Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Side 20

Vísbending - 18.12.2004, Side 20
■ 1. Eitt aðalverkefni stjórnvalda er að skapa ný störf. Revndin: Störfin verða yfirleitt til af sjálfum sér, án atbeina ríkisins. Störf sem hið opinbera skapar gefa yfirleitt minna af sér þegar allt er talið en þau sem myndast án þess að það skipti sér af. 2. Meginhlutverk hagstjórnar er að halda uppi hagvexti. Revndin: Ríkiðgetur ekki tryggt hagvöxt til langframa með því að búa til þenslu í hagkerfmu. Það er hægt í skamman tíma en efnahagsskellurinn verður þá þeim mun meiri þegar þenslu- skeiðinu lýkur. Aðalhlutverk hagstjómar, þegar horft er til nokkurra ára, er að draga úr hag- sveiflum. Þegar Iitið er til Iangs tíma (nokkurra áratuga) geta stjómvöld á hinn bóginn stuðlað að auknum hagvexti með því til dæmis að létta höftum af viðskiptalífinu, með því að tryggja lága verðbólgu, með lágum jaðarsköttum, hæfilegum samgöngum og skólum. 3. Ef Seðlabankinn hækkar vexti eykst verðbólgan. Revndin: Verðlag hækkar stundum fyrst eftir að Seðlabankinn hækkar vexti í viðskiptum sínum við hina bankana, en þegar frá líður slær vaxtahækkunin á þenslu og stuðlar að lækkun verðbólgu. Vextimir em aðalvopn Seðlabankans gegn verðbólgunni. 4. Ná má niður verðbólgu með því að lækka skatta. Revndin: Arið 1986 féllust verkalýðsfélög á litlar kauphækkanir gegn því að ýmsir skattar væm lækkaðir. A næstu missemm ýtti halli á ríkissjóði undir þenslu í hagkerfmu. Verðbólga jókst aftur. 5. Skattar hafa lækkað stórlega undanfarin ár. Revndin: Rétt er að skattar námu árið 1995 32% af landsframleiðslu, en árið 2003 var hlutfallið komið í 40%, að mati OECD. 6. Ef laun allra landsmanna hreyfast ekki í takt er voðinn vís. Revndin: Eðlilegt er að laun stétta (og einstakra manna) hækki og lækki eftir því sem aðstæður á markaði krefjast. Það þýðir að laun sumra hækka meira en annarra. Ef laun einnar stéttar verða of lág fer að vanta (gott) vinnuafl í stéttinni og ef þau em of há er verðmætum sóað. Ef kaup virðist almennt hækka meira í þjóðfélaginu en innstæða er fyrir hlýtur Seðlabankinn að bregðast við og hækka vexti. 7. Uppsveilluna í íslensku hagkerfí undanfarin ár má rekja til aukins frelsis í viðskipta- lífinu. Revndin: Þetta er ekki rétt, nema þá að litlu leyti. Góðærið stafar einkum af almennri bjartsýni í atvinnulífinu, miklum lántökum og miklum opinbemm framkvæmdum. Þetta er með öðmm orðum dæmigerð eftirspumarþensla. 8. Ekki er að vænta skells í efnahagslífinu á næstu áruni. Revndin: Jú. Og hann verður þeim mun meiri sem uppsveiflan sem nú stendur yfir verður stærri og langvinnari. 9. Lífskjör á Islandi eru með því besta sem gerist á Vesturlöndum. Revndin:Tekjur á mann em miklar, en það stafar af því að vinnudagurinn er langur, starfsævin Iöng og atvinnuþátttaka mikil. Laun á tímann em miklu Iægri en í evrópskum grannlöndum. 10. Hagfræðingar segja hug sinn þegar þeir eru spurðir. Revndin: Ekki endilega. En þeir fara eins nærri sannleikanum og þeir treysta sér miðað við stöðu sína og ábyrgð í þjóðfélaginu. # 1. Fjarlægðir skipta ekki lengur máli Revndin: Fyrirtæki sem fara í víking átta sig fljótt á því að persónuleg samskipú em mikil- væg og umtalsverð ferðalög em því óumflýjan- legur þáttur í útrás. Fjarlægðir skipta síðan enn meira máli eftir því sem löndin em ijarlægari því að oft em ijarlægari lönd jaftiffamt með allt aðra menningu en við eigum að venjast. Uúás íslenskra fyrirtækja um þessar mundir beinist fyrst og ífemst að nágrannalöndum okkar. Fjar- lægðir skipta máli. 2. Odýrt vinnuafl er leiðin til auðs Revndin: Mörg iýrirtæki byggja útrás sína iýrst og ffemst á þeirri hugmynd að í öðmm löndum sé ódýrt vinnuafl sem hægt sé að hagnýta Svo einfalt er það þó ekki. Reynsla úúásarfýrir- tækja er hins vegar sú að engan veginn er hægt að treysta á að þótt launakostnaður í últeknum löndum sé lágur sé ifamleiðslan hagkvæm. Oft kemur í Ijós að erfitt er að auka ffamleiðni í van- þróuðum iikjum þar sem laun em svo lág að til skamms tíma litið viiðist ffáleitt að tæknivæðast í slíkum löndum. 3. Vanþróuðu löndin eru lönd tækifæranna Revndin: Mest hefur orðið vart þessara sjón- armiða í sjávarútveginum þar sem auðlindir virðast nær óþijótandi í vanþróuðum ríkjum en framleiðslutækni og þekking er af mjög skomum skammú. Svo virðist sem bestu úúásarfýrirtækin á alþjóðavísu séu enn að leita tækifæra í nágrannalöndunum. Alþjóðavæðing kemur aðallega fram í stóra iðnríkjunum og langstærstur hluú fjárfestinga yfir landamæri er ennþá bundinn við iðnríkin. -20-

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.