Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Qupperneq 34

Vísbending - 18.12.2004, Qupperneq 34
VISBENDING lagt fyrir stjóm þegar það þótti tímabært. Formaður átti stundum frumkvæði að hugmyndum sem hann kynnti fyrir forstjóra og síðar stjórnarmönnum. Með nánu samstarfí forstjóra og formanns er ákvarðanataka mun fljótari en þar sem boðleiðir em lengri. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Ákvarðanir em ekki erfíðar ef farið er vandlega yfír kostina og möguleikana í stöðunni. Ákvörðun tekur sig oft sjálf þegar búið er að undirbúa hana vel. Það er mín skoðun. Ef búið er að vinna alla gmnnvinnuna og forvinnan er almennileg þá em kostirnir reifaðir og ákvörðunin oft sjálfgefín. Ekkert fyrirkomulag er hins vegar gallalaust. I umhverfi okkar hér á landi er ákvarðanataka hraðari en gerist erlendis, færri sem koma að henni - hugsanlega hefur fámennið eitthvað með það að gera - að tefja ákvörðun kostar pen- inga og erfiðleika og því fyrr sem ákvarðanir em teknar því betra. FRIÐRIK PÁLSSON: Ég nefni engar sérstakar ákvarðanir, en flestir menn em þannig skapi famir að þeim fínnst erfitt að taka ákvarðanir sem snúa að persónum samstarfsmanna þeirra. Ég er þar engin undantekning. Við þannig aðstæður skiptir miklu máli að stjórnarmenn séu heilir í samstaifi sínu og að eigendumir hafi skilning á nauðsyn aðgerða. Hvernig er (eða var) samstarfi þínu við aðra stjórnarmeð- limi háttað og hvað (t.d. eignarhald) getur haft áhrif á það samstarf? BENEDIKT SVEINSSON: fyrst og fremst af þessu. Menn verða að gera greinarmun á því hvort þeir tala sem stjómannenn í ákveðnu félagi eða tala undir einhverjum öðmm merkjum. SIGURÐER EINARSSON: Ég hef í raun sjaldan kynnst öðm en góðu samstarfi stjóm- armanna í þeim stjórnum þar sem ég hef starfað. 1 flestum tilfellum rikir eðlilegt traust á milli manna sem hafa sjálf- stæðar skoðanir, menn skiptast á þeim og taka síðan sameigin- legar ákvarðanir. BENEDIKT JÓHANNESSON: Ég man ekki annað en að sam- starfið hafí verið gott. Mikil- vægt er að stjómarmenn séu vel upplýstir um meiriháttar mál og séu ekki að lesaeinhverjarfréttir um fyrirtæki sitt í blöðunum. Oft er samband formanns nánara við varaformann en aðra stjómarmenn. Þeir ræða þá málin saman milli funda. Að langmestu leyti fer starf stjóma þar sem ég þekki til fram á stjómarfundum. Benedikt Sveinsson Með nánu sam- starfi forstjóra og formanns er ákvarðana- taka mun fljót- ari en þar sem boðleiðir eru lengri. ÁGÚST GUÐMUNDSSON: Samstarf mitt við aðra stjórnarmeðlimi byggist á því starfí sem við þurfum að sinna sem stjóm- armeðlimir. Eins og í öllum samskiptum em ótal þættir sem geta haft áhrif á samstarf manna, spum- ingin er hins vegar hvort og hvemig menn láta það hafa áhrif á sig. Stjórnarformaður sem er starfi sínu vaxinn hlýtur að starfa eftir þeirri meginreglu að þeir þættir sem snúa að hagsmunum félagsins og hluthöfum þess ráði fyrst og fremst ferðinni við alla ákvarðanatöku í nafni félagsins og að aðrir þættir, sem eru því ótengdir, víki. FRIÐRIK PÁLSSON: Nánast undantekningarlaust var samstarf mitt við stjómarmenn farsælt. Vitanlega skiptir eignarhald miklu máli og hversu skýrt umboð hver stjómar- maður hefur frá eigendum félagsins, ef þeir em aðrir en hann sjálfur. Að því slepptu skiptir mestu máli að samstarfið sé hreinskiptið og opið. SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Stjómir í fyrirtækjum em faglegar í störfum sínum. Regluumhverfið er nokkuð afdráttarlaust og það ræður störfum stjóma. Hlutverk stjómarinnar er að gæta hagsmuna hluthafanna. Starfsemin mótast Mjög mikilvægt er að fullt traust ríki innan stjómar og formaður þarf að hafa forystuhæfileika til að aðrir stjómarmenn treysti honum. Mikilvægt er að formaður sé sáttasemjari ef mismunandi sjónarmið em innan stjómar. I áðumefndum stjómum voru öll mál afgreidd samhljóða. Stundum þarf að taka tillit til eignarhluta innan stjómar, en slíkra áhrifa gætir meir við stjómarkosninguna sjálfa. PÉTUR GUÐMUNDARSON: Samstarf mitt við stjómarmenn hefur undartekningarlaust verið gott hvort sem þeir hafa verið stórir eða litlir hluthafar í félögunum. Ég hef litið á það sem eina af meginskyldum stjómarformanns að tryggja gott samstarf stjómarmanna. Vissulega getur eignarhald skipt máli, einkunt ef stór hluthafi eða aðaleigandi hlutafélags verður í minnihluta við umfjöllun um ákvarðanir í stjórn þess. Við þær aðstæður ríður á að stjómar- menn séu trúir sannfæringu sinni því að annars er tilgangslaust að hafa fjölskipaðar stjómir. Agust Guðmundsson Eins og í öllum samskiptum eru ótal þættir sem geta haft áhrif á samstarf manna, spurningin er hins vegar hvort og hvernig menn láta það hafa áhrif á sig. Hvcmig cr (cða var) sanistarfi þínu við fram- kvæindastjóra fyrirtækisins háttað og hvcrnig cr hægt að skapa traust í því samstarfi? SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON: Það er allur gangur á því hvemig samstarf manna er. Ef ekki er traust þá getur ekki orðið langvar- andi samstarf. Ef stjórn og framkvæmdastjóri eru ekki sammála þá þari' framkvæmdastjóri að víkja. Almennt hefur samstarfið verið gott í þeim stjórnum sem ég þekki til. Menn þurfa að vera sam- mála um framtíðarsýnina og hvert stefnir. Þegar ný stjóm kemur inn er mikilvægt að framkvæmdastjóri upplýsi stjómina um starfsemi fyrirtækisins mjög ftarlega. Samspil stjómarformannsins og fram- kvæmdastjórans er mjög mikilvægt enda eru þeir í sambandi á milli funda og þeim ber að upplýsa aðra. Öll samskipti stjómarmanna fyrirtækis eiga að vera við framkvæmdastjórann eða stjómarfonnanninn. Ef þeir hafa spumingar sem lúta að starfseminni þá

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.