Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 13

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 13
Þú útskrifaðist af tungumálabraut í menntaskóla en lagðir svo fyrir þig hagfræði. Hvers konar tungumál er hagfræði og hvernig hefur hagfræðingum gengið að útskýra og koma hugmyndum sínum á framfæri á íslandi? Ég fór í máladeild til þess að sleppa við efnafræði en þótti reyndar stærðffæði skemmtileg. Svo fór ég til útlanda eftir stúdentspróf til þess að sleppa við bókfærslu. Ég fór svo í hagfræði frekar en tungumál til þess að verða ekki kennari en það fór nú á annan veg. En þegar maður á val milli tveggja kosta er oft gott að velja báða - ef hægt er. Rey ndar átti doktorsritgerð mín svo eftir að fjalla um það að leggja ekki öll egg í sömu körfu í framleiðslu eða ráðstöfun fjár. I gmnnprófi mínu hafði ég jafnmikið í ensku, tölfræði og hagfræði. Ég þurfti að veija talsvert miklum tíma í stærðfræðina fyrsta árið í háskóla f Stokkhólmi. I nárni mínu í Svíþjóð var hagfræðin á ensku, þýsku og sænsku og nokkuð af hagrannsóknum á frönsku. Að læra ensku og hagfræði saman var álíka fátítt þá eins og að taka hagfræði og kínversku í dag. Reyndar varð enskunámið til þess að ég fékk tvö tungumál fyrir eitt. Hljóðfræðin hjálpaði mér í sænskunni og enskunni samtímis, svo og þýðingar af öðru tungumálinu á hitt á vfxl. Þetta hefur komið mér að ómældu gagni í skrifum og samskiptum við fólk. Hagfræðin hefur komið sér upp sérstökum orðaforða. Þetta er ekki af merkilegheitum eða fordild en fremur til þess að sækjast eftir nákvæmni í skilgreiningum og orðavali. Hagfræðin hefur orðið allstærðfræðileg á köflum og styðst því mikið við táknmál. Mér finnst falleg fonnúla eða sönnun í hagfræði eins og gott mál- verk eða áhrifamikið tónverk. Þetta vekur unun og festist í minni. Þú hefur setið í ýmsum stjórnum einkafyrirtækja. Hver er reynsla þín af stjórnum íslcnskra fyrirtækja og hvernig eru þær í stakk búnar til þess að fylgjast með stjórnendum og starfsemi fyrirtækja? Hvað hefur hagfræðingur fram að færa fyrir stjórnir íslenskra einkafyrirtækja? Ég hef bæði lært mikið af því og kynnst því hvemig hugvits- samir menn og samstilltir hópar geta gert kraftaverk í einkafyrir- tækjum en ég hef líka séð hvernig togstreita og skapgerðarbrestir geta spillt góðunt árangri. Það er eilíft umræðuefni hvort óháðir stjórnarmenn geri eitthvert gagn. Það fer eflaust eftir mönnum en ég veit dæmi þess að það hefur skipt sköpum. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hve persónulegt traust milli manna auð- veldar ákvarðanatöku og ræður oft úrslitum um niðurstöður. Er ekki dásamlegt að enn sé unnt að handsala ntilljarða? Hver ættu að vera helstu viðfangsefni hagstjórnar á íslandi næstu tíu árin og hvaða árangri er hægt að vonast eftir? Það þarf að halda áfram að markaðsvæða þjóðfélagið, efla sam- keppni og frumkvæði. Stefnufesta og stöðugleiki eru lykilatriði. Það hefur sýnt sig að erfitt er að gefa nákvæma forskrift að því hvaða atvinnugreinar eigi að leggja áherslu á. Þar verður arðsenti að ráða ferð. Ég gæti trúað að útrás íslenskra fyrirtækja haldi áfram og það í enn fleiri greinum og jafnframt verði meira af verðmætasköpuninni erlendis. Eins og ég lét einhvern tíma hafa eftir mér er fsland of lítið fyrir heilabú íslendinga. I W W W Mmmtmtamúmaá s p ke f. i s SiSKSif'.wawKíSyy.'íi1;®',:!' Alhliða fjármálaþjónusta fyrir þig og þína sm 1S £ Tjarnargata 12 Grundarvegur 23 Sunnubraut 4 Víkurbraut 62 Vogar | 230 Keflavík 260 Njarðvík 250 Garði 240 Grindavík Iðndal 2 8 • V—- / Sími 421 6600 Sími 421 6680 Sími 422 7100 Sími 426 9000 Sírni 424-6400 nn í Kcflavík Fax 421 5899 Fax 4215833 Fax 422 7931 Fax 426 8811 Fax 424-6401

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.