Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 2
Jólasálmurinn í ár fjallar uin væntingar, um að bráðum komi jólin með gleði og kærleika á hvítum vængjum sem þekja jörð og jafnaðargeð mannsins. Það er yfírbragð jólanna. Þetta eru væntingar um að senn komi betri tímar og skiptir þá litlu þótt gleðin muni vara stutt. Þá virðist aðalatriðið að kætast og kút- veltast í ljósadýrðinni þangað til síðasti sveinninn hleypur til fjalla og veislan er farin í vaskinn. Jólin eru „ijárfestingarbóla“ þegar allir leggja of mikið undir og fífla sjálfa sig í einhverri rómantískri von um að fjárfestingin skili sér margfalt. Hún gerir það sjaldnast í slíkum bólum. Hjarðhegðunin gerir það að verkum að fáir geta setið á sér. 1 kapphlaupi að kjötkatlinum og brosmildum kaupmanninum er góðærinu fangað. Senn koma jólin og þá verður gaman. Síðustu misserin hafa stjórnir fyrirtækja verið mikið í umræð- unni. Hvort aðeins er um litla tískubólu að ræða skal ósagt látið en miklar væntingar em um að endurskipulagning stjóma muni gjörbreyta rekstri fyrirtækja. Hluti blaðsins að þessu sinni fer í að skoða íslenskar stjómir með augum stjómarformanna. Hugs- anlega má þó segja að meginþema blaðsins sé mýtur og jafn- framt að hrekja ýmislegt sem hingað til hefur verið bjargföst trú margra. Oft em það mýtur sem gera bólum kleift að myndast, það er trúin á að eitthvað sé satt og rétt þó að enginn fótur sé fyrir því. Margt sem tengist jólunum má skoða sem mýtur en þær gera jólin svo skemmtileg. Eg óska lesendum Vísbendingar og öðmm landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eyþór Ivar Jónsson, ritstjórí. Jólaspjcill...................................................................2 Jólasálmur - Thor J...........................................................4 Tungumál hagfrœðinnar - viðtal við Guðmund Magnússon..........................6 Sátt að eilíju ? - Sigurður Jóhannesson......................................14 s Islenskar mýtur..............................................................18 Umframþróun íslenska bankakerfisins - Ásgeir Jónsson.........................22 Vísbending ársins............................................................26 ÍSLENSKIR STJÓRNARHÆTTIR.....................................................28 Upphaf íslenskra stjómarhátta - Vilhjálmur Bjamason........................29 Stjómarformenn íslands við hringborðið.....................................32 Endurminningar stjómarfomicinns - Benedikt Jóhannesson.....................42 heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaðun Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendin 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is - Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans Umbrot og hönnun: Sigurjón Kristjánsson, sjonni@heimur.is Ljósmyndin Geir Ólafsson - Augiýsingan Vilhjálmur Kjartansson, vilhjalmur@heimur.is Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Ieylis útgefanda. -2-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.