Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 41

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 41
bilum með því að standa þétt að baki stjórnendum, nú eða látið stjórnendur fara þegar þannig stendur á. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Stjórnir hafa gildi með margvíslegum hætti. Stjórnir eiga helst að vera samansafn fólks með margvíslegan bakgrunn sem gagnast í stefnumótun og eftirliti. Þannig er mikilvægt að sem flest sjónarmið komi fram, og þessi margbreytileiki, reynsla, ólík þekking, tengingar við önnur fyrirtæki og samfél- agið, fái að njóta sín með einhverjum hætti. í því liggja verð- mætin. Ef stjórn er með þetta allt saman þá er hún gríðarlega mikilvæg og verðmæt fyrir fyrirtæki. Hvernig má bæta stjórnir íslenskra fyrirtækja? FRIÐRIK PÁLSSON: Mér finnst margt hafa breyst til batnaðar í stjórnum íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Fyrst og síðast þurfa hlut- hafar að hafa í huga að í stjórnirnar veljist menn sem þeir treysta til að sinna hlutverki sínu. Stjórnarmenn þurfa að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og þeir þurfa að geta gefið sér þann tíma sem þarf til að sinna skyldum sínum. Stjórnarmenn þurfa helst að vera persónulega og fjárhagslega óháðir hver öðrum og bera gæfu til þess að velja sér framkvæmdastjóra sem ekki er persónulegur vinur neins þeirra. Kunningsskapur meðal jafningja af þessum toga er góður, en raunverulegur vinskapur getur orðið starfseminni skaðlegur. PÉTUR GUÐMUNDARSON: Að gæta þess að velja í stjórnir menn með sem allra víðtækasta þekkingu á þörfum fyrirtækisins. I stórum fyrirtækjum er ávallt rúm fyrir menn með sérþekkingu á rekstri, bókhaldi, markaðsmálum og síðast en ekki síst bankamálum. Þá er og áríðandi að leita eftir áliti sérfræðinga áður en ákvarðanir eru teknar. Það er skoðun mín að stjórnir í stórum íslenskum fyrirtækjum séu vel starfi sínu vaxnar og gæti í hvívetna að góðum stjórnarháttum. SKARPHÉÐINN B. STEIN ARSSON: Ennþá er hægt að bæta val á stjórnarmönnum, gæta að fjöl- breytileika og að velja stjórn- armenn sem eru vel að sér í málefnum fyrirtækisins eða atvinnugrein frekar en að þeir séu fulltrúar einstakra hlut- hafa. Þegar upp er staðið þá er það árangur fyrirtækisins sem skiptir máli. BENEDIKT SVEINSSON: Velja trausta og heiðarlega stjórnarmenn og gera vel við þá. SIGURÐUR EINARSSON: I meginatriðum tel ég að stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja standi sig ágætlega enda þótt sjálfsagt sé að hafa í huga hið fornkveðna að lengi geti gott batnað. Almennt tel ég að menn vinni verk sín alveg prýðilega og þrói starf sitt bæði í takt við reynslu af fyrri verkum og eðlilegar breytingar í vinnu- brögðum og viðhorfum samfélagsins. Ég held að mikilvægast sé að viðskiptalífið sjálft fái að þróa með sér leiðir til frekari framfara, en verði ekki sett í helsi stífra reglna sem komið er á til lausnar tilbúnum vandamálum. H Benedikt Sveinsson Gott er að hafa góðra manna ráð. En því verri eru heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Ármúla 31 • 108 Reykjavík Sveigjanleiki samstarfsaðila er skilyrði „Markmið Straums er að vera leiðandi fjárfestingarbanki. Straumur er framsækið og sveigjanlegt fyrirtæki, ávallt tilbúið til þess að takast á við ný tækifæri. Til þess að geta brugöist hratt við breytingum er nauðsynlegt að hafa skýr markmið varðandi kjarnastarfsemina og geta reitt sig á sveigjanlega og trausta samstarfsaðila. Með þetta að leiðarljósi höfum við falið ANZA að sjá um að reka tölvukerfin okkar. ANZA tryggir okkur aðgang að þeirri tækni og þekkingu sem við þurfum hverju sinni og hefur sveigjanleika til að bregðast hratt við hvert sem við stefnum." # Straumur Þórður Már Jóhannesson forstjóri MfZA öruggur rekstur tölvukerfa

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.