Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 14
VISBENDING
SÁTT AÐ EILÍII ?
Þjóðarsáttin árið 1990 var ekki skyndihugmynd. Áruni saman
höfðu margir verið þeirrar skoðunar að eina leiðin til þess að ná
verðbólgunni niður væri að klippa á „víxlhækkun kaupgjalds og
verðlags1' og semja um minni kauphækkanir en tíðkast höfðu. Þessi
skoðun naut fylgis meðal atvinnurekenda, eins og nærri má geta, en
í verkalýðshreyfingunni hölluðast margir líka að henni. Snemma
árs 1984 komu verkalýðsfélög og vinnuveitendur á almennum
markaði sér saman um fremur litla kauptaxtahækkun. Þá hafði
vísitölubinding launa verið afnumin með lögum og almennar breyt-
ingar á kaupi verið Iögboðnar mestallt árið á undan. Kaupmáttur
launa halði hrapað. En margir verkalýðsleiðtogar töldu að ávinn-
ingur af miklum kauphækkunum myndi ekki vega upp þann skaða
sem hlytist af því að verðbólgan færi aftur af stað. Um haustið fengu
opinberir starfsmenn miklar kauphækkanir eftir langt verkfall.
Eftir að samið hafði verið um sömu launahækkanir á almennum
markaði var gengi krónunnar fellt og verðbólgan fór af stað aftur.
Árið 1986 var reynt að nýta lækkun ohuverðs til þess að hemja
verðbólguna. Samið var um litlar kauphækkanir, en lækkun skatta
átti að tryggja kaupmátt launa. Skattalækkunin jók hins vegar á
þeasluna sem hlaust af olíuverðlækkuninni. Laun ruku upp og
verðbólgan með. Má segja að þjóðarsáttin 1990 hafi verið þriðja
tilraunin á nokkrum árum til þess að hemja verðbólguna með „hóf-
samlegum kjarasamningum1'.
Kjarabótin
Á verðbólgutímanum var gengi krónunnar miðað við þarfir sjávarút-
vegs. Ef einhver umtalsverður hópur samdi um óvenjumikla launa-
hækkun fengu allir aðrir sömu kjarabót. Krónan var síðan felld í sam-
ræmi við það sem útgerð og fiskvinnsla voru talin þurfa. Á níunda
áratugnum voru flestir verkalýðsleiðtogar búnir að átta sig á þessu
samhengi. Hinir eru þó alltaf til sem fagna nýjum krónum í launaum-
slaginu, þótt verðbólgan éti þær jafnóðum upp. I yfirliti um kjaramál
sem lagt var ffam á þingi Verkamannasambandsins haustið 1989 kom
fram að þetta væri nefnt peningaglýja á hagfræðingamáli. „Þetta er
ekkert hagfræðingamál," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður sambandsins, þegar hann sá þetta. „Þetta hefði Bjami Bragi
aldrei sagt.“
Ýmsar skýringar voru á því að verkalýðsleiðtogar töldu rétt að gera
enn eina tilraunina með hóflega kjarasamninga veturinn 1989-1990.
Ein skýringin var sú að þenslan sem verið hafði í efnahagslífinu und-
anfarin ár var að íjara út. Skráð atvinnuleysi nálgaðist 2% af áætluðu
vinnuafli og hafði ekki verið meira síðan á samdráttarárunum 1968 og
1969. Einkum mátti greina óttann við atvinnuleysi í tali Guðmundar J.
Þá er ljóst að mikill áhugi var á að koma í veg fyrir að kjarasamningur
háskólamanna hjá ríkinu kæmist til framkvæmda. Eftir langt verkfall
hafði ljármálaráðherra fallist á að þeir fengju þær launahækkanir sem
aðrir semdu um á komandi árum, en einnig uppbót umfram það til
samræmis við kjör háskólamanna á almennum markaði. Ákvæði var
í samningnum um að hann skyldi ekki valda röskun á hinu almenna
launakerfi í landinu. Þetta var kjörin ástæða fyrir vinnumarkaðssam-
tök á almennum markaði til að gera hóflega kjarasamninga, sem yrðu
lausir ef efna ætti BHMR-samninginn. í þriðja lagi kann það ekki að
hafa spillt íyrir, að nú sat að völdum ríkisstjóm sem var „vinsamleg
verkalýðshreyfingunni" (Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Borgara-
flokkur og Alþýðubandalag). Athuganir hafa sýnt að á áratugunum
eftir stríð hækkuðu laun minna þegar Verkamannaflokkurinn var við
völd í Bretlandi en þegar íhaldsmenn stjómuðu landinu. Þegar samið
Sigurður Jóhannesson, hagfrœðingur.
skyldi við opinbera starfsmenn hér á landi veturinn 1989-1990 sagð-
ist Davíð Oddsson borgarstjóri ekki vita hvort þeir Olafur Ragnar
tjármálaráðherra og Ögmundur, formaður BSRB, sætu hvor á móti
öðmm eða sömum megin við borðið, en borgarstarfsmenn fengju þær
hækkanir sem þeir yrðu ásáttir um (þess skal getið að þjóðarsáttin
hélst eftir að Davíð tók við ríkisstjómartaumunum). Einnig skipti
máli að samband verkalýðsforystunnar við leiðtoga Vinnuveitenda-
sambandsins var gott á þessum ámm. Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður sambandsins, var óhræddur við nýjar hugmyndir og hafði lag
á að hrífa fólk með sér.
Þjóðarsáttin
Ritað var undir samning Vinnuveitendasambandsins og Alþýðu-
sambandsins 1. febrúar 1990 og samning BSRB og ríkisins hálfum
sólarhring síðar. Samningamir giltu til september 1991. Kaup skyldi
almennt hækka um 5% á fyrsta ári samningsins og 4,5% seinna árið.
Það var nokkuð bíræfið þegar litið er til þess að ársverðbólgan var
yfir 20% þegar samið var. Eins og í tveimur fyrri atlögum að óða-
verðbólgunni var stöðugt gcngi krónunnar homsteinn þjóðarsáttar-
samninganna. Segja má að sú forsenda hali að nokkru komið í stað
verðtryggingar í eldri kjarasamningum. En einnig vom ákvæði um
rauð strik í verðlagi, þó að ekki væri ljóst fyrir fram að verðhækk-
anir umfram þau yrðu bættar. Ekki var sendur jafnstór reikningur á
ríkið og í þjóðarsáttinni 1986. Meðal skuldbindinga ríkisins var að
verð opinberrar þjónustu breyttist ekki mikið. Einnig var kveðið á um
að búvömr hækkuðu ekki í verði fram í desember 1990, en það átti
eftir að kosta nokkrar niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá fékkst vilyrði frá
bönkunum um að þeir lækkuðu nafnvexti í samræmi við verðbólgu-
-14'