Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 18

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 18
BALDUR vORHAUSSOM í Grikklandi hinu forna stóð orðið mythos fyrir munnlega tjáningu, þ.e. orð, ræðu eða sögu sem sögð var í mæltu máli. Smám saman fór þó orðið að eiga við um skáldlega lýsingu á atburðum. Orðið hefur afbakast svo mikið að nú tengist orðið „mýta“ ofvöxnu ímyndunarafli eða einhverju sem fólk trúir að sé satt þó að enginn fótur sé fyrir því. I nútímamáli eru mýtur einhvers konar „sannleikur“ sem er einungis byggður á trú um að það sé „sannleikur“. Vísindahyggjan hefur að mörgu Ieyti orðið til þess að afsanna slíkar mýtur með rannsóknum. En jafnvel í hinum lærðustu vísindum verða til mýtur og oft er tilvist þeirra fólgin í „vísindalegum“ rökstuðningi sem er lítið annað en skáldskapur þegar betur er að gáð. Sumar mýtur eru skemmtilegar, eins og sú að Newton hati uppgötvað þyngdaraflið þegar hann fékk epli í hausinn, og lítil ástæða til þess að afsanna þær, en aðrar mýtur eru þess eðlis að þær standa í vegi fyrir framtörum, eins og þegar menn héldu því fram að jörðin væri flöt og sigling út fyrir sjóndeildarhringinn væri þess vegna sjálfsmorðsleiðangur. Trúgirni manna gerir það að verkum að sumar mýtur fá lifað um langa tíð og geta jafnvel orðið mönnum leiðarljós sem leitt getur þá á villigötur. Það er þess vegna mikilvægt að reyna að kveða niður mýtur, ekki hvað síst í íslenskum veruleika þar sem álfar og tröll ganga á meðal okkar. Vís- bending fékk sex sérfræðinga til þess að nefna nokkrar mýtur á sínu sérsviði og útskýra af hverju það eru mýtur. Afraksturinn er skemmtilegur. 1. Fjórtlokkurinn er dauóur. Revndin: Það má færa rök fyrir því að fjórflokkurinn lifi góðu lífi, þ.e. að Samfylkingin sé jafnaðarmanna- flokkur Islands eins og Alþýðuflokkurinn var og að Vinstri-hreyfingin grænt framboð sé sósíalískur vinstri- flokkur og sá flokkur sem er lengst til vinstri á vinstri- hægri kvarðanum eins og Alþýðubandalagðið var á sínum tíma. 2. Það er enginn munur á stefnu repúblikana og demókratii í Bandaríkjnum, þ.e. enginn niunur er á stefnu Bush, forseta Bandaríkjanna, og Kerrys, fyrrverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Revndin: Það er mikill munur á afstöðu Bush og Kerrys í fjölda málaflokka, t.d. í skattamálum, aðkomu ríkis- ins að heilbrigðismálum og umhverfismálum, afstöðu til dauðarefsinga og byssueignar og afstöðu til réttinda kvenna og samkynhneigðra. 3. Kjósendur láta glepjast af auglýsingatlóði stjórn- málatlokka og kjósa á grundvelli áróðursauglýsinga en ekki á grundvelli þeirra málefna sem tlokkarnir standa fyrir. Revndin: Kosningarannsóknir sýna að það er fylgni á milli afstöðu kjósenda til einstakra málefna og þess hvaða flokk þeir kjósa. 4. Hugtökin vinstri og hægri eru úrelt í hugarheimi kjósenda. Revndin: Kosningarannsóknir sýna að kjósendur eigi nokkuð auðvelt með að staðsetja sig á vinstri-hægri kvarða stjómmálanna. 5. Smáríkjum gengur verr efnahagslega og pólitískt en stærri ríkjum. Revndin: Smærri ríkjum gengur mun betur efnahags- lega en þeim stærri og það er ekki hægt að greina meiri pólitískan óstöðugleika í smáríkjum en í stærri ríkjum. 6. Langflestir kjósendur Framsóknarflokksins búa á landsbyggðinni. Revndin: Um helmingur kjósenda Framsóknarflokks- ins koma úr gömlu kjördæmunum Reykjavík og Reykja- nesi. 7. íhaldsmenn í Evrópu hafa meiri efasemdir um ágæti Iivrópusamrunans en vinstrimenn. Revndin: Ihaldsmenn áttu stóran þátt í því að koma Evrópusamrunanum á skrið effir seinni heimsstyijöld- ina og íhaldsmenn á hinum Norðurlöndunum áttu frum- kvæði að þátttöku landanna í samrunaþróun Evrópu. 8. Það að vera þjóðernissinni og styðja samruna- þróun Evrópu fer ekki saman. Revndin: Margir Skotar og Katalóníubúar eru miklir þjóðemissinnar og vilja sjálfstæði en tala eindregið fyrir aðild Skotlands og Katalóníu að Evrópusambandinu. 9. Iiftir síðustu kjördæmabreytingu er misvægi atkvæða milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis- ins svipað og gerist víða erlendis. Revndin: Misvægi atkvæða hér á landi er enn eitt það mesta sem gerist í ríkjum Vestur-Evrópu. 10. Norðurlöndin standa ávallt sanian innan Evr- ópusambandsins. Revndin: Norðurlöndin hafa ólíkra hagsmuna að gæta og hvert og eitt þeirra vinnur fyrst og fremst á gmnd- velli sinna eigin hagsmuna innan sambandsins. 0 - 18-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.