Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 15

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 15
spár, en ekki fyrri verðbólgu. En umdeildasta ákvæði samninganna var að aðrir hópar fengju ekki meiri launahækkanir en þar var samið um. Lagt var mikið kapp á að koma í veg fyrir að ríkið efndi samning- inn við BHMR. Það má til dæmis ráða af ummælum Einars Odds Kristjánssonar í samtali við Morgunblaðið um haustið. Þar sagði hann að tæknilega væri hægt að ímynda sér að þjóðfélagið spryngi í loft upp á örfáum klukkutímum ef samningar BHMR stæðu óbreyttir. „Hér er um algjöran voða að ræða,“ bætti hann við, ef það skyldi ekki hafa verið ljóst af fyrri orðum hans. Rikisstjómin sagði samningnum við BHMR upp í júní 1990, en Félagsdómur úrskurðaði að henni hefði ekki verið það heimilt. Þá voru sett bráðabirgðalög, þar sem sagði að launahækkanir úr þjóðarsáttarsamningunum frá í febrúar skyldu ná yfir allan vinnumarkaðinn. Þar með afnam stjómin samninginn sem hún hafði gert við BHMR. Alþingi staðfesti lögin síðan fyrir jólin. Þenslan slegin af í sjálfu sér hefði ekki átt að koma svo mjög á óvart að launþegar og vinnuveitendur skyldu nú enn reyna að ná verðbólgunni niður með hóflegum kjarasamningum. Miklu merkilegra var að atlagan að verð- bólgunni skyldi heppnast í þetta sinn. An efa má að miklu leyti þakka það því að stjómvöldum tókst ekki ætlunarverk sitt í efnahagsmálum. Haustið 1991 var Atlantsálverkefnið slegið af. Varð þá ljóst að um skeið yrði hlé á virkjanaframkvæmdunum sem höfðu staðið með litlum hléum frá sjöunda áratugnum og átt dijúgan þátt í þenslunni sem staðið hafði mestallan þann tíma. Næstu árin var meiri ró yfir atvinnulífinu en verið hafði í áratugi. Atvinnuleysi færðist nær því sem var í nágrannalöndunum. Hlutfall skráðra atvinnulausra af áætl- uðu vinnualli var I '/2-2% árin 1990 og 1991 en fór síðan vaxandi. Hámarki náði hlutfallið 1995, þegar það varð um 5%. Ársverðbólgan var 24% árið 1989 en fór niður í 7% prósent árið 1990, fyrsta árið eftir þjóðarsáttarsamningana. Var það í samræmi við það sem gert hafði verið ráð fyrir í forsendum þeirra. Verðbólgan hélst svipuð árið 1991, en 1992 fór hún niður í 2% og hélst á því róli næstu árin. Hagfræðilegur skilningur Á áttunda áratugnum fóm stjómvöld að sfyrkja verkalýðshreyfinguna til þess að ráða hagfræðinga í vinnu. Þannig var áróðursmeistumm fyrir heilbrigðri skynsemi kontið inn í kjama verkalýðshreyfingarinnar. Þá breytingu á hugarfari sem þetta olli má kannski ekki síst marka af því að árið 1980 var fyrrverandi hagfræðingur Alþýðusambandsins kjör- inn forseti þess. Því hefur stundum verið haldið fram að Guðntundur J., fonnaður Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, hafi haft lít- inn skilning á efnahagsmálum og hann hafi ekki verið mikið fyrir að leita sér ráðgjafar hagfræðinga. Þetta er ekki alls kostar rétt, þó að hann hafi oft látið þannig. Hann hafði oftast einhverja hagfræðinga á Þjóðarsáttarsamningar handsalaðir. snæmm sínum. En þótt Guðmundur og margir aðrir verkalýðsleiðtogar hafi haft fullan vilja til þess að setja sig inn í efnahagsmálin háði það verkalýðshreyfingunni að leiðtogamir höfðu lítinn skilning á hlutverki Iramboðs og eftirspumar á vinnumarkaðinum. Dæmi um það eru við- brögðin við óánægju fiskvinnslufólks og skorti á starfsfólki í fiskiðnaði á níunda áratugnum. Á árunum 1985-1988 vildu fyrirtæki í greininni mest fjölga starfsl'ólki um 23% en aldrei um minna en 5%, samkvæmt könnunum Þjóðhagsstofnunar. Verkalýðsforingjar (og fleiri) héldu því lfam, að flótti fólks úr fiskverkun stafaði ekki af því að kaupið væri lágt, heldur þætti vinnan einhæf og leiðinleg. En þessi skýring breytú engu um það að laun í faginu hefðu átt að hækka þar til nóg fengist af starfs- fólki - ef samkeppni hefði ríkt á þessum markaði. Leiðtogamir vom ef til vill of uppteknir af baráttunni fyrir réttlátu kaupi úl þess að gera sér grein fyrir þessu. Fiskverkendur stóðu saman um að greiða aðeins kaup- taxtann (eitthvað var að vísu um að bónus væri yfirborgaður). Laun fisk- vinnslufólks hækkuðu minna en kaup annars verkafólks meðan mestur skortur var á fólki í faginu á ámnum 1985-1988. Bætt var úr skorúnum með því að flytja inn erlent verkafólk, fyrst frá grannlöndum, en síðar Irá Austur-Evrópu og fleiri láglaunasvæðum, þar sem kaup í fiskvinnslu á Islandi er vel samkeppnishæft. Ólýðræðisleg sátt Þjóðarsátún var að ýmsu leyti ólýðræðisleg. Vinnumarkaðssamtök höfðu ffumkvæði að nýrri eíríahagsstefnu á ýmsum sviðum og fengu þannig völd sem að réttu lagi eiga heima hjá ríkisstjóm og Alþingi. Dæmi um það vom fyrirheit um endurskoðun landbúnaðarstefnunnar, forsenda samninganna um stöðugt gengi krónunnar og ekki síst krafan um rittun á nýgerðum kjarasamningum við BHMR. Þjóðai-sátt er handaflsaðgerð. - 15-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.