Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Page 8

Vísbending - 18.12.2004, Page 8
VISBENDING Sé litið yftr farinn veg var hagvöxtur meiri á íslandi á ámnum 1970- 1980 en næsUi tvo áratugi þar á eftir, sbr. grein mína um framfarir á íslandi sem birtist nýlega í Vísbendingu. Þetta vekur upp ýmsar spum- ingar sem einungis er unnt að svara með rannsóknum. Eg get þó ekki staðist freistinguna að setja hér ffam nokkrar hugleiðingar. Þrátt fyrir olíuskellina og verðbólguna á 8. áratugnum tókst að halda framleiðsl- unni gangandi. Fiskafli var einatt góður og fískverð hátt á erlendum markaði. Afleiðingin var ofveiði þannig að tekið var forskot á sæluna svo að grípa þurfti til skerðingar aflaheimilda. Þetta hefiir dregið úr hagvexti eins og gerðist þegar síldin var upp- urin á hagvaxtartímabilinu 1960-1966. Þótt hagræðing í sjávarútvegi og öðrum greinum hafí skilað sínu er það ekki nægilega mikið til þess að vega upp á móti fyrri ofveiði. Vaxtarbroddamir hafa verið mestmegnis annars staðar en í sjávarútvegi síðustu tvo áratugina. A undanförnum misserum hefur frelsið í bankakerfinu aukist verulega á Islandi, einkavæðing ríkisbankanna hefur breytt viðskiptaumhverfinu talsvert. Hverjir eru kostirnir og gallarnir við þessa breyt- ingu? Kostimir em einkum þeir að vaxtafrelsi og haftaleysi á fjármagnsmarkaði Uyggir bettir að fjármagnið leiti þangað sem arðsemin er mest en ekki atkvæðin flest. Einnig að bankamir h'ti til arðsemi og áhættu fremur en veðbókarvottorða. Þetta ýtir undir fmmkvæði og nýsköpun og samkeppni. Aðalókosturinn er sá að allir vilja sýna fram á gróða strax og langtímaverkefni gætu því setið á hakanum. Annar fylgifiskur er fákeppni í mörgum greinum, ekki síst vegna þess hve íslenski markaðurinn er lítill og hagkvæmni stór- rekstrar næst ekki öðruvísi. Nú er þetta þó allt fyrir opnum tjöldum. Þú hefur starfað bæði fyrir Norræna fjárfestingarbankann og Seðlabankann, ásamt því að hafa unnið verkefni fyrir aðrar bankastofnanir. Hvað lærðirðu af þeirri reynslu og hvaða hlut- verki þjóna þessar stofnanir í hinu íslenska fjármálakerfi? Eg var í aldarfjórðung í bankaráði NIB, fyrst sem varamaður Jóns Sigurðssonar.sem nú er bankastjórinn, og sfðan sem aðalmaður og formaður um skeið. Það er einkar ánægjulegt að hafa getað tekið þátt í uppbyggingu bankans og árangri. Það hefur nýst mér í kennslu og rannsóknum og vonandi hefur bankinn haft eitthvert gagn af mér. Hann hefur verið í fararbroddi í áhættustýringu og þar er nú doktors- nemi minn starfandi og einmitt að skrifa um áhættustjómun á fjármálamarkaði. Reyndar er ég eini maðurinn í ráðinu sem hefur komið úr háskólaheiminum. Ég var um sjö ára skeið í bankaráði Seðlabankans og hafði af því bæði gagn og gaman. Það er frábært starfsfólk í báðum þessum bönkum, en bankaráð NIB var mun virkara en Seðla- bankans þar sem bankastjómin eða ríkis- stjómin réðu flestu. Ég hætti reyndar í Seðla- bankanum af því að ég vildi fá atvinnumann en ekki Steingrím sem bankastjóra, þótt ég meti Steingrím mikils sem stjómmálamann. NIB hefur haft meiri áhrif hér á fjármála- markaði en margan gmnar því að hann gat boðið upp á hagstæðari lánskjör en aðrir bankar og ég held að um 10% af erlendum langrímalánum Islendinga séu þar. Seðlabankinn hefur sýnt virka forystu og sjálfstæði síðustu ár og upptaka verðbólgumarkmiðs er honum til sóma þótt það hefði mátt koma fyrr og án þess að lækka vexti samtímis. Verð á hlutabréfamarkaði hefur hækkað mikið á árinu og meira en á flestum erlendum mörkuðum, á sama tíma hefur hins vegar fyrirtækjum haldið áfram að fækka í Kauphöllinni og eru þau núna innan við 40 talsins í samanburði við 75 um aldamótin. Flest bendir til þess að fyrirtækjum eigi enn eftir að fækka á næstunni. Hvað er að gerast á íslenskum hlutabréf- Kostirnir eru einkum þeir að vaxtafrelsi og haftaleysi á fjár- magnsmarkaði tryggir betur að fjármagnið leiti þangað sem arð- semin er mest en ekki atkvæðin flest. Þróun landsframleiðslu frá 1901 til 2000 (1945 = 100) 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 T— CD 1— (D 1— co T— CD 7— co T— CD T— CD y— CD T— CD T— CD o O 1— i— C\l CM co CO LO LO CD CD co 00 O) 05 O) O) CD G) O) O) O) O) O) O) O) cn O) O) O) 05 O) 05 O) 05 T— T— 7— T— 7— T— T— T— 7— r— 7“ i— T— i— t— T— 7— T— 7— i— -8-

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.