Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 28

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 28
JSLENSKIR STJÓRNARHÆTTIR Stjórnir fyrirtækja og góðir stjórnarhættir hafa verið talsvert í umræðunni á árinu 2004. Hinn 16. mars kynntu Kauphöll Islands, Verslunarráð og Samtök atvinnulífsins Ieiðbeinandi reglur um góða stjórnarhætti fyrir íslensk fyrirtæki. I reglunum var m.a. lögð áhersla á óháða stjórnarmenn og stoðnefndir stjórna. í byrjun september kom út skýrsla nefndar um íslenskt viðskiptaumhverf! sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nokkra athygli vakti að nefndin lagði til að starfs- svið svokallaðra „starfandi stjórnarformanna“ yrði talsvert skert með lagasetningu. Vísbending hefur á árinu einnig fjallað mikið um mál íslenskra stjórna og um stjórnarhætti fyrirtækja út frá ýmsum hliðum og má telja fjórtán greinar sem hafa beinar tilvísanir í umræðuna, en einnig hafa birst greinar um skyld mál eins og ákvarðanatöku, hópstarf og fleira. Satt að segja hefur óvíða verið fjallað meira um stjórnir fyrirtækja á íslandi en í Vísbendingu frá árinu 1999. Þess vegna er við- eigandi að bryddað sé upp á umræðu um stjórnir og stjórnarhætti í þessu síðasta tölublaði Vísbend- ingar í ár. Umræðunni er þó hvergi nærri Iokið. Þessi hluti blaðsins, sem fjallar um íslenska stjórnarhætti, skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hlut- anum f jallar Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur um upphaf íslenskra stjórnarhátta og gefur ákveðna mynd af uppruna og þróun stjórna og stjórnarhátta hér á landi. I öðrum hluta, sem er jafn- framt meginefni þessa kafla, er það sem kalla má „hringborð stjórnarformanna Islands“ en ritstjóri Vísbendingar hafði samband við þungavigtarmenn í íslensku viðskiptalífi sem gegnt hafa stjórnar- formannsstöðum í stærstu fyrirtækjum landsins og spurði þá nokkurra spurninga. Afraksturinn er einkar áhugaverður. í þriðja hlutanum fjallar Benedikt Jóhannesson um aðgerðir stjórnar Skipaút- gerðar ríkisins í grein sem nefnist „Endurminningar stjórnarformanns“.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.