Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 31

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 31
Höfundar helmingaskiptareglunnar Richard Thors (tv) og Jón Árnason. eins persónubundnir og hjá hinum flokkunum. Þessarar skiptingar sér fyrst stað þegar Útvegsbanki fslands hf. er stofnaður á gntnni gamla Islandsbanka hf. árið 1930. Þá verða bankastjórar fulltrúar þeiira þriggja flokka sem sæti áttu á Alþingi. Um sama leyti má einnig tíma- setja helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fulltrúi samvinnuhreyfmgarinnar varð formaður bankaráðs Lands- bankans 1929 og tengslin við samvinnuhreyfinguna urðu enn skarp- ari þegar Vilhjálmur Þór varð bankastjóri 1942. Ef gerð er tilraun til að eigna helmingaskiptaregluna höfundum, þá er lfklegt að nöfn Rich- ards Thors og Jóns Amasonar yrðu ofarlega á blaði. Tilgangslausast allra bankaráða var þó bankaráð Seðlabanka íslands. Allt frá því að bankinn var stofnaður hefur hlutverk bank- aráðsins verið skilgreint sem „eftirlitshlutverk". Bankaráðið ræður aðalendurskoðanda og aðalféhirði og staðfestir reikninga bankans eftir að bankastjórar og endurskoðendur hafa lagt þá fyrir bankaráðið. Þá ber hæst deilur um það h vort hagnaður bankans skuli færður í „vara- sjóð“ eða í „húsbyggingasjóð", hvorir tveggja meðal eiginfjárreikn- inga! A eftirlitshlutverkið reyndi fyrst þegar Þresti Olafssyni banka- ráðsformanni líkaði ekki ferðareikningar Steingríms Hermannssonar seðlabankastjóra. Starfandi stjómarformaður I þeirri sögu sem hér er rakin er vert að minnast stjómar Lol'tleiða hf. Eftir hallarbyltingu í stjóm Loftleiða hf. árið 1953 tók við stjóm undir fonnennsku starfandi stjómarformanns, sem áður hafði verið ritstjóri dagblaðs jafnframt því sem hann rak lögmannsstofu. Starfsemi Loft- leiða hf. byggðist á undantekningarákvæði í loftferðasamningi Islands og Bandaríkjanna, sem gerði farþegaflutninga á milli tveggja landa mögulega með millilendingu í þriðja landi. Það hefur vafalaust verið full ástæða til að fá reyndan lögmann til að tryggja lagalega stöðu og formsatriði þess máls. Stjórn Loftleiða hf. hafði jafnffamt þá sér- stöðu að í henni sátu að jafnaði margir stafsmenn félagsins, forstjóri, svæðisstjóri í Bandaríkjunum og flugstjórar, sem allir vom eigendur verulegs hlutaQár. Þetta fyrirkomulag gekk vel á uppbyggingartíma félagsins og þegar allt lék í lyndi en þegar á móti blés, áður en til sam- einingar Flugfélags Islands hf. og Loftleiða hf. í Flugleiðum hf. kom, var þetta stjómarfyrirkomulag ekki til sýnilegs gagns. Ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir af hlutverki starfandi stjómaiformanns af þessu eina dæmi, en síðari dæmi benda til þess að starfandi stjómarformaður sé fremur hugsaður sem aðalforstjóri, og að hann sinni ekki daglegri herstjóm.hjá fótgönguliðinu. Fótgönguliðar forstjórans Eftir að hafa rýnt í stöðu bankaráða á síðustu öld, þá virðist höfundi lærdómurinn sá að bankaráðin hafi fremur verið í herkví hjá banka- stjómm en að þau fæm með eiginlegt agavald yfir bankastjómnum. A þessu er þó ein veigamikil undantekning, það er þegar upp kom stjómunarkreppa í Landsbanka íslands hf. árið 1998, sem lyktaði með því að bankastjóramir sögðu allir af sér, vafalaust ífemur eftir þrýst- ing frá ráðherra en bankaráðsmönnum. Önnur ályktun sem draga má af störfum stjóma á liðinni öld er sú að stjómir vörðu forstjórana, sem þær réðu, og sýndu þeim fyllsta traust allt þar til ytri aðstæður knúðu dyra, annaðhvort með því að lánastofnanir kröfðust breytinga eða þjóðfélagsumræða og alþýðu- dómstólar kröfðust blóðs. Að læra af mistökunum Umræða um stjómarhætti fyrirtækja er fyrirferðarmikil í löndum þar sem verðbréfamarkaðir hafa þróast. Stjómir em vörsluaðilar Ijánnuna og starfa í umboði hluthafa. Hlutverk stjóma er að vemda hagsmuni allra hluthafa, ekki aðeins þeirra sem greiddu stjómarmönnum atkvæði sitt, og það er ekki hlutverk stjóma að vemda hagsmuni stjómenda sem þær ráða til starfa. Það er miklu fremur hlutverk stjóma að halda starfsmönnum sem þær hafa ráðið til vinnu. Því verður það öfugsnúið þegar stjómir lenda í herkví þeirra sem þær réðu til starfa, þannig að eggið fari að kenna hænunni. Tilmæli Verslunanáðs Islands og Kauphallar íslands um stjóm- arhætti og upplýsingaskyldu fyrirtækja, sem mótuð em að erlendri fyrirmynd, em löngu tímabær, því að sá lærdómur sem hægt er að draga af íslenskri atvinnusögu snýst fremur um hvað ekki á að gera en um það sem rétt er gert. | - 31 -

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.