Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Síða 27
GUNNAR F. GUÐMUNDSSON
Frú Disney Leith og ísland
Reistur minnisvarði í Skálholti
Spölkorn fyrir norðan dómkirkjuna í Skálholti stendur bauta-
steinn til minningar um Jón Arason biskup. Steinninn er orðinn
máður, með mosaskóf hér og þar. Umhverfis hann er ryðguð
járnkeðja, sem einnig vekur hugboð um, að minnisvarðinn sé
nokkuð kominn til ára sinna. Hvergi getur að líta neinar upplýs-
ingar um það, hver lét reisa þennan stein og af hvaða tilefni.
Bækur og menn þegja þunnu hljóði, ef að er spurt.
Árið 1912, 10. júlí, skrifaði þjóðskáldið Matthías Jochumsson
fréttagrein í blaðið ísafold. Þar skýrði hann frá því, að skosk
skáldkona, frú Disney Leith, hefði boðið vini sínum og tryggum
fylgdarmanni, Þorgrími Guðmundsen, að láta reisa á hennar
kostnað „steinvarða á aftökustað þjóðdýrlings vors, Jóns biskups
Arasonar, í Skálholti; skyldi minnismerkið vera búið þegar hún
kæmi til landsins nú snemma í ágústmánuði1*.1 Þorgrímur sneri sér
til forngripavarðar þjóðarinnar, Matthíasar Þórðarsonar, og fór
hann austur í Skálholt ásamt Magnúsi Guðnasyni steinsmið úr
Reykjavík. f dagblaðinu Vísi er að finna lýsingu á því, hvað þeir
tóku sér fyrir hendur, forngripavörðurinn og steinsmiðurinn:
Lét Matthías taka steina tvo úr Þorlákssæti, var annar ten-
ingsmyndaður og hafður sem undirsteinn, en hinn ílangur
nokkuð og er hann reistur þar ofan á. Er framhliðin á þeim
steini slétt og þar á höggvið:
Jón Arason
biskup
lét hér lífið
fyrir trú sína
og ættjörð
7. nóv. 1550
1 „Frú Disney Leith.“ ísafold 10. júlí 1912, bls. 167.