Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 19
GYLrl MAGNÚSSON
I 1. Þótt allir aðrir pýramídar séu svindl og svínarí þá cr ég búinn að finna upp einn sem
virkar og þú getur fengið að taka þátt í gegn hófiegu gjaidi...
Revndin: Vík burt, Satan! Einu pýramídamir sem em skoðunar virði em úr gijóti og í Egyp-
talandi.
2. Hagnaður eins er tap annars.
Revndin: Viðskipti búa til verðmæti svo að oftast er svigrúm fyrir alla samningsaðila til að
hagnast. Eins dauði er því ekki annars brauð nema í rekstri útfararstofa.
3. Verðtrygging er slæm fyrir lántakendur.
Revndin: Verðtrygging dregur úr áhættu lánveitenda og þar með væntanlega þeirri áhættu-
þóknun sem þeir gera kröfu um. Hún verður því alla jafna til þess að lántakendur fá betri kjör
en ella. Eina vonin til þess að óverðtryggð lán séu almennt hagstæðari fyrir lántakendur er ef
lánveitendur vanmeta verðbólgu kerfisbundið.
4. Stærri bankar eru hagkvæmari.
Revndin: Erlendar rannsóknir benda ekki til þess að ganga megi að aukinni stærðarhagkvæmni
vísri þegar bankar sameinast. Hennar gætir helst þegar tveir viðskiptabankar sem starfa á sama
markaði sameinast. Stærðarhagkvæmni eða samlegðaráhrifa gætir ntun síður, ef nokkuð, þegar
viðskiptabankar sem starfa á mismunandi mörkuðum sameinast eða þegar viðskiptabanki og
íjárfestingabanki sameinast.
5. Markaðsverð endurspeglar fyrst og fremst efnahagsstærðir.
Revndin: Markaðsverð sveiflast mun meira en breytingar á efnahagsstærðum réttlæta, hvort
heldur litið er til hlutabréfaverðs, gengis gjaldmiðla eða fasteignaverðs.
6. Ráðgjafar gefa ráð.
Revndin: Það gefur enginn neitt en llestir hafa eitthvað að selja.
7. Apar geta sett saman eignasöfn jafnvel og sérfræðingar.
Revndin: Sérfræðingar hafa eitthvert forskot á apana. Hvort sem sérfræðingamir geta fundið
vanmetnar eða ofmetnar eignir eður ei ættu þeir a.m.k. að geta náð betri og sky nsamlegri áhættu-
dreifmgu. Sérfræðingamir em líka þrifalegri. Apamir em hins vegar ódýrari í rekstri.
8. Hlutabréf eru örugg f járfesting til langs tíma.
Revndin: Ovissa um uppsafnaða ávöxtun hlutabréfa vex með tíma. Þess utan er ekki víst að
tími vinnist til að sitja af sér allar lækkanir, því að eins og Keynes lávarður benti á, þá hrökkva
allir upp af þegartil lengdar lætur, þ.m.t. Keynes lávarður.
9. Það eru verðmæti á bak við pcninga.
Revndin: Nixon, blessuð sé minning hans, batt enda á það þegar hann tók Bandaríkjadollar af
gullfæti. Nú stendur ekkert á bak við þúsundkallinn nema ef vera skyldu tveir fimmhundmð-
kallar.
10. Tæknigreining virkar.
Revndin: Það hefurengum tekist að sýna fram á að tæknigreining sé ekki tímasóun. Ef þú trúir
þessu ekki þá er ég héma með pýramída sem þú gætir haft áhuga á að kaupa ... 0
2. íslendingar eru gáfaðir.
Revndin: Ameríkaniseringin hefur gert Islendinga
að andlausum aumingjum. Þeir eiga Evrópumet í
forheimskandi glápi á amerískt sjónvarps- og bíó-
rusl. Þessi forheimskun gæti orðið efnahagslifinu
fjötur um fót. Ástæðan er sú að nútímahagkerfi
byggist á fróðleik fremur en öðru, andleysingjar
em dragbítar á því.
3. Hagfræði er rnikil vísindi.
Revndin: Sterk rök hníga að því að hagfræðikenn-
ingar séu óprófanlegar eða sjálfsögð (ó)sannindi.
En þeir fáu Islendingar sem á annað borð þykjast
hugsa gapa upp í ábúðarmikla hagfræðinga sem
messa í fjölmiðlum sýknt og heilagt.
4. Því frjálsari sem markaðurinn er, þeim mun
blómlegra er efnahagslífið.
Revndin: Þetta er hagfræðikenning og illprófanleg.
Að svo miklu leyti sent hún er það þá bendir margt
til þess að hún sé röng. Nýja-Sjáland innleiddi l'rjálst
markaðskerfi eftir bókinni og lenti í djúpri efnahags-
lægð fyrir vikið. En góður árangur Singapúrs og
Hong Kongs gæti bent til hins gagnstæða.
5. Hnattvæöingin leiðir til hagsældar og er
óstöðvandi.
Revndin: Aftur er á ferðinni illprófanleg hagfræði-
kenning og því erfitt að ráða í þessar rúnir. Margt
bendir til þess að hnattvæðingin gæti leitt til ringul-
reiðar, efnahagshruns og umhverfisslysa. Verði svo
mun hún stöðvast af sjálfri sér.
6. Það er herkostnaöur af íslenskri tungu, taka
bcr upp cnsku í staðinn.
Revndin: Það er afar erfitt að reikna út kostnað
eða gróða af tungumálum. Trúin á að slíkt sé kleift
stafar af dýrkun á hagfræði. Trúin á ensku stafar
af sannfæringu um að hnattvæðingin muni halda
áfram og ekki verða kínversk í framburði sínum.
Ekki bætir úr skák að þjóðin færi á hausinn ef hún
gerðist enskumælandi. Þýða yrði öll lög og allar
skýrslur á ensku, fólk yrði að skipta um nafn og breyta
yrði staðarheitum. Kostnaðurinn yrði geigvænlegur.
7. Vallarkaninn hefur malað lslendingum gull.
Revndin: Setuliðsvinnan eyðilagði vinnusiðferðið
og skapaði morkið kerfi vinnusvika sem þjakar
íslenskt efnahagslíf enn í dag. Til að gera illt veiTa
leyfðu Islendingar sér efnahagslegt ábyrgðarleysi
áratugum saman því að þeir trúðu því innst inni að
Kaninn myndi redda þeim. I ofanálag á áðurnefnd
forheimskun (og forljótkun) sér rætur í nærveru
Vallarkanans. 0
I. íslcndingar eru laglegir.
Revndin: Þeir voru einu sinni vestur-evrópsk mið-
lungsþjóð hvað fegurð varðar. Amerfkanisering
síðustu ára hefur gert þá að þriðju ljótustu þjóð
Vestur-Evrópu á eftir Irum og Bretum. Til að stæla
hina helgu Kana lifa Islendingar á pizzum og sitja
lon og don í bílum. Og afleiðingin? Það er sjón-
mengun að flestum Frónbúum! Til að gera illt verra
gæti ljótleikinn bitnað á túr-hesta-iðnaðinum. Hver
vil ferðast innan um forljótar herfur og ófrýnilega
karlmenn?
rEFAM SNÆVARR
- 19-