Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 35

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 35
er mikilvægt að þeir hafi greiðan aðgang að framkvæmdastjóranum og hann upplýsi þá eins vel og kostur er. Stjómarmenn bera ábyrgð- ina og verður að líða vel með það hlutverk sitt. PÉTLR GLÐMUNDARSON: Samstarf mitt við framkvæmdastjóra liefur undantekningar- laust verið gott. Miklu skiptir að framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður fái tækifæri til að kynnast persónulega en þannig skapast traust þeirra á milli. Ferðalög með framkvæmdastjóra á vegum fyrirtækisins hafa gjarnan reynst vel í þessu tilliti. Reglulegir fundir framkvæmdastjóra og stjórnarformanns eru ekki síður mikilvægir, en það sem ég tel skipta mestu máli er að mörkin á milli framkvæmda- stjóra og stjórnarformanns séu skýr og hvor- ugur fari yfir á verksvið hins. Stundum er sagt að verskvið stjórnar sé nánast það eitt að ráða og reka framkvæmdastjóra. Ef framkvæmda- stjóri á að bera ábyrgð á rekstri félags gagnvart stjórn verður hann að hafa frjálsar hendur um rekstur félagsins. Stjórninni er ætlað það hlut- verk að hafa visst eftirlit með rekstrinum, taka þátt í stefnumótun og ákvörðunum sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Þessi tvískipting er mikilvæg og rétt að gæta þess að stjórnin seilist ekki inn á valdsvið frumkvæmdastjóra því að þá er hún orðin meðábyrg í daglegum rekstri og tekur þannig á sig hluta af ábyrgð framkvæmdastjóra. BENEDIKT SVEINSSON: Forstjóri stýrir daglegum rekstri og er rétt að formaður sé ekki of afskiptasamur. Traust milli manna myndasl þegar komið er fram af ein- lægni og heiðarleika. BENEDIKT JÓHANNESSON: Hef yfirleitt verið í símsambandi við forstjóra um það bil einu sinni í viku og oftar ef mikið er um að vera. Hef minna gert af því að hitta forstjóra milli stjórnarfunda, en auðvitað er það stundum nauðsynlegt og gagnlegt. FRIDRIK PÁLSSON: Eg var svo heppinn að þeir framkvæmdastjórar sem ég starfaði með voru vel starfi sfnu vaxnir og það ríkti gagnkvæmt traust á milli okkar. Við reyndum að hafa opin en nokkuð formleg skoðanaskipti, eftir því sem við átti hverju sinni og í hverju máli. Hjá SIF og Landssímanum höfðu framkvæmdastjórar verið ráðnir áður en ég tók við sem stjórnarformaður. Hyggi- legt gæti verið að framkvæmdastjóri félags þyrfti endurstað- festingu ráðningar sinnar þegar skipt er um stjórn og sérstak- lega þegar nýr stjórnarformaður tekur við. Samstarf þeirra þarf að vera náið. SIGLRÐLR EINARSSON: Eg hef einungis unnið með hæfum forstjórum og framkvæmda- stjórum sem hafa unnið innan þess ramma sem stjóm hefur ákveðið og lagt vandað yfirlit yfir störf sín með reglubundnum hætti fyrir stjórnir sínar. Það er svo hlutverk stjómarformanns og stjórnar, og í tilfelli KB banka einnig sérstakrar endurskoðunamefndar, að fara yfir þau gögn, kanna réttmæti þeirra og fullvissa sig um að félaginu sé stýrt í hvívetna í samræmi við ákvarðanir stjómar og samkvæmt þeim reglum sem um starfsemina gilda. Öguð vinnubrögð eru hluti af því sem gagnkvæmt traust byggist á. Hvcmig cr hægt að tryggja að eftirlit sc haft mcð framkvæmdastjóra og hvcmig cr hægt að mcta hvcnær misferli á sér stað? FRIÐRIK PÁLSSON: Eftirlit með framkvæmdastjóra er eðli málsins samkvæmt tryggt með því að gera kröfur um að hann beri allar meiri háttar ákvarðanir undir stjóm. Að meta hvenær misferli á sér stað er auðvitað allt annað mál. Sé það einlægur ásetningur einhvers að misfara með vald sitt er oft erfitt að komast að því, enda er þá um að ræða afar fágæt mál og sjálfsagt oftar en ekki einhvers konar refsivert athæfi, sem venjulegt eftirlit stjómar nær ekki yfir. BENEDIKT SVEINSSON: I stærri fyrirtækjum er innra eftirlit sem ásamt með endurskoðendum á að fylgjast með bókhaldi. Hlut- verk stjórna er að sjá um að slíkt eftirlit sé fyrir hendi. Besta eftirlitið felst í þeirri fyrirbyggjandi aðferð að ráða traustan og heiðarlegan forstjóra. BENEDIKT JÓHANNESSON: I flestum tilvikum er það skilgreint hvaða mál for- stjóri á að bera undir stjóm, til dæmis ákvarðanir sem binda félagið í meira en eitt ár (undir þetta falla t.d. hlutabréfa- kaup eða lán til aðila sem ekki tengjast rekstri). Endurskoðendur eiga að fylgjast með því að bókhald sé rétt fært og ekki sé þar um misferli að ræða. Jafnframt er eðlilegt að þeir kanni hvort heim- ildir stjómar liggi fyrir um meiri háttar fjárfestingar. Um önnur lög og reglur sem fyrirtæki eiga að fara eftir er eðlilegt (en fátítt) að stjórnir leggi fyrir forstjóra spurningar um það hvort fyrirtækið hafi farið að reglum. Þetta gildir líka um reglur sem fyrirtæki setja sér sjálf. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Mjög mikilvægt er að formlegt eftirlitskerfi sé til staðar. Hlut- verk endurskoðanda fyrirtækisins er þar mikilvægt. Gott samstarf milli stjórnar og endurskoðanda skiptir miklu máli, og innri end- urskoðun gegnir einnig mikilvægu hlutverki. Stjómin kemur sér Mikilvægt er að stjórnarmenn séu vel upplýstir um meiriháttar mál og séu ekki að lesa ein- hverjar fréttir um fyrirtæki sitt í blöðunum. Gleðileg jól og farsœlt komandi ár! NÓISÍRÍUS

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.