Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 45

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Page 45
SVEINBJÖRN EGILSSON 45 ina. Síðasta verk hans var ljóðaþýðing Odysseifskviðu, sem hann var reyndar byrjaður á strax 1824-5, en því verki lauk Benedikt Gröndal, sonur hans, og var það gefið af út Hinu íslenska bókmenntafélagi í Kaupmannahöfn 1853-54. Um skáldskap Sveinbjarnar segir sonur hans, Benedikt Grön- dal: „Mörg kvæði föður míns eru með beztu kvæðum á íslenzku."8 Um þennan dóm má raunar segja að oft ratist kjöftugum satt á munn. Sumar vísur Sveinbjarnar eru enn á hvers manns vörum, og má þá einkum nefna þær sem hann orti til dætra sinna („Fljúga hvítu fiðrildin" og „Fuglinn segir bí bí bí“, sem hann orti til Kristínar; vísan til Þuríðar er ekki eins kunn, en ekki að sama skapi óþarfari áminning: „Þótt ég kalli þrátt til þín / þú kannt ekki að heyra. / Þuríður, Þuríður, Þuríður mín, / þykkt er á þér eyra.“). Ljóðmæli hans hafa að geyma bæði frumort og þýdd ljóð. Snorri Hjartarson segir um kveðskap hans í innganginum að ljóðasafn- inu frá 1952: Ljóðmæli Sveinbjarnar eru ekki mikil að vöxtum og skipa honum ekki heldur sess meðal höfuðsnillinga bundins máls. En margt hefur hann vel ort, var hagsmiður bragar þegar bezt lét og greiddi einnig með kvæðum sínum götu hinna yngri manna. [...] I fegurstu verkum Sveinbjarnar mætist suðrænn og nor- rænn heimur, í snillingshöndum hans verður hinn klassíski efniviður að íslenzkum kjörgripum.7 Hér má ef til vill einkum minna á þýðingu hans á vorkvæði Hórasar: „Þiðnar á vorinu þelinn íjörðu.“ En hann á líka til annan tón og kankvísari eins og sést af kvæðinu um unnustuna og flöskuna og í kvæðinu þar sem hann er beðinn um að „Kirkjuvíkur kristinn pilt / karakterísera“: „Hans eg listir tamar tel, / trautt er karl óslýngur: / málar, reiknar, ritar vel, / rekur við og sýngur.“8 Ef frá eru taldar þýðingar úr klassísku fornmálunum voru aðalhugðarefni Sveinbjarnar forn íslensk fræði. Þau voru að sögn Jóns Arnasonar „einhver inndælasta sýslan hans“.9 Sveinbjörn var einn af stofnendum Fornfræðafélagsins í Kaupmannahöfn árið \ 6 Benedikt Gröndal: Dœgradvöl. Reykjavík, 1965, bls. 80. 7 Ljóðmœli Sveinbjamar Egilssonar. Reykjavík 1952, bls. v-vii. 8 Ljóðmceli Sveinbjamar Egilssonar, bls. 110. 9 Ljóðmceli Sveinbjarnar Egilssonar, bls. 27.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.