Vísbending


Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 22

Vísbending - 18.12.2004, Blaðsíða 22
Um framþróun íslenska HANKAKt RIISINS Ásgeir Jónsson, hagfrœðingur. Það er ekki ofmælt að bylting hafi átt sér stað í bankaviðskiptum á síðustu árum. Þessa byltingu má merkja með því að skoða aukningu útlána eða eigin íjár bankakerfisins, en þessar magnstærðir segja þó aðeins hálfa söguna um þær breytingar sem hafa átt sér stað. Islenskur banki nú til dags er einfaldlega allt önnur stofnun en hann var fyrir 10 árum. Bankakerfið er nú í auknum mæli orðið vettvangur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á ýmsum sviðum og býður upp á mjög ijölbreytta fjármálaþjónustu bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það er fremur auðvelt að benda á þá þætti sem gerðu þessa bylt- ingu mögulega. Hún átti sér stað eftir að bankamir fengu loksins athafnarými með vaxtafrelsi eftir 1985, frelsi í íjármagnsflutningum inilli landa eftir árið 1995, með tilkomu nútímalegs millibanka- markaðar með krónur og gjaldeyri árið 1998 og síðan einkavæðingu bankakerfisins sem átti sér stað í þrepum á árunum 1998-2003. Sú spuming er hins vegar mun torræðari hvort þessi þróun hafi verið fyrir- sjáanleg - um leið og frelsið var fengið - og hvort hægt sé að sjá fyrir næstu skref í þróun íslenska bankakerfisins. Staðreyndin er sú að þær eignir sem skipta um hendur á fjár- málamörkuðum em yfirleitt fremur einsleitar eftir löndum jregar niiðað er við skilmála og eiginleika þótt ávöxtun og verðbreytileiki geti verið mismunandi. Fjármálakerfi og Qármálastofnanir eru aftur á móti misleitar eftir löndum og munurinn ræðst að miklu leyti af tilviljunum sögunnar. Samt sem áður hafa erlendir fræðimenn þóst sjá sameiginlegan þróunarferil bankaviðskipta í iðnvæddum ríkjum. Ljóst er ennfremur að bankaviðskipti hérlendis hafa gengið í gegnum sömu þróunarstig og þekkist erlendis; Islendingar hafa aðeins verið seinni til en nágrannar þeirra. í þessari grein verður þess freistað að setja þróun íslenskra bankaviðskipta í samband við þróun samsvar- andi viðskipta erlendis. Mai'kmiðið er tvíþætt. Annars vegar að reyna að átta sig á hvaða áhrif einstaka atburðir í bankasögunni hafa haft á þróun efnahagsmála hérlendis, svo sem tilkoma Islandsbanka árið 1904 og gjaldþrot jxss sama banka árið 1930. Hins vegar að velta upp nokkrum hugmyndum um hvað sé framundan í íslensku bankakerfi. Því að þrátt fyrir allt hafa íslensk bankaviðskipti ekki náð jafnlangt á þróunarbrautinni og t.d. þau bresku og ef saga annarra þjóða er að einhverju leyti fordæmi má finna í henni ákveðnar vísbendingar um bankarekstur hérlendis á næstu árum. ÞRÓUNARSTIG B ANKA VIÐSKIPT A Flest bankakerfi hafa þó fylgt ákveðnu þróunarferli sem lengst er komið í Bretlandi - enda er London tjármálahöfuðborg heimsins. Þróunarferlið hefur verið sett fram í sex stigum, sjá Dow (1999) eða Chick (1986). Við hvert stig eykst hagkvæmni fjármagnsviðskipta og aukinn ábati kemur fram í efnahagslífinu. Stigin em eftirfarandi: 1. Bein fjármálalcg milliganga Þetta em fjármagnsviðskipti í sinni einföldustu mynd þar sem bankar eða einstaka auðmenn lána út sinn eigin spamað og sjá sjálfir um að finna skuldunauta og innheimta greiðslur. Einhverjir slfkir lán- veitendur em til staðar í nær öllunt menningarsamfélögum, óháð því hversu þróað hagkerfið er. Lánaviðskiptin eiga sér oft stað í góð- málmum, vömm eða öðm sem metið er til fjár. Peningamyndun í hefð- bundnum bankaskilningi getur ekki átt sér stað við þessar aðstæður þar sem Iánardrottnar taka ekki við innlánum heldur em bundnir því að lána út eigin sparnað. Af þeim sökum er enginn peningamargfald- ari til staðar (M0=M1=M2=M3) og lánaviðskiptin takmarkast því af myntsláttu ríkisins eða framboði á góðmálmum. Lánveitingar em yfirleitt fremur smáar í sniðum og til fremur skamms tíma, til þess að tryggja áhættudreifingu. 2. BankainnsLeður notaðar sem gjaldmiðill Næsta stig bankaviðskipta er líklega það sem flestir hafa í huga er þeir hugsa um hlutverk banka sem stofnana sem taka við innlánum fólks og lána aftur út sem langtímalán fyrir tjárfesta. Samkvæmt Diamond & Dybvig (1983) gegna innlánsstofnanir því hlutverki að veita selj- anleikatryggingu (liquidity insurance) sem gerir fólki kleift að nota eignir sínar til neyslu hvenær sem er. Það er við þessar aðstæður -22-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.