Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 69
í LANDSBÓKASAFNI ÍSLANDS 69 einn þeirra, en ekki man Indriði hvað hans blað hét, Stephan gaf út Dalbúann og sjálfur gaf Indriði út Júlíus Cæsar.7 „Innan við fermingu var ég „ritstjóri" „Dalbúans", sem ég skipti á fyrir „Vestanfara" Sigurðar Jónssonar á Víðimýri og „Júlíus Cæsar“ Indriða Einarssonar í Krossanesi segir Stephan en nefnir ekki Rögnvald.8 Stephan fermdist 1. júní 1868,9 en við tímasetningu þessarar skagfirsku blaðaútgáfu vegur þó þyngst að haustið 1865 fór Indriði suður í skóla, svo að í þann endann er hún næsta örugg, en óvissari að því er upphafið snertir, þótt tæplega verði það sett aftar en u.þ.b. 1863 vegna ungs aldurs Stephans þá.10 Elsta blað, sem höfundur skrárinnar veit til að varðveitt sé, heitir Hleiðólfur og var gefið út á Munkaþverá í Eyjafirði 1866. Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri er 1.—5. tbl.11 Ekki veit höfundur skrárinnar af hand- skrifuðu blaði sem haldið var úti lengur en til 1952, en það ár kom síðasta tölublað af Framtíðinni, sbr. skrána hér á eftir, sömuleiðis síðasta tölublað Helga magra, blaðs ungmennafélagsins Reynis á Árskógsströnd í Eyjafirði.12 Utgáfa handskrifuðu sveitarblaðanna var vetrariðja, til gagns og skemmtunar, hófst yfirleitt á haustmánuðum og stóð jafnan yfir til vors, en lá niðri á sumrin. Útgáfan var einatt óregluleg og milli blaða gat t.d. liðið vika (jafnvel styttri tími), en einnig meira en mánuður. Aðalskeið blaðanna var tveir til þrír seinustu áratugir síðustu aldar og fyrstu áratugir þessarar. Þorri blaðanna í skránni hér á eftir er ritaður á tímabilinu 1880-1920. Ekkert þeirra er úr Mývatnssveit, en þar var þó nokkur gróska komin í útgáfu sveitarblaða þegar á áttunda áratug aldarinnar sem leið og þar hefur þessi starfsemi líklega náð meiri útbreiðslu en annars staðar.13 Auk þeirra handskrifuðu blaða sem varðveitt eru í handrita- deild Landsbókasafns er mörg að fínna í öðrum söfnum, svo sem héraðsskjalasöfnunum á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Einnig eru sveitarblöðin sjálf stundum til vitnis um blöð sem nú 7 Indriöi Einarsson, Sjeð og lifað, Rvík 1936, bls. 52. 8 Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir IV, Rvík 1948, bls. 108. 9 Þjóðskjalasafn, Ministerialbók Víðimýrar í Skagafirði 1817-1874. 10 Sbr. Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Rvík 1977, bls. 364. 11 Héraðsskjalasafn Akureyrarbœjar og Eyjafjarðarsjslu, Arsskýrsla 1982, bls. 7. 12 Samarit, 1980, nr. 32. 13 Sbr. Arnór Sigurjónsson, Jón Stefánsson. Rithöfundurinn Þorgils gjallandi, Rvík 1945, t.d. bls. 41, og Gunnar Karlsson, Frelsisbarátla suður-þingeyinga og jón á Gautlöndum, Rvík 1977, t.d.bls. 365.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.