Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 9
M.H. SÍRA HJALTA ÞORSTEINSSONAR
9
30. júní 1969, helguðu honum sjötugum. Efri röddinni fylgir
upphaf, neðri röddinni allt upphafserindi sálmsins “Heyr þú oss
himnum á“ úr kvæðabók séra Ölafs á Söndum Jónssonar.
I einu handriti kvæðabókarinnar, AM 240 8vo, er fyrirsögnin
Eitt saung vysu korn, med tvij saungs lag sem Sanctus. Eftir þeirri
tilvísan leitaði Róbert Abraham fyrst í Graduale Romanum, nú-
gildandi messusöngsbók rómverskrar kirkju, en “lagið við “Heyr
þú oss himnum á“ endurspeglaði engan þeirra rúmlega tuttugu
Sanctus-tónsöngva, sem upptöku hafa hlotið í Graduale Roman-
um —. Var leitinni þá beint að þeim mikla forða Sanctus-laga, sem
hljómað hafa í kirkjum Norðurálfu á síðari miðöldum, þótt söngur
sá sé nú löngu þagnaður. Sú leit bar árangur: Sanctuslagið, sem
fyrirsögnin í hdr. 5 vísar til, er varðveitt í a.m.k. tíu miðevrópskum
heimildum frá 15. og 16. öld, sex þýzkum, þremur bæheimskum
og einni hvítmunka (cisterciensa) heimild af ókunnum uppruna.
Meirihluti hinna erlendu gagna sýnir lagið í sams konar tví-
söngsgerð og íslenzku handritin —
Þegar þess er gætt, hvert verk það reyndist Róbert Abraham að
kanna þetta eina tvísöngslag, er ljóst, hvert verk það verður að ætla
að kanna þau öll. Það er framtíðarverkefni, er bíður íslenzkra
tónfræðinga og þá eflaust í samvinnu við erlenda fræðimenn,
sérfróða um sönglist fyrri alda.
Ágrip af lífssögu
Hjalta Þorsteinssonar prests að Vatnsfirði og prófasts í ísafjarðar-
sýslu /norður-parti/, af honum sjálfum uppteiknað (eftir handriti
Markúsar stiftprófasts Magnússonar).
Sr. Hjalti Þorsteinsson var fæddur að Möðrudal á Fjalli í
Skálholtsstifti Anno 1655. Hans faðir var sr. Þorsteinn Gunnlaugs-
son prestur samastað í þann tíð, en síðan til Þingeyraklausturs,
hvar hann andaðist 1686. Faðir sr. Þorsteins var sr. Gunnlaugur
Sigurðsson, prestur að Saurbæ í Eyjafírði í 58 ár, að meðreiknuð-
um þeim tíma, sem hann var capellán hjá föður sínum. Faðir sr.
Gunnlaugs var sr. Sigurður Einarsson, prestur samastað og pró-
fastur í Vaðlaþingi. Faðir sr. Sigurðar var Einar bóndi að Æsustöð-
um.
Móðir sr. Gunnlaugs var Þorgerður Gunnlaugsdóttir, Teitsson-
ar. Móðir sr. Þorsteins Gunnlaugssonar var Helga Þorbergsdóttir.
Hennar faðir sr. Þorbergur Ásmundsson var kirkjuprestur að