Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 10

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 10
VISBENDING amarkaði og hvaða áhrif hefur þessi breyting á fyrirtækjaum- Ég lærði auðvitað feikn á þessu, bæði um starfsemi fyrirtækja og tjár- hverfið? málaeftirlits, en ekki síður í lögfiræði og dönsku. Ég held að þetta endurspegli hve markaðurinn er þröngur og lokaður. Framboð á góðurn fyrirtækjum er takmarkað og þar með framboð á hlutabréfum svo að eftirspyijendur sprengja upp verðið hver fyrir öðrum. Það þyrfti að losna við krónuna og fá Evrópukauphöll. Það er líka íhugunarefni að bankamir hafa mikla spilapeninga, bæði inn- Ián og lántökur. Þótt þeir séu naskir að fínna arðsöm tækifæri er hætt við að þeir verði of gráðugir í þeim efnum. En þeir hafa nú búið sig til útrásar og ættu að fá um annað að hugsa en að kaupa fyrirtæki og afskrá þau í Kauphöllinni. Ráðist hef'ur verið í stærstu stóriðjuframkvæmdir í Islandssög- unni sem hafa kynt undir nýju hagvaxtartímabili hér á landi. Margir hafa dregið í efa að fjárfestingin sé arðsöm fyrir Islend- inga og að hin neikvæðu áhrif geti haft slæmar aflciðingar í för með sér þegar horft er til lengri tíma. Hvemig getum við nýtt áhrif stóriðjunnar til þess að byggja upp öflugra hagkerfi? Virkjun vatnsafls til stóriðju hófst á átt- unda áratugnum í því skyni að treysta stoðir atvinnulífs og nýta orkulindir landsins til útflutnings. Þótt sveiflur hafi orðið meiri á verði málma á heimsmarkaði en fyrir 1970 er orkufrekur iðnaður með hagkvæmustu framleiðslukostum. Öfugt við það sem var í upphafí stóriðjunnar má búast við að hún verði til þess með tímanum að auka sveiflur í útflutningi og þjóðartekjum. Eins og ég skrif- aði í skýrslunni Iðnþróunaráform árið 1971 er spumingin ekki um annaðhvort stóriðju eða smáfyrirtæki heldur bæði og. Fjármagnið sem kemur í stóriðjuna fæst ekki í smærri fyrirtæki. Þau þurfa að vaxa stig af stigi og verða svo burðug og samkeppnishæf að þau geti lagt undir sig heiminn eins og hefur verið að gerast. Þú hefur unnið að alþjóðlegum verk- efnum, ekki hvað síst verkefnum sem hafa með Norðuriönd að gera, hver eru þau helstu og hvað lærðir þú af þeirri reynslu? Ég var í nefnd sem fjallaði um orsakir og afleiðingar banka- kreppunnar í Færeyjum 1992 á vegum danska forsætisráðuneytis- ins en ég var tilnefndur af Færeyingum. Það var afar lærdómsrfkt að bera saman aðstæður og þróun mála í Færeyjum og á Islandi, hvað einhæft atvinnulíf er brothætt og hvað stjórnmálamenn geta valdið miklum skaða. Svo hef ég undanfarin fimm ár verið í nefnd ásamt tveimur dönskum lögfræðingum til þess að athuga hvort danska fjármála- eftirlitið hafi staðið sig í stykkinu í fjármálakreppunni sem varð á árunum upp úr 1990 Við fórum í gegnum öll samskipti fjármála- eftirlitsins við tvö tryggingarfélög og átta banka 1990 - 1995. Efnið sem var undir er um 450.000 síður, þar af fengum við 150.000 sendar heim til okkar. Lokaskýrslan sem er trúnaðarmál er um 5000 síður en sérstök skýrsla til birtingar er um 500 síðna löng. Þetta mun vera umfangsmesta nefndarmál í sögu Danaveldis í síðum reiknað. Verðbólga hefur löngum hrjáð íslendinga eíns og margar aðrar þjóðir. Ef síðustu hundrað árin eru skoðuð með hliðsjón af verð- bólguþróun, hvað getum við lært af þeirri sögu? Aldrei aftur - ættu að vera einkunnarorðin. Verðbólgan er eins og of mikið lyftiduít í köku. Kakan sýnist meiri en það kemur óbragð í munninn. Verðbólgan hefur valdið ómældum skaða og verið mikill vágestur. Lengi vel, eða á ámnum 1970-1985, vomm við með þre- falt meiri verðbólgu en nágrannalöndin. Það var eins og við hefðum gleymt margfeldinu þremur inni í reiknivélinni. Þetta skekkti allt verðmat og arðsemisútreikninga. Hún brenndi líka upp sparifé heillar kynslóðar - afa okkar og ömmu. Verðbólga á íslandi hefur verið svo lítil síðustu misserin að menn hafa hætt að tala um fyrirbæri eins og verðbólgureikningsskil. Verðbólga er víðast hvar í heiminum í sögulegu lágmarki. Er verðbólgan dauð? Nei, hún kraumar undir niðri víðast hvar. Við þurfum að gæta okkar. Hún nýtur sín t.d. á fasteignamarkaðinum og Seðlabank- inn er heppinn að kauphallarvísitalan er ekki inni í verðbólgumarkmiðinu. Svo sjáum við líka að hún er að koma aftan að löndunum í Myntbandalagi Evrópu. Þau þurfa ekki að hugsa um verðbólguna eins opinskátt og áður. Með vaxandi verð- bólgu eins og t.d í Portúgal hefur samkeppn- ishæfni minnkað og svo reyna löndin að fá styrki til þess að bæta sér það upp. Umræða um hátt verðlag á íslandi í samanburði við nágrannalöndin blossar upp reglulega og eru þá ýmsar skýr- ingar bornar á borð eins og smæð mark- aðarins, íjarlægð frá öðrum löndum, fákeppni, samráð og gróðabrask. Eigum við Islendingar von á því að verðlag hér á landi verði einhvern tíma sambæriiegt því sem gerist í nágrannalöndunum? Ég held að það yrði nú mjög nálægt því að gilda lögmál eins verðs ef við gengjum í ESB og Myntbandalag Evrópu og ég tala nú ekki um ef við gætum flutt inn matvæli frá Bandaríkjunum hömlulaust og án gjalda. Svo eru flugfargjöld að verða svo lág að það fer að borga sig að fljúga til London eða Kaupmannahafnar eftir vínbetjum. Það verður fróðlegt að vita hvað þau kosta í Maggabúð þegar Baugur er búinn að kaupa hana. Aukin umræða hefur verið um það hversu opið íslcnskt hagkerfi er. Erlendar fjárfestingar hér á landi eru afar litlar. Verndun sjávarútvegsins fyrir erlendum íjárfestingum hefur á ný komið til tals en málið er umdeilt. Þú tókst m.a. þátt í undirbúningi inngöngunnar í EFTA á sínum tíma sem var liður í því að opna ísland fyrir Evrópubúum og Evrópu fyrir íslendingum. Hversu mikilvægt er að reyna að opna hagkerflð enn meira en þegar hefur verið gert? Aldrei aftur - ættu að vera einkunnarorðin. Verðbólgan er eins og of mikið lyftiduft í köku. Kakan sýnist meiri en það kemur óbragð í munninn. Verðbólgan hefur valdið ómældum skaða og verið mikill vágestur. -10-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.