Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 68
68
SKRÁ UM HANDSKRIFUÐ BLÖÐ
ritstjóra þyki „trúlegast að „Gestur“ verði á flakki flesta ef ekki alla
laugardaga til sumarmálanna, komi ekkert sjerlegt fyrir,“ þ\ í nóg
efni sé fyrir hendi af ýmsu tagi og margir hafi sent í hann
ritgjörðir, þá er annað uppi á teningnum í síðasta tbl. 2. árg. þar
sem ritstjórinn les sveitungum sínum pistilinn m.a. með þessum
orðum:
Það hefur farið langt fjærri óskum mínum og vonurn ineð það, að þið
sveitungar góðir sýnduð „Gesti“ mínum almennt þá velvild að senda
honum, eins og jeg beiddi ykkur í haust, ritgjörðir, sögur, kvæði eða
smælki til gagns eða gamans.
Hve feginn sem jeg hefði viljað hafa „Gest“ gagnlegri, fróðleiksfyllri, og
meira skemtandi en verið hefur, þá verð jeg að kannast við, og þykir engin
skömm, að jeg hefi ekki haft hæfileika til þess, svona að mestu einn míns
liðs.
Það er ykkur sjálfum að kenna mikið, ef hann hefur verið daufur og
tilbreytnislítill. ... Jeg bið „Gest“ að flytja þeim fáu sem sýnt hafa okkur þá
velvild að skrifa í blaðið kæra þökk mína, og að endingu bið jeg ykkur,
sveitungar mínir sameiginlega ... að fyrirgefa hve illa mjer hefur tekist að
uppfylla það loforð, sem jeg ljet „Gest" bera ykkur, að hann skyldi reyna að
verða ykkur til gagns og gamans í vetur.
Þið verðið að taka viljann fyrir verkið frá minni hendi, og það því fremur
sem sökin er að nokkru hjá ykkur sjálfum.
Síðan fáein kveðju- og þakkarorð til lesenda með ósk um
hagsæld á ókomnum tíma, líkt og amen hafi verið sett á eftir
efninu, a.m.k. er framhald af Gesti, hafi það eitthvað orðið, ekki til
í handritadeild Landsbókasafns. Og viðlíka endalok og ætla má að
hafi beðið Gests hafa vafalítið bundið enda á útgáfu margra
sveitarblaða, kall ritstjóra eftir efni hefur smám saman hætt að
bera árangur og hann ekki enst til að sjá blaðinu einn fyrir efni.
Hvorki er höfundi þessarar skrár kunnugt urn hvenær fyrst var
tekið til við að gefa út handskrifuð blöð né hvenær sú iðja lagðist
endanlega af. Vafasamt er líka að fundin verði einhlít skýring á
tilurð þeirra, en ekki er ólíklegt að fyrirmyndin hafi að einhverju
leyti a.m.k. verið blöð (og tímarit), íslensk og e.t.v. dönsk, sem um
þessar mundir voru farin að berast í sveitir.6 Fyrstu tíðindi af
handskrifuðum blöðum er að hafa frá Indriða Einarssyni rithöf-
undi og Stephani G. Stephanssyni skáldi, en hvorugur nefnir ártal.
Indriði segir frá því að þrír drengir í Glaumbæjar- og Víðimýrar-
sóknum í Skagafirði hafi tekið upp á því að gefa út sitt blaðið hver.
Rögnvaldur Bjarnarson, lengst af í Réttarholti í Blönduhlíð, var
6 Sbr. svipaðar hugmyndir í: Bergsveinn Skúlason, Bréf og bögglar, Rvík 1977, bls. 93, og
Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Rvík 1977, bls.
364.
j