Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 23

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 23
sem peningamargfaldarinn verður virkur og fjármálakerfið getur vaxið með víxlverkun innlána og útlána. Bankakerfið hefur milli- göngu á milli þeirra sem spara og þeirra sem fjárfesta og tengir efnahagslífið saman í einu greiðsluneti. Þetta stig bankaviðskipta er forsenda fyrir nútímavæðingu hagkerfisins - kapítalískum framleiðsluháttum. 3. Tilkoma millibankamarkaðar Eftir að viðskiptabankar hafa vaxið og myndað fjármagnskerfi er yfirleitt næsta skref að mynda millibankamarkað þar sem stunduð er heildsala á fjármagni, en bank- amir sjá sér sameiginlegan hag í því að lækka lausafjáráhættu hver annars með skammtíma- lánum. Þetta leiðir til mun meiri hagkvæmni og skilvirkari verðmyndunar í bankarekstri þar sem bankamir komast af með minna lausafé og geta einnig komið fjármunum sínum í skammtímageymslu. Slík heildsala með lausafé á millibankamörkuðum er einnig forsenda fyrir virkum eignamörkuðum og að Seðlabankinn geti haft áhrif á skammtíma- vexti með markaðsaðgerðum. 4. Tilkoma lánveitanda til þrautavara Allir bankar eiga við óbrúaðan tímavanda (maturity mismatch) að etja á milli eigna og skulda. Skuldimar-innlánin-em til skamms h'ma og laus til útborgunar hvenær sem er. Eignimar - útlánin - em til lengri tíma og lítt seljanlegar. Lausafjárforði bankanna er yfir- leitt aðeins brot af heildarskuldbindingum. Bankamir geta því ekki á neinum tíma staðið skil á skuldum sínum sé eftir þeim kallað. Af þeim sökum hlýtur þróað bankakerfi að kalla eftir Seðlabanka eða sambærilegri stofnun er hefur það hlutverk að veita lán til þrautavara þegar kerfisbundin lausafjárskortur skapast. Fyrir lítil, opin hagkerfi skiptir einnig miklu máli að tryggja öryggi í gjaldeyrisviðskiptum með viðhaldi gjaldeyrisforða og gjaldeyris- viðskiptum á reikning ríkisins. Síðar hefur yfirleitt fylgt áhersla af hálfu Seðlabankans á eitthvert þjóðhagslegt jafnvægi eða peninga- legt ítkkeri, t.d. gullfót, fastgengi, verðbólgu- markmið o.s.ffv. 5. Skulda- og fjárstýring Fimmta stigið í þróun bankaviðskipta er þegar bankarnir færa út kvíamar frá hefðbundinni greiðsluþjónustu og yfir í fjölhliða fjármála- þjónustu, svo sem öíluga eigna- og lausa- ljárstýringu fyrir aðila utan bankans. Enn- fremur færa bankamir sig frá hefðbundnum lánaviðskiptum fjármögnuðum með innlánum BRÚN AST AÐ AB ANKINN Arið 1926 lést Jóhann P. Pétursson á Brúnastöðum í Skagafirði og var þar með bund- inn endir á lánaviðskipti „Brúnastaðabankans” svokallaðs sem Jóhann hafði rekið á jörð sinni um rúmlega hálfrar aldar skeið. Jóhann kom upphaflega sem fátækur vinnumaður í Skagfjörð árið 1850 með tvo hesta, sat sjálíúr á öðrum en aleiga hans var reidd á hinum. Jóhann var góður bóndi en megin uppspretta auðæva hans voru samt lánaviðskipti. Jóhann lánaði raunar allt á milli himins á himins jarðar - hvort sem um var að ræða sauða- tað, hey, kom, tóbak eða brennivín. En lang umfangsmest vom þó peningalán hans. Jóhann lánaði ekki aðeins sveitungum sínum fé heldur einnig utanhéraðsmönnum, þeim sem vom í hæfilegri reiðlengd frá Brúnastöðúm. En bændur og búalið vom ekki einu viðskiptavinir Jóhanns. Hann lánaði einnig kaupmönnum og embættismönnum í Skagafirði og var um talsverðar summar að ræða á þeirra tíma mælikvarða. Jóhann lán- aði einnig töluverða fjármuni til stofnunar pöntunarfélags og verslunar og Sauðárkróki en tapaði þeim fjármunum öllum þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Alla jafna vom þó lánaviðskipti Jóhanns flest í fremur smáum lánum og til skamms tíma, til fólks sem þurfti að brúa bil á milli neyslu og tekna í búskapnum. Hann nýtti oft verslunarreikning sinn í verslununum á Sauðárkróki tíl þessa að millifæra fjárrmini. Þá fékk fólk að taka út vömr á hans reikning í versluninni og borgaði síðan aftur til baka með því að leggja aftur afurðir sínar á reikning Jóhanns í sömu verslun. Jóhann tók upphaflega 4% vextí af lánum sínum fyrir aldamótín 1900 en hækkaði vexti sína upp í 5-6% eftír aldamótin. Á sama tíma hefði Jóhann getað fengið 4% innláns- vextí í Landsbankanum þannig að útlánavafstur hans skilaði um 1-1,5% premíu ofan á þá sem vexti sem hefðu átt að teljast fúllkomlega ömggir og þættí fremur lágt áhættuálag á einstaklingslán hjá bankastofnunum í dag. Jóhann virðist reyndar oft hafa tekið veð í bústofúi og jafúvel jarðapörtum þegar hann lánaði út en framlegð hans af lánaviðskiptum virðist samt hafa byggst á mjög góðum upplýsingum um þá sem hann lánaði tíl, enda var yfirleitt um héraðsmenn að ræða. Þá verður að hafa í huga að í gamla bændasamfélaginu var litið á það sem hina mestu skömm að greiða ekki skuldir sínar og því komu vanskil sjaldan upp nerna í ýtmstu neyð. Loks skaðaði það ekki lánaviðskipti Jóharms að hann varð einnig hreppstjóri í Lýtingstaðahreppi og hafði því góðar fjárhagslegar upplýsingar um sveitunga sína auk þess að þjóna sem hálfgert lögregluyfirvald. J S ' , .... . Brúnastaðabankinn var að rnörgu leytí dæmigerður fyrir þá „óformlegu" lánastarfsemi sem tíðkaðist á nítjándu öld og raun langt frameftir þeirri tuttugustu. SLíkar heimabankar vom í hverri sveit og vom bankastjóramir mjög misþokkaðir af almenningi, þótt Jóhann hafi alla jafúa fengið góð eftírmæli. Slíkir bankar réðu tíltölulega vel við þarfir gamla bændasamfélagsins sem snerist um skammtímaneyslulán - sem sést glögglega af þeim hagstæðu útlánavöxtum sem Brúnastaðabankinn bauð. Þannig virðist Jóhann ekki hafa stafað nein ógn af stofúun Landsbankans né íslandsbanka eða sparisjóðanna Qóhann var einn af stofúendum Sparisjóðs Sauðárkróks árið 1886). Brúnastaðabankinn virðist hafa haft hreina og klára yfirburði í lánaviðskiptum tíl sinna héraðsmanna svo lengi sem Jóhann lifði sökum þekkingar hans og stöðu í samfélaginu. Hins vegar gat hvorki Brúna- staðabankinn né aðrar slíkar óformlegar bankastofnanir komið í stað fonnlegrar banka- starfsemi þegar kom að nútímavæðingu atvinnulífs og stórvirkari framleiðsluháttum. Það er af Jóhanni sjálfum að segja að hann naut ekki jafú mikillar giftu í einkalífi og í viðskiptum. Hann missti fyrstu konu sína og böm, og sagt er að hann kvænst tíl fjár í annað skiptí. Hann og seinni konan lifðu í 60 ár á Brúnastöðum í firemur “þurrlegum samskiptum” að sögn sveitunga og vom bamslaus. Við dauða þeirra árið 1926 rann stærstí hlutinn af höfuðstóli Brúnastaðabankans í Sparisjóði Sauðárkróks með stofiiun styrktarsjóða sem áttu að skila vaxtatekjum til ýmissa framfaramálefna í Skagafirði, s.s. að styðja við fátæk böm í Lýtingsstaðahreppi. - 23-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.