Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 26

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 26
VÍSBENDING ÁRSINS Tuttugasti og annar árgangur Vísbendingar slær nú lokahl.jóminn. Feita prímadonnan syngur síðustu aríuna, síðustu nóturnar. Hún er öll hin glaðlegasta enda helúr árið verið farsælt en átakamikið. Gríðarleg uppsveifla á hlutabréfamarkaði, þar sem hankarnir og útrásarfyrirtækin liafa leikið lykilhlutverkið, hefur sett svip sinn á Island á árinu. Skulda- staða fyrirtækja og heinúla, aukinn viðskiptahalli, vaxandi verðbólga og vaxtahækkanir Seðlahankans hafa verið efnahagsáhyggjuel'nin en þensluáhrif stóriðjuframkvæmda hafa smám saman verið að aukast. Vaxtafrelsið fékk andlitslvftingu á árinu þegar vextir á íbúðalánum voru lækkaðir og lánshlutfallið fór í ItK)%. Samráð og hringamyndun var einnig áberandi uinræða, fjölmiðlafrumvarpið var kæft í fæðingu en samráðsmál olíu- félaganna vakti á ný athygli á íslenskri fákeppni. Umræðan um hlutverk stjórna fyrir- tækja komst í brennidepilinn. A erlendum vettvangi var það hækkandi olíuverð, Iraks- krísan, uppgangur í Kína og á Indlandi, forsetakosningar í Bandaríkjunum og stækkun Evrópusambandsins sem vakti hvað mesta athygli. ÞetUi var viðburðaríkt ár. Vísbending leitaði eins og endranær víða fanga og naut aðstoðar helstu sérfræðinga landsins í viðskipta- og efnahagsmálum. Margir þeirra skrifuðu athygliverðar greinar, eins og Guðmundur Magnússon, Ólafur Klemensson, Sigurður Jóhannesson, Þórður Friðjónsson og Þorvaldur Gylfason svo að einungis fáeinir séu nefndir. Að venju hélt Benedikt Jóhannesson pennanum á lofti í öðrum sálmum Vísbendingar. Kitstjóri vill þakka þeiin sem skrifað hafa í Vísbendingu á árinu fyrir framlag þeirra. Hér á eftir má sjá glefsur úr því sein skrifað var. • Þjóðarbúskapurinn og ríkið Margaret Thatcher sagði mikið atvinnuleysi í upphafi stjómarára hennar stafa af því að efiiahagslífið þyrfti að endurnýjast eftirþann skaða sem margra ára tekjustefna hefði valdið. Skyldu slík eftirköst híða íslendinga þegar þensluskeiðinu lýkur? Sigurður Jóhannesson (Skínandi horfur). Hugarfarið á mörgum bœjum virðist vera á þá lund aðfesta eigi í lög þrengra umhveifi en ástœða er til — og jafnvelþrengra en ann- ars staðar er aðfinna. Varað er við þessum viðhotfum hérog hvatt til þess að leitað verði hagkvœmra lausna á þeim viðfangsefnum sem hlasa við í anda þess hugarfars sem kom íslandi ífremstu röð á sviði efnahagsmála í heiminum á síðustufimmtán árum. Þórður Friðjónsson (Bilið brúað - og gott betur). Búvemdarkostnaðurinn hér heima, 15 milljarðar króna 2003, nemur nœrri 2% af landsframleiðslu. ... Til viðmiðunar er skerfur landbúnaðarins til landsframleiðsl- unnar 1,4%. Með öðrum orðum: búvemdin, þótt hún sé vanmetin, kostar meira en land- búnaðurinn skilar til þjóðarbúsins. Þorvaldur Gylfason (Búvemd: er loksins að rofa til?). Samkvcemt tölum EJhahags- og framfara- stofhunarinnar, OECD, jukust skatttekjur hins opinbera á Íslandí úr tœpum 32% af landsframleiðslu árið 1990 í rúm 40% árið 2003. A sama tíma jókst skattheimta í löndum OECD um 1-2% aflandsframleiðslu. Sigurður Jóhannesson (Skattahækkanir). Verðmœti innfluttra olíuvara nam rúmlega 16 milljörðum króna á seinasta ári. Aœtla má að olíureikningur þjóðarbúsins muni hœkka um 6 milljarða króna á þessu ári og fara í um 22 milljarða króna. Sem hlutfall af heildarinnflutningi nam olíuvöruinnflutn- ingurinn um 7,5% á seinasta ári. Islenska hagkerfið er reyndar mun minna háð inn- fluttum orkugjöfum en flest önnur hagkerfi. Ólafur Klemensson (Olíuverð og þjóðarbúskapurinn). En einna undursamlegust er þó útrás íslenskra fyrirtœkja á erlendan markað sem þau hafa nú óheftan aðgang að. Eg hef stundum haft á orði að Island vœri of lítið fyrirheUabú og athafnaþrá Islendinga. Hag- vöxtur á Islandi nœstu árin er tryggður með miklum orkuframkvœmdum en til langframa kœmi ekki á óvart þótt afrakstur aferlendri starfsemi tœki við afþeim sem tekjulind. Guðmundur Magnússon (Afram veginn). • Krónan og vextir Enn eimirþó eftirafþeirri hugsun hjá sumum stjómmálamönnum að þeir séu slyngari en markaðurinn í því að skipa málum á betri veg. A ég þarekki hvað síst við tryggðþeirra við islensku krónuna og vaxtavisku þeirra. Guðmundur Magnússon (Ahættustýring í ólgusjó heimsviðskiptanna). Viðskiptahallinn var 4,1% á síðasta ári og er áœtlað að hann verði 7,3% í lok þessa árs. Fjármálaráðuneytið spáir enn fremur að hallinn haldi áfram að vaxa og verði 11% á nœsta árí og 13,5% árið 2006. Efsú spá rœtist er það einn mesti viðskiptahalli í utanríkisverslunarsögu Islands. Þá er það spurning hvort krónan þolir álagið. Eyþór ívar Jónsson (íslenskurhalli og krónan). Það er snjallt útspil hjá bönkunum að bjóða íbúðarfjárfestum upp á erlend lán. 1 fyrsta lagi sýna þeir lántakendum og öðrum svart á hvítu að tiltölulega háir útlánsvextir í íslenskum krónum eru að mestu til komnir vegna þess að innlend lántaka þeirra er dýr og erlend lántaka felur í sér gengisáhœttu sem þeir verða að bœta sér upp með vaxta- álagi. Guðmundur Magnússon (Upphafið á endalokum krónunnar?). Það eykur á óvissu um gengi krónunnar að hún er ein íheiminum á sínu litla myntsvœði. Það þarf mjög litlar breytingar áframboði og eftirspum til þess að vagga genginu. Þess eru dœmi að bœði yfirfœrslur stórfyrirtœkja og hfeyrissjóða hafi valdið óróa á markað- inum. Guðmundur Magnússon (Gengi og trúverðugleiki). • Hápunktur hlutabréfa- markaðarins Vel er hœgt að ímynda sér að söngurinn um litlu negrastrákana tíu hljómi í bakgrunn- inum innan veggja Kauphallarinnar. Fyrir- tœki liafa tínst þaðan eitt aföðru, rétt eins og litlu negrastrákarnir, og sífellt fœrri verða þar eftir. Þegar fyrirtœkin voru hvað flest í Kauphöllinni, árið 1999 og 2000, voru þau 75. I lok síðasta árs voru 48 skráð fyrirtœki eftir, m.ö.o. þá hefur rúmlega þriðjungur fyrirtœkja Kauphallarínnar horfið af vett- vangi. Ekki hafa fœrri fyrirtœki verið skráð í Kauphöllinni síðan árið 1996. Eyþór ívar Jónsson (í tómlegri höllinni). Nú er það að verða vikulegur viðburður að sjávarútvegsfyrirtœki jlýi úr Kauphöllinni, oft í skjól sömufjölskyldna og áttu þau áður en þau fóru á markað. Þetta er óheppileg þróun útfrá sjónarhóli þjóðfélagsins. Nœgar hafa deilumar verið um auðlindagjald og fiskveiðistjórnun til þessa, en héðan í frá verður hœgt að tala um það í raun og sann að kvótinn sé kominn í eigu örfárra Jjöl- -26-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.