manna í litlu samfélagi innan ákveðinna landfræðilegra marka,“3 og „oft athyglisverður milliliður milli bréfanna og prentuðu blaðanna.“J Yfirleitt er blöðunum fylgt úr hlaði með ávarpi ritstjóra til sveitunga, þar sem hvatt er til skrifa og stefna blaðsins sett fram. Eru í þessum ávarpsorðum oft uppástungur um þau efni sem um skal fjalla og geta þau að sjálfsögðu verið mismunandi eftir sveitum. Hér skal nú gripið niður í ein slík ávarpsorð í sveitarblaði úr Kirkjubólshreppi í Strandasýslu og má vel skoða þau sem allgóða hnotskurn þess sem í blöðunum birtist almennt þótt ýmsu mætti við auka. Jeg hefi nú um lengri tíma haft mikinn áhuga á því að gefið væri út hjá okkur hjer í hreppnum eitthvert blaðkríli, þar sem rætt væri um málefni þau er sveitarfjelagið varða að einhverju Ieyti og um leið hugsað fyrir því að skemta fólki með smávegis græskulausu gamni, sögum og ljóðmælum óprentuðum ef fengjust o.fl. ... Að sem flestir — karlar og konur, yngri og eldri vildu svo vel gjöra og senda mjer ritgjörðir, sögur og ljóðmæli óprentuð. Ritgjörðirnar ættu einkum að vera um þau atriði er sveitarfjelag okkar varðar, svo sem búnað, verslun, bókmenntir og sjerhvað annað sem til framfara og fjelagsskapar rnætti verða. Einnig skrítlur og meinlaust spaug ... Meðal margs annars sem jeg hugsað [sicj að ætti og mætti koma til umræðu og skýringar í „Gesti“, eru fjelagsskapur okkar og stofnanir, t.d. skólinn, sparisjóðurinn, legatið, búnaðarfjelagið, lestrarfjelagið, pöntun- arfjelagið ásamt söludeildinni o.s.frv.5 Ákaflega er misjafnt hve sveitarblöðin eru mikil að vöxtum, dæmi eru urn eina til tvær blaðsíður, einnig um 60-80 síður, en þorri þeirra er á bilinu 8-32 síður. En stærð og einkurn líftími blaðanna hefur auðvitað jafnan farið eftir iðni sveitarmanna því að „Ekkert sveitarblað er tilorðið vegna ritstjórnarinnar heldur vegna allra lesenda sinna“ eins og segir í 7. tbl. L árg. Hringjarans þegar verið er að hvetja lesendur til að leggja blaðinu til efni. Og þó að í 6. tbl. 1. árg. áöurnefnds Gests kveði við þann bjarta tón að 3 Bergsveinn Skúlason, Bréf og bögglar, Rvík 1977, bls. 93. 4 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Blöð ogblaðamenn 1773-1944, Rvík 1972, bls. 10. 5 Lbs. 1672, 4to, Gestur, 1. árg., 1. tbl., bls. 1,2 og4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.