Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 27

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 27
skyldna. Það er ólíklegt að þjóðin láti sér það lynda þegar hún áttar sig. Benedikt Jóhannesson (Kvótinn á færri hendur). Þarmig hefur hlutfall skráðra sjávarfyrir- tœkja, eins og Kauphöllin skilgreinir þau, lœkkað úr um 40% þegar það var hœst árið 1997íum6%áþessuári. Meðalstœrð sjávar- útvegsfyrirtœkjanita hefur einnig aukist lítið í samanburði við meðaltal allra fyrirtœkja í Kauphöllinni. Þórður Friðjónsson (Erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi). Þegar verð á markaði hœkkar um 163% á rétt rúmu ári á sama tíma og verðhœkkanir á öðrum mörkuðum liafa verið mun rólegri erástœðafyrirfjárfesta að velta þvífyrir sér hvort þeir séu hluti afbrandarainum eður ei. Eyþór ívar Jónsson (Islenskt eldgos). • Samráð og siðferði Hann lœðist stundum að manni sá grunurað sumir séu alsœlir með markaðinn á meðan þeir hafa einokunarstöðu en finni honum allt tilforáttu þegar þeir verða undir í sam- keppninni. Þess vegna er ekki skrýtið að umrœða um einokun og samkeppni virðist oft þversagnarkennd. Eyþór ívar Jónsson (Sötrað af sama grautnum). Kostnaðar-/ábatagreining er mjög viðkvœm frœðigrein og auðvelt er að belgja út stœrðir í allar áttir ef varúðar er ekki gœtt. Mikil- vœgt er því að þeir sem beita slíkrifrœði geri það með varfœrnislegum hœtti til þess að trúverðugleiki niðurstaðna haldist. Einnig er mikilvcegt eins og gildir almennt um allar rannsóknir að hlutleysis sé gœtt í hvívetna og ekki sé látið undan þrýstingi kostunarað- ila, óháð því hversu mikilvasgt og gott mál- efni þeirra er. Björgvin Sighvatsson (Sama tóbakið?). Lítill vafi leikur hins vegar á því að flestir frœðimerm landsins töldu þama um dœmi- gert „þegjandi samráð“ að rœða enda aðstæður áfákeppnismarkaði olíufélaganna kjömarfyrir sh'kt samráð. Það er liins vegar ekki ólöglegt samráð heldur klassískt dæmi um það hvernig fyrirtœki á fákeppnismark- aði starfa. Eyþór Ivar Jónsson (Oupplýstir stjómarmenn). Jafnvel þó að niðurstaðan sé hin sama og af þegjandi samkomulagi er samt um tvennt ólíkt að rœða. Antiað er að taka varfœmis- lega þátt í leiknum en hitt er að semja um niðurstöðu hans og leika hann undir fölsku yfirskini, sem er bœði siðlaust og ólöglegt. Eyþór Ivar Jónsson (Dýrt samráð). • Fjármálamarkaðurinn Islenskur fjármálamarkaður býr við þá sérstöðu hversu stór hluti lánakerfisins er ennþá í höndum ríkisins. Þar gín hinn ríkis- rekni Ibúðalánasjóður yfir markaði einstak- lingslána. Hlutur lífeyrissjóða vekur einnig atliygli, en í nágrannalöndunum stunda líf- eyrissjóðir almennt ekki lánastarfsemi. Ef Ibúðalánasjóður, LIN og lífeyrissjóðir eru teknir saman er hlutdeild þeirra um 70% á þessum markaði. Guðjón Rúnarsson (Rekstrarkostnaður íslenskra banka). / Ijósi þessa erekki ólíklegtað hluturerlendra lána vaxi á næstu missemm, enda er Ijóst að íslenskir lántakendur ættu að geta hagnast verulega með því að taka erlend fremur en innlend húsnœðislán. Af verðtryggðum lánum jafhgilda 4,2% vextir 7,6% vöxtum af óverðtryggðum lánum þegar verðbólga er 3,1%. Samanborið við erlend myntkörfulán með 2,9% vöxtum er innlenda lánið meira en tvöfalt dýrara en það erlenda. I’orstcinn Siglaugsson (Ráðdeild borgar sig). IBjankakeifið á Islandi [er] helmingi dýr- ara en á hinum Norðurlöndunum, mælt sem hlutfall rekstrarkostnaðar af VLF. A hinum Norðurlöndunum nemur rekstrarkostnaður viðskiptabanka og sparisjóða árin 1999- 2001 að meðaltali um 2% af VLF en liér á landi er rekstrarkostnaðurinn rúmlega 4% afVLF. Hér munar gífurlega miklu þar sem 2 prósent afVLF nema nú um 15 ma.kr. Olatúr Klemensson (Er það óhagkvæmni smæðarinnar?). • Mannauðurinn Islensk fyrirtæki þuifa að auka enn frekar áherslu á menntun og þjálfun starfsfólks til að standast samanburð við leiðandi fyrir- tæki erlendis. Það á ekki síst við um fyrir- tœki í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði og einkanlega á það við um staifsfólk með litla menntun. Ingi Rúnar Eðvarösson (Starfsmenntun í íslenskum fyrirtækjum). Fyrirtæki verða einnig að læra. Þau gera það í gegnum staifsmenn sína og menningu fyrirtœkisins. Flest fyrirtæki virðast hins vegar eiga í sömu etfiðleikum og mann- fólkið, þ.e. að vera ístöðugri upprijjunfrekar en uppbyggingu og lœra með aðferðum sem bera engan árangur. Þau eru stundum eins og naggrísinn í lilaupalijólinu, alltaf á fullri ferð en komast ekkert áfram. Eyþór Ivar Jónsson (Leikur að læra). Þjálfarar (þróttaliða hafafyrir margt löngu áttað sig á að lið þeirra verður aldrei miklu sterkara en veikasti hlekkur þess. ... Hið sama liafa framleiðslustjórar upp- göt\>að, að það er í raun flöskuhálsinn sem rœður afkastagetu kerfisins. Keðjuverkun af völdum veikasta hlekksins verður til þess að allt kerfið fer að hegða sér í samræmi við hann. Besta leiðin til að bæta keifið er þess vegna að styrkja veikasta hlekkinn. Eyþór ívar Jónsson (Keðjuverkun). flj Leiðandi í matar- og drykkjarsjálfsölum fyrír vinnustaði. Erum við hjá þér? selecta III Selecta ehf. • Sfmi 5 85 85 85 • www.selecta.is

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.