Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 12

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 12
horfst í augu við sjálfa sig og menn selji ekki sína sál fyrir hálfa grautarskál. Nú hefur þú gegnt stöðu rektors við Háskóla Islands og öðrum ábyrgðarstöðum um langt árabil, bæði í opinbera geiranum og í einkageiranum. Hvenær er rétt að reka fyrirtæki sem opinber fyrirtæki eða stofnanir í stað þess að einkavæða þau og hvað þurfa siíkar stofnanir að leggja höfuðáherslu á? Ég hafði orð á því á sínum tíma við Milton Friedman, þegarhann kom hingað í heimsókn á rektorstíma mínum, að ég hefði einokun á æðri menntun á íslandi en væri alltaf að boða frjálsa samkeppni. Það væri ekki leiðum að líkjast því að Adam Smith hefði verið boðberi frjálsrar samkeppni en unnið í tollinum. En í alvöru talað hefur Háskóli Islands alltaf verið í samkeppni við erlenda háskóla og svo nú nýlega við aðra innlenda háskóla. Ég tel að framleiðslufyrir- tæki séu yfirleitt betur komin í einkarekstri en opinberum rekstri og mörg þjónustufyrir- tæki. I skólakerfinu og heilbrigðismálum tel ég að einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki eigi að keppa hlið við hlið. Reyndar má segja að samkeppnisaðilar hafí sjálfstæðan fjárhag en séu ekki einkaskólar því að þeir fá sama fjár- magn frá ríkinu á hvern nemanda og HI en mega innheimta skólagjöld að auki. Mín deild fagnar samkeppni á jafnréttis- grundvelli og ætlar sér einfaldlega að vera best. Einkaaðilar geta tínt seljanlegustu berin úr klasa HI en ná sennilega aldrei dýpt hans og breidd. Aðalatriðið er að setja sér alþjóðlegar gæðakröfur í rannsóknum og kennslu og veita þjónustu á borð við þjónustu ÁTVR hjá félaga mínum Höskuldi en ég er reyndar bindindismaður. Eins og þú bendir á þá hefðu íslenskir viðskiptamenn gott af því að lesa sér til uni siðfræði í biblíunni. Þú hefur starfað mikið fyrir kirk juna, í hverju er það starf fólgið og hvað geta hagfræðingar og viðskiptafræðingar Iært af guðs orði? Spáir guð og kirkjan fyrir um markaðinn? Ég sagði nú reyndar að viðskiptajöfrar hefðu gott af því að lesa kristna siðfræði en ekki biblíuna en skylt er skeggið hökunni. Ég hef verið í sóknarnefnd Neskirkju í 15 ár og var um tíma á Kirkjuþingi og í kirkju- ráði. Ég hef aðallega skipt mér af fjármálunt kirkjunnar en mér fannst einnig að reynsla mín af stjórnunarstörfum, bæði í Háskóla Islands og annars staðar, kæmi að notum við mótun stefnu og starfsreglna kirkjunnar. En svo ég fari út í svolftið aðra sálma, þá hefur kristnin haft áhrif á hegðun okkur, svo sem ráðdeild og vinnusemi, heiðarleika og trúverðugleika. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en nýlega hve siðfræðiboðskapur kristninnar hafi djúptæk áhrif á Adarn Smith í Auðlegð þjóðanna, fyrstu viðurkenndu fræðibókinni í hagfræði. Einnig verður mér hugsað til Auð- fræði séra Amljóts Ólafssonar, þótt hann hafði byggt hana á erlendum kenningum. Ég hafði orð á því á sínum tíma við Milton Friedman, þegar hann kom hingað í heimsókn á rektors- tíma mínum, að ég hefði einokun á æðri menntun á íslandi en væri alltaf að boða frjálsa samkeppni. - 12 -

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.