Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 44

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 44
VISBENDING fyrirtækið í auglýsingum. Á forsíðu vai' grein um það hve vitlaus úttektin á íyrirtækinu væri. Undir þetta skrifaði Hjörtur Emilsson aðstoðarfor- stjóri, en stærstur hluti textans var þó tekinn úr athugasemdum forstjórans. Forstjórinn sjálfur skrifaði þriggja blaðsfðna gnein um það „hvemig við breytum Skipaútgerðinni í hlutafélag." Þar kom meðal annars fram sú skoðun að áform stjómvalda væm að flytja starfsemina til Eimskipafélags- ins og „að Eimskip muni í framtíðinni ekki hlífa Rfkissjóði við að borga með strandferðum á jteirra vegum.“ Meginhugmynd Guðmundar var sú að Skipaútgerðin hf. fengi tímabundinn þjónustusamning við ríkissjóð. Jón Ingólfsson skipstjóri skrifar um Hlutafélagið Rfldsskip og kvartar undan ákvörðun ráðherra um að hætta Færeyjasiglingum og að selja eitt skipanna. Á baksíðunni birtist svo skopmynd af ráðherranum. Blaðið allt var í raun átóðursbæklingur gegn ráðherranum og sýnir það vel sjálfs- ötyggi ráðamanna fyrirtækisins að þeir skyldu ætla að láta fyrirtækið kosta slíkt rit. Búæfni var kannski sönnu nær, en menn höfðu staðið af sér „ótal úttektir og skýrsluri ‘ eins og sagði í ritinu og töldu ekki sérstaka ástæðu til þess að halda að þetta skipti yrði neitt öðruvísi. Mér brá við að sjá þennan bækling og virðingarleysi starfsmanna fyrir ráðherra og ríkisstjóm. Ég hélt þegar í ráðuneytið með ritið og sýndi ráð- herranum, sem aftur kallaði forstjórann á sinn fund. Það var fljótgert því að ráðuneytið og Skipaútgerðin voru bæði í Hafnarhúsinu. Guðmundi var sýnilega brugðið að sjá hve illa við tókum því að fyrirtækinu væri beitt gegn stjómvöldum og sagðist aðeins bera ábyrgð á sinni grein, auk þess sem hann hefði lofað „strákunum“ að birta auglýsingu upp á 50 þúsund krónur. Sjálfur var ég við þetta sannfærður um að bæði forstjórinn og aðstoðarforstjórinn væm algerlega dómgreindarlausir og ómögulegir á aUa lund. Það reyndist reyndar ekki svo, við höfðum bara gerólíka skoðun r' málinu. Seinna komst ég að því að þeir em báðir þægilegheitamenn. En víkjum aftur að fyrsta stjómamefhdarfundinum. Tveir drekkhlaðnir bakkar fullir af smurbrauði með áleggi og mæjónesi blöstu við. Brauðið var margfalt meira en þrír stjómamefhdarmenn gátu torgað á einum degi, jafhvel þó að þeir nytu dyggrar aðstoðar forstjórans. Þetta kom mér á óvart eftir umtalið um matarreikninga endurskoðenda. Fyrsta ákvörðun mín var því að hætta að bjóða upp á veitingar á stjómarfundum. Á fundinum sagði ég frá því að meginatriði væri að halda rekstri innan Qárlaga, en það hefði ekki tekist. Geir sagði að enginn ágreiningur væri um hvert stefha bæri með fyrirtækið, þ.e. í hlutafélagsform. í ljósi jtess taldi hann afleitt hve miklir eldar ágreinings hefðu verið kveiktir um mátíð. Ég taldi nauðsynlegt að fá ákveðnar upplýsingar úr bókhaldi og sagðist fljótlega myndu leggja fram tísta um það sem ég vtídi fræðast um. Loks talaði ég um að það yltí fyrirtækinu skaða hve miklar detíur væm um það í fjölmiðlum. Menn sammæltust um að ræða saman beint en ekki gegnum fjölmiðla. Samþykkt var að greiða reikning endurskoðenda að fengnu samþykki ráðherra. Kristinn var fámáll. Úttekt Ríkisendijrskoðunar Eftír fundinn hafði ég samband við Rfldsendurskoðanda og sagðist eiga erindi við hann. Á fundi skömmu síðar lagði ég ffam tveggja síðna bréf þar sem ég óskaði eftir upplýsingum um ýmsa kostnaðartiði, ttí dæmis risnu, gjafir, feiðakostnað og fleira. Bréfið ber með sér að ég hef enn verið foxtílur út af áióðursbæklingnum því að ég spyr ítarlega um það hve miklum tíma starfsmenn hafi varið í undiibúning undir stofnun nýs félags um reksturinn og hver kostnaður fyrirtækisins af útgáfu bæklingsins hafi verið. Ég vissi það þá að Jón Ingólfsson, skipstjóri hafði eytt í þetta miklum tíma og hringdi meðal annars í öll sveitarfélög til þess að kanna hver áhugj þeirra væri á þátt- töku í hlutafélagi. Eitt sveitarfélag, Stöðvargöiður, lofaði að vera með. Svarið kom um hálfum mánuði seinna. Þar kom ffam að fyrirtækið hafði varið peningum í risnu, gjafir og styrki. Þar var ekkert sem var sérstakt hneyksli, en mál sem óvandaðir blaðamenn hefðu vel getað blásið út Ld. tvær flöskur af áfengi sem ekki vom skýrðar frékar, líklega afimælisgjafir til starfsmanna, giska ég á Ég lagði skýrsluna fram á stjómarfundi en ekki víðar. Kristinn H. Gunnarsson taldi að greina hefði átt frá úttektinni fyrirffam á stjómarfundi, en ég benti á að það hefði komið ffam í fyrri fundargeið. Geir sagði hins vegar að alfir stjómarmenn gætu spuit um slrkt hvenær sem er. Effir þetta var ekki talað meira um matarreikning endurskoðendanna Ekki var hægt að upplýsa hve mtídum tíma hefði verið varið í undirbúning nýs félags. Hugmyndir mótast Eftir því sem mátíð tók á sig skýrari mynd í huga mér var ég sannfærður um að það væri ekkert vit í að halda rekstri Skipaútgerðarinnar áfram. Nokkur meginmarkmið mótuðust strax. 1. Varðveita verðmæti eigna sem best 2. Tryggja sem besta þjónustu áfram 3. Tryggja hag startsmanna sem best 4. Vinna hratt Þjónusta Skipaútgeiðarinnar vaið ekki veitt nema með þvf að borga með henni og því var um að gera að koma ríkinu sem fyrst út úr rekstrinum. Það var erfitt að selja fyrirtækið því að það tapaði peningum býsna hratt og eiginfé var ekki langt yfir núllinu þegar hér var komið sögu. Hins vegar var að selja eignimar og hætta rekstrinum. Fljótlega sýndist mér þetta eini raunhæfi kosturinn. Það var ekki pótítískur vtíji fyrir því að halda áffam niðurgreiðslum. Kaupendur gátu verið þrír. Eimskip, Samskip eða einhver nýr aðifi, hugs- anlega með þátttöku starfsmanna. Eimskipafélagið sýndi aldrei áhuga á kaupum, gagnstætt því sem yfirmenn Skipaútgerðarinnar héldu. Þeir höfðu áhuga á ákveðnum eignum eins ég kem að síðar, en aldrei félaginu í hetíd. Lfldega hafa þeir vitað eins og við, að slík kaup væru ekki klók gagnvart almenningi. Samskip vom nýlega orðin hlutafélag. Milli þeirra og Skipaútgerðar- innar hafði lengi verið miktí samvinna, ttí dæmis um Færeyjaflutningana. Umboðsmenn vom allvíða þeir sömu fyrir félögin. Það lá því beint við að ræða ítarlega við forstjóra þeirra, Ómar Jóhannsson. Ég hafði lengi verið haldinn miktíli Framsóknarfóbíu og gætti þess vel að enginn sæi mig fara inn í höfuðstöðvar Samskipa og vildi helst að fundir þar yrðu haldnir eftir að skyggja tók. Við Ómar náðum þó ágætlega saman og hann sýndi mál- inu strax mikinn áhuga. Hann var samt varkár í orðum, en ljóst var að hann taldi hagræðingarmöguleika felast í samrekstri skips (eða skipa) Skipaút- gerðarinnar og Samskipa. Þriðji möguleikinn var félag starfsmanna, stórkaupmanna og fleiri. í stjóm undirbúningshóps hins nýja félags vom Hjörtur Emtísson, aðstoðarfor- stjóri, Jón Ingólfsson, skipstjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og fulltrúi úr Félagi íslenskra stórkaupmanna. Guðmundur Einarsson for- stjóri vann einnig með félaginu og mun hafa verið aðal hugmyndasmiður þess. Ég átti alltaf góð samskipti við starfsmenn Skipaútgeiðarinnar. Við Guðmundur hittumst fTjótlega eftir að fréttabréfið ffæga kom út og ákváðum að halda góðu samkomulagi okkar á milli, þó að við værum ekki sammála um meginatriði þessa máls. Það hélst alla tíð og mtítí okkar flugu aldrei nein stóryrði í fjölmiðlum eða annars staðar. Sama má segja um aðra starfsmenn. Ég gaf mér langan tíma til þess að ræða við þá og

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.