Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Side 53
BRÉF TIL BJARNA ÞORSTEINSSONAR 53 óhaganlegast á, úr því að póstar eru um garð gengnir; og hvað því fyrra viðvíkur, fæ eg víst aldrei mikilvægara og mér gleðilegra efni að segja yður en eg hefi nú: sem er það, að eg í sumar ætla að fara að gifta mig með jfr. Helgu Gröndal í Reykjavík, þeirri stúlku, sem eg hefí fundið elskuverðasta og öldungis eftir mínu hjarta. Pegar eg segi yður, að eg hefi nú hennar elsku, þá sjáið þér, hvörnin lukkan hossar mér núna, en mín tilkomandi lukka verður í því innifalin að gera hana sem lukkulegasta og ánægðasta, og það held eg mér takist, því viljann vantar ekki. Nú á eg að fara að læra að búa, það er slæm lectía, og ekki kemur mér óvart, þó eg strandi nokkrum sinnum í henni; - eg ætla bara að vara mig við að hafa lectíurnar stórar fyrst framan af; eg byrja þá á einni kú, til skiptis við Nissens grísku grammatík. Eg lifi og hefi lifað, síðan eg flutti hingað af Regentsi, eins og eg lifði þar, heill heilsu og sjálfum mér líkur; er nú búinn að gleyma miklu af því litla eg kunni í theologicis, en hefi í þess stað fengið skarðið uppbætt af Xenophon og Homer. Oftar hefi eg litið í Eddu eða einhvörja ísl. sögu en í biblíuna eða patres ecclesiasticos.- En til þess að halda uppi góðum siðum, hefi eg stigið í stól tvisvar. Eg hefi á prjónunum að leggja út apocalypsin, en eg hugga mig við, að það nægi, ef manuscriptið fínnst einhvörntíma í sterfbúinu; og verkið sjálft hugnast mér vel, af því þar er lítið við að gera. - Forlátið mér, ef eg hefí nokkuð tafið fyrir yður með þessu; eg segi mig skyldugan til að lofa yður að tefja fyrir mér aftur í staðinn, og það skal vera mér gaman, ef þér viljið gera það. - Með kærri kveðju til yðar og frú kærustu, er eg yðar hávelborinheita elskandi SrEgilsson Utanáskrift: Hávelbornum/ herra amtmanni Thorsteinsen/ á/ Stapa. Undir dagsetningu stendur: Sv. 26. apr. 1822. Skýringar: Helga Gröndal var dóttir Benedikts Jónssonar Gröndals skálds og Þuríðar Ólafsdóttur. Helga og Sveinbjörn gengu í hjónaband 20. júní 1822; Nissens grísku granmatík: N.L. Nissen kenndi latínu og grísku og varð prófessor við Hafnarháskóla árið 1811 og fékkst mikið við hin fornu klassísku fræði; Regents var stúdentagarður í Höfn, þar sem íslenskir námsmenn bjuggu um fjögurra ára skeið meðan þeir voru við háskólanám; í theologicis: í guðfræði; Xenophon og Homer: grískir rithöfundar og skáld; patres ecclesiasticos: kirkjufeður; apocalypsin: opinberunarbókina; manuscriptið: handritið; sterfbúinu: dánarbúinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.