Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 24

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 24
VISBENDING yfir í það að fjármagna útlán með heildsöluviðskiptum á ijármagni, svo sem í gegnum erlenda millibankamarkaði. Stigið hefst eftir að banka- viðskipti hafa verið gefin frjáls og bönkunum er fijálst að þróa ijölhæfða fjármálaþjónustu og nýta sér samlegðaráhrif milli hinna ýmsu tegunda ijármagnsviðskipta. Samhliða þurfa bankamir að fást við samkeppni frá öðrum tegundum fyrirtækja, svo sem tryggingafélögum, lífeyrissjóðum og sérhæfðum fjármálafyrirtækjum sem sækja á sömu mið og beijast hatramlega um markaðshlutdeild. I kjölfarið fylgir mjög hraður vöxtur útlána umfram hagvöxt. 6. Skuldaskjalavafningar Þetta síðasta stig tekur við eftir að þeir vaxtamöguleikar sem kynntir vom til sögunnar í fimmta stigi hafa runnið sitt skeið og bankamir þurfajafnvel að fást við timburmenn vegna hraðrar útþenslu, svo sem útlánatöp. Á sjötta stigi fjármagnsviðskipta - sem breskir bankar náðu á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar - er bönkunum nauðsyn- legt að auka markaðshæfi eigna sinna með svokölluðum skuldaskjala- vafningum (e. securitisation) þar sem lánum er vafið í markaðshæf skuldabréf. Aðalávinningurinn felst í minni áhættu vegna seljanleika auk þess sem hægt er að flytja vaxtaáhættu af bönkum yfir á lífeyris- sjóði sem eiga auðveldara með að bera hana. I þessum nýja banka- heimi em það reglur um eigið fé (CAD) sem em notaðar til þess að hafa hemil á útlánum þar sem lausafé er ekki lengur takmarkandi þáttur. Samhliða því aukast færslur utan efnahagsreiknings (off balance sheet acúvity), svo sem með afleiðum og ýmsum slíkum viðskiptum. ÞRÓUN ÍSLENSKRA BANKAVIÐSKIPTA Islensk bankaviðskipti hafa í stómm dráttum fylgt ofangreindu ferli og em nú á fimmta stigi samkvæmt þessari flokkun. Ennfremur er með nokkuð einföldum hætti hægt að finna tímasetningar fyrir þá áfanga sem að ofan greinir. Á tveimur tímaskeiðum hefur banka- kerfið líklega haft leiðandi áhrif á hagkerfið. Fyrst eftir stofnun Islands- banka þegar stórrekstur í bankaviðskiptum var innleiddur með fremur snöggum hætti. Gjaldþrot eða þjóðnýting Islandsbanka 1929 hefúr dregið langan dilk á eftir sér með því að festa fjármálaumgjörðina niður í rúmlega hálfa öld. Síðar, eða frá 1998, þegar íslensku bönk- unum var loks gefinn laus taumurinn, hafa þeir í auknum mæli tekið að sér forystuhlutverk í íslensku viðskiptalífi. Þróunarstíg 1 og 2 - Bankabyltíngin 1904 Lánveitingar á milli manna hafa tíðkast á Islandi allt frá upp- hafi landnáms, en einkum voru það efnaðir bændur sem lánuðu út sparnað sinn hvort sem um var að ræða peninga, mat, eldivið, hey eða annað. Yfirleitt var einn eða fleiri „heimabankar" í hverri sveit. Flest bendir raunar til þess að frumstætt fjármálakerfi og bið á myndun innlánsstofnana hafi tafið framþróun landsins um ára- tugi. Að einhverju leyti má rekja þessa töf til þess hve hagkerfið var fábrotið, auk þess sem reikningsverslun, bjöguð viðskiptakjör og frumstæð fjármálaumgjörð oilu viðvarandi skorti á opinberum gjaldmiðli hérlendis sem takmarkaði útlán heimabankanna (þar sem enginn peningamargfaldari var til staðar). Einnig má kenna hér um áhugaleysi Dana sem fannst engin brýn þörf á því að landsmenn fengju sínar eigin fjármálastofnanir, en voru geipilega tortryggnir ef aðrar þjóðir hugðust hasla sér hér völl í bankaviðskiptum. Einnig virðast íslenskir ráðamenn heldur ekki hafa verið vakandi í þessum efnum, þar sem t.d. peningar landssjóðs og annarra sameiginlegra sjóða landsmanna voru lengi vel geymdir f dönskum ríkisskulda- bréfum eða geymdir á vöxtum í Danaveldi. En umsjá með fjár- málum ríkisins myndaði upphaf að bankaviðskiptum í mörgum nágrannalandanna. Þrátt fyrir tilkomu Landsbankans árið 1886 og að sparisjóðir færu brátt að skjóta upp kollinum víða um landið (24 sparisjóðir voru starf- andi um aldamótin 1900) virðist sem íslensk bankaviðskipti hafi verið föst á fyrsta stigi. I raun og vem er ekki hægt að segja að neitt banka- kerfi hafi verið til staðar í þeim skilningi að innstæður væm notaðar sem gjaldmiðill í viðskiptum. Til að mynda voru veltiinnlán (ótíma- tengdar bankainnstæður, svo sem tékkareikningaij aðeins um 29% af seðlum og mynt í umferð um 1904. Það þýðir að greiðsluþjónustan var að mjög litlu leyti í höndum innlánsstofnana og galdur nútíma- bankaviðskipta var ekki enn farinn að verka í íslensku hagkerfi. Innlánsstofnanir gegndu ekki því hlutverki sínu að breyta skamm- tímainnstæðum í langatímalán, breyta mörgum smáum innstæðum í stór lán og nýta sér stærðarhagkvæmni í ijárhagslegri milligöngu með upplýsingaöflun, eftirfýlgni, áhættudreifingu í lánaviðskiptum og svo framvegis. Á þessu varð mikil breyting árið 1904 með tilkomu Islandsbanka sem færði fjármálaviðskipti landsins á annað þróunar- stig. Eigið fé og seðlaútgáfa íslandsbanka var vitaskuld dágóð viðbót við íslenska fjármagnskerfið en mestu skiptir að með tilkomu hans verður til bankakerfi eða greiðslunet úr mörgum stökum stofnunum. Á næstu árum hófst ennfremur harðvítug samkeppni á lánamarkaði á milli Landsbankans og Islandsbanka og mjög hraðar efnahagslegar ffamfarir áttu sér stað. En fyrir þann tíma stóð Landsbankinn einn í Reykjavík með takmarkanir á útlánum og verulega áhættufælni, en að öðru leyú var fjármálakerfið svæðisbundið með heimabönkum og spari- sjóðum sem stóðu stakir, höfðu litla burði og tengdust lítt innbyrðis. Stíg 3 og 4 - Fimmtíu ára stöðnun Margt hefur verið ritað um gjaldþrot Islandsbanka og afleiðingar þess. Jóhannes Nordal (2002) telur að það hafi verið mistök að afhenda einum viðskiptabanka - Islandsbanka - seðlaútgáfurétt árið 1904 og síðan afhenda öðrum viðskiptabanka í ríkiseigu - Landsbankanum - seðlaútgáfuna nokkm seinna. Það hafi boðið upp á misnotkun - að þessir tveir viðskiptabankar prentuðu of mikið af peningum til þess að fjármagna útlán til að ná markaðshlutdeild á kostnað hvor annars. Ennfremur var komið í veg fyrir að nýjar bankastofnanir kæmust á legg hérlendis. Þetta vekur upp spumingar um hvort bankabyltingin 1904 með stofnun Islandsbanka hafi verið of dým verði keypt. Eftir að Islandsbanki var tekinn til gjaldþrotaskipta árið 1930 og Utvegs- bankinn stofnaður á rústum hans, var lagður gmnnur að bankakerfi með þremur stómm viðskiptabönkum í ríkiseigu. Síðar bættust við smærri bankar á vegum einstakra atvinnugreina sem vom fremur smáir og vanmáttugir og bundnir við hagsmuni þcirrar greinar sem þeim var ætlað að þjóna. I þessu nýja kerfi Iögðust allar framfarir niður í íslenskum fjármagnsviðskiptum. Bankamir urðu fyrst og fremst tæki stjómvalda og Landsbankinn gaf nær engan gaum að því hlutverki sínu að vera Seðlabanki. Það var ekki fyrr en 30 ámm eftir fall Islandsbanka að sjálfstæður seðlabanki var stofnaður hérlendis, árið 1960, og 50 ár liðu þangað til vfsir að millibankamarkaði varð til árið 1980. Raunar komust nútímaleg millibankaviðskipti ekki á hér- Iendis fyrr en eftir umbætur árið 1998 sent vom leiddar af Seðlabanka Islands. Eftir 1930 fetaði íslenska hagkeifið æ lengra á braut hafta og ríkis- afskipta, sem kunnugt er. Höftin - hámarksvextir - gerðu bönkunum mjög erfitt fyrir að sinna miðlunarhlutverki sínu þegar verðbólgan tók spretti, sérstaklega eftir 1970. Þetta átti t.d. við á haftaámnum 1930-1960 þegar enginn raunvemlegur Seðlabanki né gjaldeyris- varasjóður var til staðar og greiðsluerfiðleikar á gjaldeyrismarkaði hérlendis kölluðu sífellt eftir nýjum höftum. Þetta á líka við um skorl -24'

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.