Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 105

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 105
LANDSBÓKASAFNIÐ 1991 105 NÝJA Háskóli íslands lagði á árinu 1990 fram TÖLVUKERFIÐ stórfé til kaupa á tölvukerfi og lagning- ar tölvunets. Kerfið, sem keypt var að lokinni mikilli könnun ýmissa kerfa, var Libertas, en aðalbæki- stöðvar þess eru í Bristol á Englandi. Fyrirtæki það, er að því stendur, hét upphaflega SWALCAP (South-MTstern Academic Libraries Cooperative Automation Project), stofnað 1969, og rak það upphaflega sameiginlega tölvuþjónustu fyrir allmörg brezk háskólabókasöfn. Arið 1986 var félaginu breytt í hlutafélag og nefnist nú SLS (Information System) Ltd. Starfsemi þess er fólgin í þróun, viðhaldi og sölu á Libertas, en fyrirtækið rekur einnig gagnagrunnssamskrá fyrir tiltekin bókasöfn. Síðan bókasafnskerfið Libertas kom fyrst á markað 1986, hafa nálægt 40 bókasöfn á Bretlandi, Spáni og í Svíþjóð tekið kerfið í notkun eða eru í þann veginn að gera það. Libertas notar VAX-tölvur. Stýrikerfið er WMS, en áætlað er, að kerfið verði frá 1992 jafnframt fáanlegt á UNIX (ULTRIX). Tölvukerfi bókhlöðusafnanna var tekið í notkun 1. október, er dagleg skráning hófst í kerfið. Almenningsaðgangur, er veitti mönnum kost á leitum í kerfínu, hófst hins vegar 1. nóvember, en var formlega opnaður 13. desember. Við það tækifæri var kerfínu gefið nafnið GEGNIR, en tillögu að því átti Halldór Halldórsson prófessor, og hlaut hann sérstaka viðurkenningu fyrir hana. Hafði tillagna um nafn áður verið leitað, og bárust tillögur um 110 nöfn frá 58 aðilum. Gegnir geyrnir nú um 230 þús. færslur. Eru þar fyrst erlendar bækur bókhlöðusafnanna, þá íslenzkar bækur 1974-1991 og loks erlend tímarit í íslenzkum bókasöfnum. Upplýsingar þessar eru teknar úr Gegnismálum, fréttabréfi um tölvukerfið Gegni, Desember 1991, en það er gefið út á vegum bókhlöðusafnanna undir ritstjórn Þóris Ragnarssonar og Hildar Eyþórsdóttur. Nú skulu enn talin eftirfarandi atriði, fengin úr Fréttabréfinu. HLUTVERK GEGNIS Hér á eftir verður í örstuttu máli gerð grein fyrir hlutverki Gegnis: 1. Bókasafnskerfi Þjóðarbókhlöðu. Gegnir er alhliða bókasafnskerfi fyrir starfsemi Háskólabóka-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.