Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 31

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 31
FRÚ DISNEY LEITH OG ÍSLAND 31 Matthías Jochumsson spreytti sig á sama erindi með þessum árangri: Hve fagurt skín mér Skotland með skóg og vötn og hlíð, og skrautleg er hún fóstra mín sú mararperlan fríð. Þó heyrði’ eg hrósað eyju, sem henni væri lík, En hver vill mála svipinn þinn, ó fríða Reykjavík!12 í ferðadagbókum sínum lýsir Disney Leith höfuðstaðnum með nokkuð öðrum hætti en í kvæðinu. Raunsæið hefur tekið við af taumlausri hrifningu skáldkonunnar. Reykjavík minnti hana um margt á þorp í Skotlandi með undarlega sundurleitum húsum. Sum þeirra voru álitleg eins og Alþingishúsið, Landsbankinn og Latínuskólinn, en önnur síðri, og Dómkirkjan var „mjög ljót“ („very ugly“). En helsti kosturinn við bæinn og fegurðarauki voru allir hestarnir. Þeir voru hvarvetna, á götum úti og í húsagörðum, eins og samfelld breiða, hvert sem litið var.13 í þessari fyrstu ferð sinni til íslands hafði Disney Leith sett sér það markmið að kynnast landi og þjóð og komast á söguslóðir. Sumarið eftir fór hún pílagrímsferð í Skálholt, að „vöggu kaþólsku kirkjunnar á íslandi“. Ekki er laust við, að hún hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Þarna var einn bóndabær og lítil, einföld kirkja. Það var allt og sumt. Hún skrifaði í dagbók sína: „Það var erfitt að ímynda sér, að þetta væri Skálholt, Skálholt Þorláks biskups, staðurinn, sem ég hafði lesið svo mikið um.“H En hún hélt samt áfram að koma til íslands, þó að margt væri smærra og með öðrum svip en hún hafði búist við. Ferðirnar urðu alls 18 á næstu 20 árum. 12 „Göfug vinkona." Pjóðólfur 13. júní 1902, bls. 94. 13 Leith, Disney: Peeps at Many Lands. Iceland. With twelve water-colour illustrations by M. A. Wemyss and the author. London 1911, bls. 14-15 (1. útg. 1908); Three Visits to Iceland, bls. 26. 14 Three Visits to Iceland, bls. 94. Disney Leith hafði mikið dálæti á Þorláki helga og orti um hann a. m. k. þrjú kvæði. Eitt er í Original Verses and Translations (sbr. nmgr. 19), annað í Stories of the Bishops of Iceland ... (bls. 77, sjá nmgr. 35) og þriðja í Northern Lights and other Verses (London 1920, bls. 50), en þar virðist höfundur hafa fengið innblástur við að skoða altarisklæðið frá Hólum, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni og sýnir biskupana þrjá, Guðmund góða, Jón helga, Þorlák helga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.