Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 11

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 11
Það var nú lengi vel svo að útlendingar máttu einungis kaupa það hér á landi sem ekki bar sig. Það er kannski djarflega orðað en segja má að arðurinn af sjávarútveginum og auðlindaientan sé undirstaðan að ríkidæmi okkar og nú eram við að fara með þetta fé til útlanda til þess að nýta þar tækifæri til eignaaukningar. Þetta gerist í flestum til- vikum í öðrum greinum en sjávarútvegi. Það er ekki ólíklegt að það sé farið að reynast honum til trafala að mega ekki laða til sín erlenda ijárt'esta, t.d. með skiptum á hlutabréfum. Það er líka að koma æ betur í ljós að krónan vemdar íslensk fyrirtæki á heimamarkaði fyrir sam- keppni utan að. Það er einhver minnimáttarkennd enn eftir í okkur. Það er ekki langt síðan ríkisstjómin lýsti því yfir að hún vildi fá erlendan kjölfestuijárfesti í Landsbankann. Mér fannst þetta nú heldur mikil kerfishugsun eins og reyndar kom á daginn. Krónan er tiltölulega stcrk um þessar mundir og ofmetin á flesta mælikvarða. Viðskiptahallinn fer hratt vaxandi og er spá fjármálaráðuneytisins að hann verði kominn í 11% á næsta ári og 13,5% árið 2006. Ef reynslan eftir aldamót hefur kennt okkur eitthvað þá má búast við nýrri byltu á gengi krónunnar á næstu misserum. Hver er þín skoðun á því og myndi það gera íslendinga ginnkeyptari fyrir upptöku evrunnar? Ég held að upptaka verðbólgumarkmiðs hafi verið góður kostur og það hefði mátt taka upp fyrr. Með orku- og stóriðjuframkvæmdum, jákvæðum viðhorfum í öðmm greinum eins og í ferðaiðnaði og fjármálaþjónustu er útlitið bjart næstu ár og ekki ástæða til þess að örvænta þótt halli sé á viðskiptum við útlönd. Eftir það gætu skipast veður í lofti og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það hefur sýnt sig að fylgi við evmna er mest þegar krónan hrapar í verðgildi eins og árið 2001. Það er því líklegt að fylgissveiflan með evmnni verði í takt við verðrýmun krónunnar. Á listum yfir spillingu landa er ísland jafnan með allra óspillt- ustu þjóðum. Nýverið hefur komið fram að olíufyrirtækin héldu uppi stórfelldu og víðtæku samráði sem jafnast á við það sem búast má við að eigi sér stað í siðlausum þróunarríkjum. Jafn- vel vinsælir þingmenn hafa gert sig seka um alvarlegan dómgreindarskort. Lifa íslendingar í einhvers konar sjálfsblekk- ingu eða er skilningur á siðfræði tak- markaður hér á landi? í fámenninu er bæði auðveldara að hafa samráð og svo að koma upp um það. Ætli sú eftirtekt sem olíumálið hefur vakið, og margir fengið olíubletti af, sé nú ekki ein- mitt vegna þess að þetta em ekki venjulegir viðskiptahættir. Það hefur komið mér einna mest á óvart í fréttum af málinu hve menn hafa farið óvarlega og verið kæmlausir. Mér hefur fundist í gegnum tíðina að í ýmsum málum sem ég hef komið að skorti menn sið- ferðisþrek til þess að takast á við þau. Menn em að taka sig á þessum efnum með því að taka upp góða stjómarhætti í fyrirtækjum og góða stjómsýslu. En ég held að flestir hefðu gott af því að lesa kristna siðfræði - það em til ágætar bækur um efnið - til þess að geta En ég held að flestir hefðu gott af því að lesa kristna siðfræði - það eru til ágætar bækur um efnið - til þess að geta horfst í augu við sjálfa sig og menn selji ekki sína sál fyrir hálfa grautarskál. - ii-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.