Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 30
VISBENDING
Fyrsta stjórn Hf. Eimskipafélags íslands.
Höfðingleg bankastjóm
Sem fyrr segir laut Landsbankinn stjóm bankastjóra undir eftirliti
gæslustjóra, sem deildir Alþingis kusu. Bankastjórinn var skipaður af
landshöfðingja. Árið 1910 voru bankastjórar bankans orðnir tveir og
þeim fjölgaði enn árið 1918, þegar störf gæslustjóra voru lögð niður.
Þegar íslandsbanki var stofnaður árið 1904 var yfirstjóm bankans hjá
tveim aðilum, sjö manna fulltrúaráði, þremur kosnum af Alþingi og
þremur kosnum af hluthöfum en ráðherra var sjálfkjörinn formaður.
I upphafi var bankastjórinn danskur og tveir íslenskir en annar þeirra
lést nokkrum vikum eftir að bankinn hóf starfsemi. Öruggt má telja
að þess háttar fulltrúaráð hefur ekki verið mjög virkt miðað við sam-
göngur þess tíma. Bankastjóramir vom því eigin herrar í störfum
sínum, hugsanlega hafa þeir þó orðið að fara að vilja formanns full-
trúaráðsins, ráðherrans, því að bankinn var seðlabanki landsins í upp-
hafi starfsferils síns.
Það er fyrst með Landsbankalögunum frá 1927 að til verður 15
manna Landsbankanefnd, sem Alþingi kaus, en nefndin kaus síðan
ljóra menn í bankaráð bankans og ríkisstjómin skipaði formann til
viðbótar. Landsbankanefnd starfaði allt til ársins 1957.
Allan feril Landsbankans í eigu ríkissjóðs vom það bankastjóramir
sem fóm með stjórn bankans. Bankaráðið réð bankastjóra bankans en
að pólitískri forskrift. Einstaka bankaráðsmaður leit á starf sitt sem
fyrirgreiðsluembætti til að tryggja flokksmönnum sínum aðgang að
lánum rneð niðurgreiddum vöxtum fyrir tíma verðtryggingar.
Stjórn Búnaðarbankans laut svipuðum lögmálum og stjómir ann-
arra íslenskra banka í eigu ríkissjóðs. Bankaráð bankans var kosið af
Alþingi og hlutverk þess var eftirlitshlutverk og að ráða bankastjóra
til að stjóma daglegum rekstri. 1 Búnaðarbankanum voru bankastjór-
amir í raun sterkari en hinir pólitísku flokkar, því að bankastjóramir
eða ekkjur þeina réðu eftirmennina.
*
I faðmi stjómvalda
Bankamir vom í upphafi framlenging á armi stjómsýslu landsins.
Bankastjórar vom í upphaft skipaðir af landshöfðingja og síðar ráð-
herra, þar til bankaráð fóru að hafa milligöngu um ráðningar banka-
stjóra. Fyrstu útibú bankanna á landsbyggðinni vom á þeim stöðum
þar sem annar armur stjómsýslunnar, sýslumenn, höfðu aðsetur.
Þrístjómarráð bankanna áttu að tryggja pólitískt jafnvægi í stjóm
bankanna. Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
tilnefndu bankastjórana en Sósíalistaflokkur og síðar Alþýðubanda-
lag var á hliðarlínu til að tryggja flokkslega hagsmuni, sem ekki vom