Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 33

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 33
Getur þú ncfnt dæmi um stór vcrkcfni scm þú hcfur þurft að glíma við scm stjórnar- formaður og hvcrsu vcl stjórnir voru í stakk búnar til að takast á við þau verkcfni? ÁGÚST GUÐMUNDSSON: Kaup Bakkavarar Group á Katsouris Fresh Foods er dæmi um stórt verkefni sem við höfum glímt við en þá réðumst við í kaup á fyrirtæki sem var margfalt stærra en við vorum sjálfir og jafnframt voru kaupin þau stærstu í íslenskri viðskiptasögu. Stjórnin var vel í stakk búin til þess að takast á við þetta verkefni og hafði á að skipa meðlimum sem höfðu yfirgripsmikla reynslu og þekkingu í viðskiptum. Hinu er þó ekki að neita að þegar stjórn félags fetar ótroðna slóð, eins og stjórn Bakkavarar Group gerði í því tilfelli, þá koma óhjákvæmilega upp aðstæður sem ekki er hægt að sjá fyrir og voru krefjandi fyrir alla stjórnar- menn. BENEDIKT SVEINSSON: Stærstu verkefnin voru forstjóraráðningar og fjárfestingar í skipum, byggingar verksmiðju- húsa fyrir Marel og Carnitech, bygging Vöru- hótels Eimskips, kaup Marels á Carnitech, kaup Eimskips á ÚA, HG og Skagstrendingi og sam- eining fyrirtækjanna og skipulagsbreytingar hjá Eimskip. Sameining Sjóvár/Almennra og Islandsbanka. Stjórnir félaganna voru vel búnar til að taka ákvarðanirnar, sem að mínu mati voru allar réttar. SIGURÐUR EINARSSON: Sameining Kaupþings og Búnaðarbanka Islands var stórt verkefni sem gekk bæði hratt og vel fyrir sig. Stjórn Kaupþings var vel í stakk búin til þess að taka þátt í því ferli og stóð að mínu mati faglega að verki. Arangurinn sem náðst hefur í sameinuðu starfi bankanna talar sínu máli um að vel hafi tekist til. FRIÐRIK PÁLSSON: Þegar ég var stjórnarformaður SIF, var sameining SIF hf. og Islenskra sjávarafurða hf. stórt verkefni. Stjórn SÍF var mjög vel í stakk búin til að takast á við það verkefni og það tókst vel. Annað stórt mál kom til kasta stjórnar SÍF á sínum tíma, en það voru endurteknar tilraunir til sameiningar SÍF hf. og SH hf. Þar stóð stjórn SIF sig vel. PÉTUR GUÐMUNDARSON: Útrásarverkefni, svo sem kaup stórra erlendra fyrirtækja, eru dæmi um stór verkefni. Almennt voru stjórnir vel í stakk búnar til að taka slíkar ákvarðanir enda stjórnarmenn allir þrautreyndir í viðskiptum. Að sjálfsögðu reiddu stjórnirnar sig á álit aðkeyptra sérfræðinga, svo sem fjármálasérfræðinga, endurskoðenda og lögfræðinga. Starfsmenn félaganna höfðu undirbúið kynningar fyrir stjórnina og stjórnarmenn fengu í hendur gögn um kaupin. Það sem mestu ináli skipti var að stjórnir félaganna gátu unnið hratt og voru fljótar að taka ákvarðanir en það leiddi til þess að keppinautar um kaupin urðu af þeim. BENEDIKT JÓHANNESSON: Kaup á fyrirtækjum og sameiningar, til dæmis sameining Myllunnar og Samsölubakarís. Megin- atriði í slíkum verkefnum er að undirbúa sig vel og hafa góðar upplýsingar um rekstur og stöðu fyrir- tækisins sem keypt er. Ef það er passað hefur stjórn nægar forsendur til þess að taka ákvörðun. Hættan er sú að kappið beri menn ofurliði og æsingurinn við að kaupa verði til þess að menn greiði of hátt verð eða fari út í óskynsamlegar fjárfestingar. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Endurskipulagning tjármála Norðurljósa, og yfir- takan á félögum eins og Frétt, BT og Skífunni, voru mjög umfangsmikil verkefni. Eg held að stjórnir séu almennt vel í stakk búnar til þess að glíma við slfk verkefni. Stjórnarmenn eru famir að gera sér betur grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir stjórnarsetunni og mæta vel undirbúnir. Það er mín tilfinning. Gctur þú ncfnt dæmi um crfiðar ákvarðanir scm þú hcfur þurft að taka scm stjómar- formaður, hvemig ákvörðunarfcrlið var og hveijir vom kostir þess og gallar? SIGURÐUR EINARSSON: Innkoma Kaupþings á sænska markaðinn var ekki auðveld og kallaði á margar erfiðar ákvarð- anir. Við lentum í talsverðum mótvindi við kaup á sænska fjárfestingarbankanum JP Nordiska og það kom í ntinn hlut, fyrst sem forstjóri Kaupþings og síðar sem stjómarformaður félagsins, að taka þann slag. Stjórnendur bankans og starfsmenn hans reru gegn okkur, bæði í innviðum bankans og einnig út á við. Efnt var til mikillar rógsherferður í sænskum fjölmiðlum sem einnig varð tilefni fréttaflutnings bæði hér á Islandi og í þeim löndum sem Kaupþing starfaði í. Málið endaði með því að við náðum fullum yfírráðum í bankanum, rákum alla stjómendur hans, endurskipulögðum reksturinn undir merkjum Kaupthing Bank Sverige og snerurn margra ára hallarekstri í arðbæra starfsemi. Þetta mál staðfesti meðal annars mikilvægi þess að breyta skipu- lagi félagsins og hafa stjómarformann í fullu starfi, enda útlokað fyrir framkvæmdastjóra að sinna daglegum störfum við þessar aðstæður. Viðsnúningurinn í rekstri starfseminnar í Stokkhólmi reyndist miklu umfangsmeiri og tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. BENEDIKT JÓHANNESSON: Það er alltaf erfíð ákvörðun ef einhver hluti starfseminnar er lagður niður. Þá blandast tilfínningar stundum inn í ákvarðanaferlið. Rót- tækar breytingar á skipulagi eru líka stundum erfiðar. Menn hika stundum við þær vegna þess að vinir þeirra lækka í stöðu eða þurfa að hætta. Að því leyti er best að stjómarmenn séu sem óháðastir fyrirtækinu. Oftast eru slíkar ákvarðanir þó teknar að tillögu for- stjóra og heyra stundum alls ekki undir stjórn. BENEDIKT SVEINSSON: Fyirnefndar ákvarðanir voru oft þannig að forstjóri kom með hug- myndir sem hann ræddi í upphafi við stjórnarformann, sem gaf grænt ljós á að halda áfram með hugmyndina og síðar var málið Málið end- aði með því að við náðum fullum yfir- ráðum í bank- anum, rákum alla stjórnendur hans, endur- skipulögðum reksturinn undir merkjum Kaup- thing Bank Sverige og snerum margra ára hallarekstri í arðbæra starfsemi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.