Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 46

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 46
VISBENDING leggja lyrirtækið niður og leigja hluta af eignum jxss. En jafhframt hatiia tilboði í allareigurlyrirtækisins. Það varathyglisvert hve Kristinn varorð- margur á Alþingi en þögull á stjómarfiindum. Hann hafði setið hjá, en ekki greitt atkvæði gegn áðumefndum tillögum. Ráðherra var gagnrýndur fyrir að veita ekki undirbúningsnefndinni lengri fhest en hann varðist fimlega. Um það leyti sem þingfundur stóð birtist hins vegar viðtal við forstjóra Samskipa á Bylgjunni þar sem hann sagðist telja að samningar væru nán- ast í höfn. Þetta var einkennilegt, því að við fulltrúar ríkisins hittum hann ekki fyrr en klukkutíma síðar, en þá gekk hann reyndar að flestum kröfum okkar um breytingar á tilboði sínu. Hvorki við né ráðherrunn vissum neitt um það, en yfirlýsing forstjórans kom á óheppilegum tíma fyrir okkur og gerði ráð- herrann tortryggilegan. Skipaútgerðin afhent Þjóðminjasafninu. Skömmu síðar fómm við Guðmundur Einarsson á skrifstofúr verkalýðs- félaganna úl þess að úlkynna fjöldauppsagnir formlega. A skrifstofú Dags- btúnar var Guðmundur jaki fyrir með lögfræðingi félagsins, Atla Gíslasyni. Þessum fúndi kveið ég svolíúð, ekki síst eftir skemmufundinn. Við fórum samt með okkar mllu. Guðmundur svaraði í löngu máli og skrauúegu eins og honum einum var lagið, tók nokkrum sinnum í neftð með úlþrifúm þannig að tóbakið dreifðist um skriíborö og gólf og snýtti sér með stæl. Svo sagði hann að við þessu hefði nú verið að búast, það væri ekki hægt að reka fyrirtæki endalaust með halla og menn yrðu að taka því. Ég var ekki viss um að ég hefði heyrt rétt og þagði efúr að jakinn hafði lokið sinni ræðu. Aúi lögmaður taldi greinilega að við værum teknir of mjúkum tökum og sagði að verkamenn myndu að sjálfsögðu kanna sinn nátt til biðlauna í sex eða tólf mánuði. Guðmundur lítur til hliðar og segir með þunga: „Þú veist það Atli, að það eru engin biðlaun í okkar samn- ingum og það þýðir ekki að tala um það.“ Málið var afgreitt. Sögulok Súax í febrúar fækkaði mikið á skrifstofu félagsins en frágangur mála stóð jx') fram í júní og jalúvel lengur. Það áraði ekki vel og sala eigna tók sinn ú'ma. Allmargir starfsmenn féngu vinnu hjá Samskipum en sumir vorn atvinnulausir um úma. Ég var féginn að Guðmundur Einarsson hélt áfram störfúm úl loka, það auðveldaði alla vinnu. Þjóðskjalasafnið tók við ýmsum gögnum, Þjóðminjasafnið við munuin, sett var upp sögusýning í Sjóminja- safúinu. Fyrirtækið var otðið hluú af fbrú'ðinni á örfáum mánuðum. Skipafélögin tóku upp harða samkeppni í strandsiglingum. Allt í einu voru sex skip í siglingum og einn vinur minn á landsbyggðinni orðaði það svo að það væri enginn ffiður fyrir skipaferðum. Morguninn eftir hitúst stjómamefndin og farið var yfir samninginn við Samskip. Engar athugasemdir komu ífam. Sama dag var þingfundur. Þingmenn réðust af hörku á ráðherrann. Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Helgadóttir, Ólafúr Ragnar og Kristinn H. töldu öll að ráðherrann hefði sagt ósatt. Framsóknarmenn þögðu hins vegar þunnu hljóði eftir að Sam- skip vom komin úl skjalanna. Ég hafði talað við Kristin daginn áður skömmu fyrir hádegi og sagt honum frá stöðu mála. Eftir á að hyggja bar honum jafnmikil skylda og ráherr- anum að upplýsa þingheim um það sem hann vissi um málið. Daginn efúr gengu fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson og samgönguráð- herra frá samningunum við Samskip. í kjölfarið gengu hlutimir hratt fyrir sig. í lok mánaðarins gerðu Samskip úlboð í annað skip Skipaútgerðar- innarog flestaraðrareignir. Eimskipafélagsmenn gerðu reyndar likaúlboð í gáma og fleiri eignir. Sagt var að skila ætú tilboði ákveðinn dag. Fulltrúi Eimskipafélagsins kom eina mínútu yfir tólf á miðnætú heim til mín og ég sagði honum að úlboðið væri þar með ógilt. Honum brá svo illilega að ég fékk súax samviskubit yfir stráksskapnum. Við tókum úlboðið samt gilt, en það reyndist lægra en úlboð Samskipa. Satt að segja var ég feginn, því að ég vildi gjaman að Samskip gætu klárað allt dæmið. Efúrminnilegur var fúndur með starfsmönnum í vöruskemmu. Ég fór yfir málið, verið væri að leggja fyrirtækið niður og að öllum yrði sagt upp með þriggja mánaða uppsagnarfresú. Þetta vissu menn fyrir, en á fúndinum kom fhun mikil gremja yfir því að starfsmenn á skrifstofú sem voru ríkis- starfsmenn fengu sex úl tólf mánaða biðlaun en verkamenn og sjómenn ekki. í fundarlok var gerður aðsúgur að mér og sumir virtust úlbúnir að láta hnefana útla. Hjörtur aðstoðarforstjóri skarst í leikinn og ég komst klakk- laust burtu. Það vakti athygli mína hve fáir urðu til þess að styðja við bakið á ráðherr- anum meðan á móti blés. í umræðum á þinginu var hann oftast einn úl andsvara og ég man efúr því að sumir félagar hans veltu því fyrir sér hvort þetta væri þorandi. Morgunblaðið studdi málið í leiðara, en hann birtist ekki fyrr en um miðjan mars þegar allur hasarinn var búinn. Efúrá vildu fleiri Lilju kveðið hafa. Halldór Blöndal hikaði hins vegar aldrei allan tímann. Hann hafði ákveðið að leysa málið og þegar leiðin var ljós var hann mjög staðfastur. Aldrei vék hann að mér styggðatyrði þrátt fýrir að hann yrði stundum að veija það sem ég hafði gert. Hann hafði markað stefnuna í septemberog hélt henni. Á Alþingi var afgreitt Ifumvarp um að Skipaútgeiðin yrði lögð niður. Framsöguræða Halldórs Blöndals var efúrminnileg: „Herra forseú. Eins og háttvirtum þingmönnum. er kunnugt hafa eignir Skipaútgerðar ríkisins verið seldar, aðrar en vömskemma á Grófarbryggju og hið ánægjulega í því sambandi er að eignimar hafa allar verið seldar við markaðsverði. í öðm lagi liggur það beint við að samkeppni í innanlands- siglingum hefúr aukist og vaxið og eftir því sem ég best veit er hvarvema mikil ánægja yfir þeirri þjónustu sem Samskip og Eimskip veita nú með ströndinni og er hún síst minni en áður var. Nauðsynlegt er að lög um Skipaútgerð ríkisins verði úr gildi felld til jress að hægt sé að leggja þá stofnun niður. Einungis lokauppgjör er nú eftir. I dag vom þeir munir Skipaútgeiðar sem eiga heima á Þjóðminjasafninu alhentir þjóðminjaverði.Ég sé ekki ástæðu úl að hafa um þetta fleiri orð, herra forseti, en legg úl að ffumvarpinu. verði vísað úl 2. umræðu og sam- göngunefndar." Fmmvarpið var samþykkt án mótatkvæða. I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.