Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 38

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 38
VISBENDING Eftir hncykslismál í Bandaríkjunum í byrjun aldarinnar brcyttist talsvert áherslan og athyglin á starf stjóma í Bandaríkjununi. Hvaða áhrif hcfur sú umræða haft á íslenskar stjómir? BENEDIKT SVEINSSON: Líklega gera margir stjórnarmenn sér nú betri grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Þóknun til stjómarmanna á Islandi er hins vegar aðeins brota- brot af því sem hún er í Bandaríkjunum, en fyrir- tæki þau sem hafa verið í hremmingum og fréttum þaðan eru margfalt stærri en innlend fyrirtæki og erfitt að yfírfæra reglur úr svo ólíku umhverfi til okkar. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Eg tel sennilegt að öll þessi mál hafi haft áhrif en það er óljóst hversu mikil áhrif. Það hefur breyst frá því sem áður var að stjórnir voru bitlingar eða virðingarstaða. Nú gera menn sér grein fyrir því að stjórnir hafa skýrt lagalegt hlutverk og almennt gera menn sér grein fyrir ábyrgðinni. Hagsmuna- aðilar verða að geta reitt sig á stjómina, þ.e. lán- veitendur, opinberir aðilar og fleiri. Eg held að í langflestum tilvikum sé hægt að treysta stjórnum. ÁGÚST GUÐMUNDSSON: Ég tel að sú umræða hafí verið til góðs og minnt menn rækilega á þá ábyrgð sem þeir bera gagnvart hluthöfum fyrirtækja og samfél- aginu almennt. Hún hefur leitt til öflugrar umræðu í viðskiptalífinu og leitt meðal annars til þess að hagsmunaðilar á markaði höfðu frumkvæði að því að semja leiðbeinandi reglur fyrir markaðinn um góða stjómarhætti. PÉTUR GUÐMUNDARSON: Ég trúi því að stjómir íslenskra hlutafélaga séu og hafi verið vel upplýstar og starfi sínu vaxnar þannig að hneykslismál sambærileg þeim sem upp hafa komið nýverið í Bandaríkjunum hefðu verið óhugsandi hér. Umræða um þau mál hefur sjálfsagt haft jákvæð áhrif á íslenskar stjómir og gert þær enn meðvitaðri um skyldur sínar. SIGURÐUR EINARSSON: Atburðirnir í Bandaríkjunum hafa litlu breytt hér á landi enda aðstæður í löndunum tveimur gjörólíkar. I sinni einföldustu mynd má segja að Bandaríkjamenn fari þá leið að hlaða upp afar nákvæmu regluverki sem mörg fyrirtæki ytra freistast síðan til að umgangast eins frjálslega og þau telja sér unnt. I Evrópu má segja að opinberir aðilar setji hinn almenna ramma og fyrirtækin sjálf og viðskiptalífið setji sér síðan vinnureglur og viðmiðanir sem mikil samstaða er um að framfylgja. Mér sýnist reynslan hafa leitt það í Ijós að í viðskiptalífinu eins og svo víða annars staðar fari fjöldi og umfang afbrota ekki fyrst og fremst eftir nákvæmni eða hugsan- legu flækjustigi laganna heldur því viðhorfi og vinnubrögðum sem eru landlæg og jafnvel meitluð í þjóðarsálina á hverjum stað. í byrjun árs 2004 kynnti Kauphöllin, Vcrslunarráð og Sam- tök atvinnulífsins lciðbcinandi rcglur um góða stjómarhætti þar sem rík áhcrsla var lögð á óháða stjómarmcðlimi og stoðncfndir stjóma. Hvcrsu þarfar cra slíkar rcglur og hvcijir em kostir þcirra og gallar? BENEDIKT JÓHANNESSON: Ég held að menn hafi ekki mikið gert með þessar reglur enn sent komið er en þær eru ágætar svo langt sem þær ná. Hins vegar hafa flestar stjórnir sett sjálfum sér reglur sem í sumum tilvikum eru svipaðar og reglurnar sem vitnað er í. PÉTUR GUÐMUNDARSON: Umræddar reglur eru ágætt viðmið um góða stjórnarhætti. Þar sem ég þekki til í stórum fyr- irtækjum hafa störf stjórna lengi verið áþekk því sem lýst er í umræddum leiðbeiningum og löngu áður en þær voru gefnar út. Samstarf við sérfræðinga er í mínum huga mjög áríðandi og nauðsynlegt í fjölmörgum tilvikum. Það sama á við um stoðnefndir sem geta gert stjórnar- ákvarðanir markvissari. Um óháða stjórnar- menn má segja að þeir kunni að vera æskilegir og geti fært stöðugleika og sérþekkingu inn í stjórnina. Hinu má þó aldrei gleyma að hluthafa- fundir velja stjórnarmenn og þar ráða atkvæði úrslitum. Líklegt verður að telja að þegar átök verða í hlutafélagi um stjórnarmenn nái óháðir aðilar vart kjöri. Ég hef efasemdir um að rétt sé að skylda fyrir- tæki til að hafa óháða aðila í stjórnum. ÁGÚST GUÐMUNDSSON: Ég tel að reglurnar hafi verið fyllilega tímabærar. Reglurnar skapa félögum skráðum á markaði aðhald og umgjörð til þess að miða starfsemi stjórna sinna við. Þær endurspegla þær auknu kröfur sem gera verður til félaga á markaði og bera vott um ákveðna framþróun á íslenska hlutabréfamarkaðinum. SIGURÐUR EINARSSON: Þetta eru bæði sjálfsagðar og þarfar reglur. KB banki hafði visst frumkvæði á þessu sviði og hafði sett á fót stoðnefndir innan stjórnarinnar, sett sér vinnureglur og fleira áður en leið- beiningar um góða stjórnarhætti voru kynntar. Við uppfyllum öll ákvæði þeirra reglna og göngum reyndar lengra um sumt. Það er sjálfsagt að hvetja alla hlutaðeigandi til að gera slíkt hið sama enda þótt svona reglum fylgi e.t.v. í sumum tilfellum einhver óþægindi í bland við hina ýmsu augljósu kosti þeirra. Vantrú markaðarins á stjórnarháttum fyrirtækja kemur engum verr en félögum skráðum á markaði. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Leiðbeinandi reglur fá fólk til að hugsa um stjórnir í eðli- legra samhengi. Þannig finnst mér þetta hafa verið rnjög gott framtak og mjög þarft. Það er mjög gott fyrir hluthafa að hafa óháða aðila í stjórn og að hjörðin sé ekki einlit. Mikilvægt er að stjórnarmenn komi úr ólíkum áttum, fylli í eyðurnar hver hjá öðrum og standi fyrir ýmis sjónarhorn. í skýrslu ncfndar um íslcnskt samkcppnisumhvcrfi var lagt til að vcrulegar takmarkanir væru scttar á starfs- svið starfandi stjórnarformanna og jafnvcl sett scrstök lög þcss efnis. Hversu brýn cr slík löggjöf? Ég hef efasemdir um að rétt sé að skylda fyrirtæki til að hafa óháða aðila í stjórnum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.