Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Qupperneq 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Qupperneq 46
46 GUNNAR HARÐARSON 1824, og er latínuþýðing hinna svonefndu Fornmanna sagna, konungasagnaútgáfu Fornfræðafélagsins, sem kom út í Fíöfn 1828-48, að mestu leyti verk hans. Sigurður Nordal segir frá því í Skírni 1946 að meðan menn kunnu latínu hafi margir útlendir menntamenn lesið þýðingarnar ekki bara sér til fróðleiks, heldur og til skemmtunar því að stíllinn hafí verið með afbrigðum. Eitt mesta afrek Sveinbjarnar annað en Hómersþýðingarnar var orða- bók hans yfir forníslenskt skáldamál, Lexicon poeticum, en hún var raunar ekki prentuð fyrr en eftir hans dag. Reyndar voru orðabækurnar tvær, því Lexicon poeticum var með skýringum á latínu en hin, sem er minni, var með skýringum á íslensku, og er hún enn óprentuð. Þá má nefna útgáfu Sveinbjarnar á Snorra- Eddu og málfræðiritgerðunum fjórum árin 1848-49, auk útgáfna ýmissa fornkvæða í Skólaboðsritum, þar á meðal Placidus drápu, Harmsól, Líknarbraut og Leiðarvísan; ennfremur vísnaskýringar, skáldatal og registur yfír Schiagraphiu Hálfdanar Einarssonar. I þessu sambandi má minna á að útgefendur 19. aldar bjuggu við aðstæður sem mörgum manninum mundu í dag þykja heldur bág- bornar; því til sönnunar má benda á bréf Sveinbjarnar til Jóns Sigurðssonar, sem Finnbogi Guðmundsson gaf út hjá Þjóðvina- félaginu, en þar er hann sífellt að biðja hann um að athuga fyrir sig handrit og senda sér afskriftir. Þar er líka vikið að kunnuglegu vandamáli og svarið liggur reyndar ljóst fyrir: Þér biðjið mig að segja yður, hvað mér þyki helzt ábótavant við fornritaútgáfurnar: hvurt maður eigi að fylgja vissri viðtekinni eða sennilegri stafsetníngu, eða halda trútt handritanna staf- setníngu. Minn dómur um það verður mikið líkur yðar, eptir því sem þér látið hann í ljósi í yðar góða bréfí, og ætla jeg þó að tala ofurlítið nákvæmar um það. Það kemur nefnil. undir tilgángi útgefarans, hvurt hann heldur lesandanum hentugt að halda stránglega hinni fornu stafsetníngu, eða hvurt það er ásetníng- ur hans að hafa útgáfuna eins í því tilliti krítiska. Eigi bókin að vera lestrarbók almúga, þá er það sannarlega ekki ráðlegt.10 í reglugerð fyrir Lærða skólann í Reykjavík var eftir því sem Sveinbjörn segir í skólasetningarræðu 1846 „að því leyti tiltekið að venja skuli lærisveina til að rita móðurmál sitt rétt, hreint og 10 Bréf til Jóns Sigurdssonar, 1. bindi. Bjarni Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes Halldórsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík 1980, bls. 7.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.