Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 103

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Side 103
LANDSBÓKASAFNIÐ 1991 103 FERÐIR OG FUNDIR Halldór Þorsteinsson, er annast m.a. um rit Sameinuðu þjóðanna í vörzlu Landsbókasafns, heimsótti höfuðstöðvarnar í New York, er hann var þar á ferð íeinkaerindum. Hann kannaði m.a., hvað liði útgáfu ritanna á fisjum, en hagræði væri að því að afla ákveðinna ritraða í því formi og spara þannig mikið rými og fyrirhöfn. Nanna Bjarnadóttir forstöðumaður þjóðdeildar sótti dagana 7.-9. júní ráðstefnu í Gentofte um menningararfinn og rannsókn- ir í hugvísindum (Cultural Heritage and Humanities Research), er studd var af NORDINFO, en að ráðstefnunni lokinni heimsótti hún Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og kynnti sér starfsemi Þjóðdeildar safnsins og naut þar góðrar fyrirgreiðslu. Þorleifur Jónsson sótti norrænan fund um samskrár og tölu- merkingar tímarita í Kaupmannahöfn 19.-20. sept. En hann var þá á leið til fundar stjórnarnefndar NOSP, er haldinn skyldi í þetta sinn í Budapest. Regína Eiríksdóttir sótti dagana 16. og 17. október ráðstefnu í London, International ISBN Agency Advisory Panel Meeting, er efnt var til fyrir atbeina brezku bóknúmeraskrifstofunnar, en aðalskrifstofan í Berlín hafði hvatt til, að umsjónarmaður íslenzku bóknúmeranna sækti þennan fund. Regína skýrði á fundinum frá gangi bóknúmeramálsins á Islandi. HÚSNÆÐI Sótt var um leyfi til að taka á leigu 170 m2 húsnæði á 5. hæð Alþýðuhússins, þar sem Hagstofan var áður að hluta til húsa. Leyfið fékkst og samningur gerður, er gilti frá 1. maí. Unnið er einkum að tveimur verkþáttum þarna úti, smáprenti og hljóðritum. SMÁPRENT Vegna þrengsla í aðalsafninu hefur vinna við smáprent tíðum orðið að sitja á hakanum, það í staðinn hrannazt upp og orðið til trafala. Þegar húsnæðið fékkst úti á 5. hæð Alþýðuhússins, er frá segir annars staðar í skýrslu þessari, varð það að ráði að flytja smáprentið þangað, draga það sundur og flokka. Rannveig Gísladóttir sér um þennan þátt, og hefur henni þegar orðið mikið ágengt. HLJÓÐRIT Samkvæmt lögum um skylduskil til safna frá 1977 ber Landsbókasafni að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.